Peningahljóð út af stjórnarfundi FIFA í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2023 12:30 Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn eftir sigurinn á Liverpool í úrslitaleiknum í fyrra. Getty/Alex Livesey Ekki ein heldur tvær heimsmeistarakeppnir félagsliða hjá FIFA í framtíðinni. Ekki veit ég hvort að forystumenn FIFA hafi spilað „Money“ með Pink Floyd á fundi sínum í gær en að bætist vel í kassann eftir þær ákvarðanir sem voru teknar í gær og fórnarlömbin eru án vafa þreyttir fætur bestu fótboltamanna heims. FIFA has approved plans for an expanded Club World Cup in 2025, with Chelsea and Real Madrid handed automatic qualification spots.#RMCF | #CFC | #CWC More from @mjshrimper https://t.co/JP1kzyHprF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það kom svo sannarlega peningahljóð út af stjórnarfundi Alþjóða knattspyrnusambandsins í gær þegar samþykktar voru breytingar á stærstu keppnum sambandsins. Eins og áður hefur komið fram þá var staðfest fjölgun á bæði liðum og leikjum á heimsmeistaramóti landsliða. Nú keppa 48 þjóðir á HM og það verður byrjað á tólf fjögurra liða riðlum og svo farið í 32 liða úrslit. Þetta þýðir allt saman að nú þarf í fyrsta sinn að spila átta leiki ætli þjóð að verða heimsmeistari og að heildarleikir á mótinu eru nú orðnir 104. Það voru aftur á móti fleiri breytingar gerðar á keppnum FIFA. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað nefnileg að það verði tvær mismunandi heimsmeistarakeppnir félagsliða í gangi hjá sambandinu á sama tíma. Competitions a Premier League player from Europe could compete in from 2025: Country- World Cup- Euros- Nations Lge- FIFA World Series- FinalissimaClub- PL- FA Cup- Lge Cup- Comm Shield- UEFA CL- UEFA Super Cup- 32-team FIFA Club WC- New annual FIFA club match— Rob Harris (@RobHarris) March 14, 2023 Fyrsta 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í júní 2025 og verður síðan haldin á fjögurra ára fresti. Meðal liða sem fá þátttökurétt þar eru öll liðin sem vinna Meistaradeildina frá því að síðasta HM félagsliða fór fram. Evrópa fær tólf af þessum 32 liðum en hin átta liðin komast inn eftir styrkleikaröðun UEFA. Þrátt fyrir þessa nýju keppni þá mun FIFA halda áfram með hina árlegu heimsmeistarakeppni félagsliða. Þar mun fulltrúi Evrópu alltaf komast í úrslitaleikinn og mætir þegar liði sem hefur betur í keppni hinna álfumeistaranna. Sá leikur verður áfram spilaður árlega. Það er ljóst að með sölu á sjónvarps- og auglýsingasamingum á þessa aukaleiki og aukamót þá munu tekjur FIFA aukast verulega. Knattspyrnussambönd heimsins græða líka á því enda fá þau hluta af kökunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DYEK-_QJNlA">watch on YouTube</a> FIFA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira
Ekki veit ég hvort að forystumenn FIFA hafi spilað „Money“ með Pink Floyd á fundi sínum í gær en að bætist vel í kassann eftir þær ákvarðanir sem voru teknar í gær og fórnarlömbin eru án vafa þreyttir fætur bestu fótboltamanna heims. FIFA has approved plans for an expanded Club World Cup in 2025, with Chelsea and Real Madrid handed automatic qualification spots.#RMCF | #CFC | #CWC More from @mjshrimper https://t.co/JP1kzyHprF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það kom svo sannarlega peningahljóð út af stjórnarfundi Alþjóða knattspyrnusambandsins í gær þegar samþykktar voru breytingar á stærstu keppnum sambandsins. Eins og áður hefur komið fram þá var staðfest fjölgun á bæði liðum og leikjum á heimsmeistaramóti landsliða. Nú keppa 48 þjóðir á HM og það verður byrjað á tólf fjögurra liða riðlum og svo farið í 32 liða úrslit. Þetta þýðir allt saman að nú þarf í fyrsta sinn að spila átta leiki ætli þjóð að verða heimsmeistari og að heildarleikir á mótinu eru nú orðnir 104. Það voru aftur á móti fleiri breytingar gerðar á keppnum FIFA. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað nefnileg að það verði tvær mismunandi heimsmeistarakeppnir félagsliða í gangi hjá sambandinu á sama tíma. Competitions a Premier League player from Europe could compete in from 2025: Country- World Cup- Euros- Nations Lge- FIFA World Series- FinalissimaClub- PL- FA Cup- Lge Cup- Comm Shield- UEFA CL- UEFA Super Cup- 32-team FIFA Club WC- New annual FIFA club match— Rob Harris (@RobHarris) March 14, 2023 Fyrsta 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í júní 2025 og verður síðan haldin á fjögurra ára fresti. Meðal liða sem fá þátttökurétt þar eru öll liðin sem vinna Meistaradeildina frá því að síðasta HM félagsliða fór fram. Evrópa fær tólf af þessum 32 liðum en hin átta liðin komast inn eftir styrkleikaröðun UEFA. Þrátt fyrir þessa nýju keppni þá mun FIFA halda áfram með hina árlegu heimsmeistarakeppni félagsliða. Þar mun fulltrúi Evrópu alltaf komast í úrslitaleikinn og mætir þegar liði sem hefur betur í keppni hinna álfumeistaranna. Sá leikur verður áfram spilaður árlega. Það er ljóst að með sölu á sjónvarps- og auglýsingasamingum á þessa aukaleiki og aukamót þá munu tekjur FIFA aukast verulega. Knattspyrnussambönd heimsins græða líka á því enda fá þau hluta af kökunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DYEK-_QJNlA">watch on YouTube</a>
FIFA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira