Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Víkingar þrjú mörk á aðeins átta mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks. Logi Tómasson braut ísinn, Arnór Borg Guðjohnsen tvöfaldaði forystuna og Nikolaj Hansen gulltryggði sigurinn. Lokatölur 3-0 og Víkingar ljúka leik á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 15 talsins.
Undanúrslit Lengjubikars karla fara fram á laugardaginn kemur, þann 18. mars. Víkingur tekur á móti Val í Víkinni klukkan 14.00 á meðan ÍBV og KA mætast klukkan 16.30 en ekki hefur verið ákveðið hvar sá leikur fer fram.