Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2023 13:25 Kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum valda mörgum hugarangri og óttast er að umræddar jarðir verði ekki lengur aðgengilegar almenningi. GETTY/Ágúst Eiríksson/Bítið Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði. Á dögunum voru fréttir sagðar af kaupum ónefnds kanadísks auðkýfings á jörðinni Horni í Skorradal en á henni stendur hið tignarlega fjall Skessuhorn sem jafnframt er eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að kaupendurnir hefðu í febrúar fengið byggingarleyfi fyrir tveimur byggingum sem samanlagt telja sautján hundruð fermetra. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samút, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir þetta mál sé ekkert einsdæmi. „Þetta tilheyrir og fellur undir það sem við köllum ferðafrelsisbaráttu sem er barátta sem við erum búin að standa í lengi og þetta er ekki eina málið sem er á borðinu hjá okkur. Þetta hefur verið þannig að þeir sem eiga nóg af peningum hafa verið að kaupa upp jarðir á Íslandi. Hjörleifshöfðamálið kom nú upp hérna á sínum tíma líka og svo hefur það verið að gerast að ríkir einstaklingar kaupi jarðir og vilja bara fá að vera í friði og þeir hafa verið að loka aðgengi að jörðunum, bæði fyrir gangandi, akandi, skíðandi, ríðandi og hvernig sem menn hafa verið að fara. Það er verið að loka aðgengi að vötnum og annað sem hefur verið óvinsælt.“ En ætti hið sama ekki líka að gilda um íslenska auðmenn sem kaupa upp jarðir? „Þetta er ekki endilega bara útlendingar en við hræðumst mest útlendingana því þeir eru að kaupa jarðir til að fá að vera í friði. Dæmi eru um það að þeir hafi lokað jörðunum og eru bara fastir fyrir og það gengur rosalega illa því við höfum ákveðinn rétt hér Íslendingar sem heitir almannaréttur. Vandamálið við almannaréttinn er að hann er bundinn náttúruverndarlögum en eignarétturinn er bundinn í stjórnarskrá, hann er rétthærri,“ sagði formaður Samút í Bítinu í morgun. Jarðakaup útlendinga Skipulag Bítið Skorradalshreppur Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Á dögunum voru fréttir sagðar af kaupum ónefnds kanadísks auðkýfings á jörðinni Horni í Skorradal en á henni stendur hið tignarlega fjall Skessuhorn sem jafnframt er eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að kaupendurnir hefðu í febrúar fengið byggingarleyfi fyrir tveimur byggingum sem samanlagt telja sautján hundruð fermetra. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samút, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir þetta mál sé ekkert einsdæmi. „Þetta tilheyrir og fellur undir það sem við köllum ferðafrelsisbaráttu sem er barátta sem við erum búin að standa í lengi og þetta er ekki eina málið sem er á borðinu hjá okkur. Þetta hefur verið þannig að þeir sem eiga nóg af peningum hafa verið að kaupa upp jarðir á Íslandi. Hjörleifshöfðamálið kom nú upp hérna á sínum tíma líka og svo hefur það verið að gerast að ríkir einstaklingar kaupi jarðir og vilja bara fá að vera í friði og þeir hafa verið að loka aðgengi að jörðunum, bæði fyrir gangandi, akandi, skíðandi, ríðandi og hvernig sem menn hafa verið að fara. Það er verið að loka aðgengi að vötnum og annað sem hefur verið óvinsælt.“ En ætti hið sama ekki líka að gilda um íslenska auðmenn sem kaupa upp jarðir? „Þetta er ekki endilega bara útlendingar en við hræðumst mest útlendingana því þeir eru að kaupa jarðir til að fá að vera í friði. Dæmi eru um það að þeir hafi lokað jörðunum og eru bara fastir fyrir og það gengur rosalega illa því við höfum ákveðinn rétt hér Íslendingar sem heitir almannaréttur. Vandamálið við almannaréttinn er að hann er bundinn náttúruverndarlögum en eignarétturinn er bundinn í stjórnarskrá, hann er rétthærri,“ sagði formaður Samút í Bítinu í morgun.
Jarðakaup útlendinga Skipulag Bítið Skorradalshreppur Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira