„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 17:04 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við fréttastofu að það sé augljóst eftir fundinn að þingið þurfi að skoða málið frekar. Hann segir álit umboðsmanns Alþingis segja að stjórnsýsla Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu hafi ekki verið í lagi. Reglugerð dómsmálaráðherra sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur var birt í Stjórnartíðindum þann 23. janúar síðastliðinn. Reglugerðin hefur verið afar umdeild, sérstaklega í ljósi þess að ákvörðunin var ekki rædd á ríkisstjórnarfundi. Meiriháttar trúnaðarbrestur Sigmar segir að Jón hefði átt að ræða þetta mál á ríkisstjórnarfundi þar sem um er að ræða mikilsvert stjórnarmálefni. „Þetta er áherslubreyting að mati forsætisráðherrans sem á að ræða á ríkisstjórnarfundum samkvæmt lögum um stjórnarráðið,“ segir hann. „Þá liggur það bara fyrir að forsætisráðherra telur að dómsmálaráðherra hafi mögulega brotið gegn annað hvort lögunum eða stjórnarskránni eða jafnvel bæði,“ Sigmar telur að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.Arnar Halldórsson Að sögn Sigmars er um að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Ræða þurfi það hvort farið verði lengra með málið: „Þá þýðir það auðvitað að það er orðinn meiriháttar trúnaðarbrestur þarna á milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Við á þinginu hljótum að þurfa að skoða það mjög vandlega hvort við förum áfram með þetta mál.“ „Eiginlega jafn vont og brotið sjálft“ Sigmar segir að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er mjög vont þegar ráðherra í ríkisstjórninni fær svona álit frá umboðsmanni um það að hann hafi ekki haft nægilegt samráð inn í ríkisstjórn, fer þvert gegn því sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar vill að sé gert,“ segir hann. Sigmar segir að trúnaðarbresturinn sé tvöfaldaður vegna viðbragða dómsmálaráðherra í málinu. „Ég túlka það sem meiriháttar trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Trúnaðarbresturinn er síðan tvöfaldaður þegar þú tekur viðbrögð dómsmálaráðherrans sem telur að þetta skipti bara ekki neinu máli, hann sé bara ósammála álitinu og þar við situr. Það er eiginlega jafn vont og brotið sjálft.“ Að sögn Sigmars var þó ekki rætt um næstu skref á fundinum heldur var einungis farið yfir það sem umboðsmaður Alþingis hafði að segja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við fréttastofu að það sé augljóst eftir fundinn að þingið þurfi að skoða málið frekar. Hann segir álit umboðsmanns Alþingis segja að stjórnsýsla Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu hafi ekki verið í lagi. Reglugerð dómsmálaráðherra sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur var birt í Stjórnartíðindum þann 23. janúar síðastliðinn. Reglugerðin hefur verið afar umdeild, sérstaklega í ljósi þess að ákvörðunin var ekki rædd á ríkisstjórnarfundi. Meiriháttar trúnaðarbrestur Sigmar segir að Jón hefði átt að ræða þetta mál á ríkisstjórnarfundi þar sem um er að ræða mikilsvert stjórnarmálefni. „Þetta er áherslubreyting að mati forsætisráðherrans sem á að ræða á ríkisstjórnarfundum samkvæmt lögum um stjórnarráðið,“ segir hann. „Þá liggur það bara fyrir að forsætisráðherra telur að dómsmálaráðherra hafi mögulega brotið gegn annað hvort lögunum eða stjórnarskránni eða jafnvel bæði,“ Sigmar telur að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.Arnar Halldórsson Að sögn Sigmars er um að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Ræða þurfi það hvort farið verði lengra með málið: „Þá þýðir það auðvitað að það er orðinn meiriháttar trúnaðarbrestur þarna á milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Við á þinginu hljótum að þurfa að skoða það mjög vandlega hvort við förum áfram með þetta mál.“ „Eiginlega jafn vont og brotið sjálft“ Sigmar segir að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er mjög vont þegar ráðherra í ríkisstjórninni fær svona álit frá umboðsmanni um það að hann hafi ekki haft nægilegt samráð inn í ríkisstjórn, fer þvert gegn því sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar vill að sé gert,“ segir hann. Sigmar segir að trúnaðarbresturinn sé tvöfaldaður vegna viðbragða dómsmálaráðherra í málinu. „Ég túlka það sem meiriháttar trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Trúnaðarbresturinn er síðan tvöfaldaður þegar þú tekur viðbrögð dómsmálaráðherrans sem telur að þetta skipti bara ekki neinu máli, hann sé bara ósammála álitinu og þar við situr. Það er eiginlega jafn vont og brotið sjálft.“ Að sögn Sigmars var þó ekki rætt um næstu skref á fundinum heldur var einungis farið yfir það sem umboðsmaður Alþingis hafði að segja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent