Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 23:00 Gaman saman. Jeff Bottari/Getty Images Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC. Gunnar Nelson var ekki lengi að koma sér heim eftir frækinn sigur í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld þar sem UFC 286 fór fram. Í dag, mánudag, var hann mættur í „dagvinnuna“ sína í Mjölni eins og kom fram á Stöð 2 og Vísi fyrr í kvöld. Þá er Gunnar búinn að fara yfir bardagann með teymi sínu. Var það innslag nýjasta þáttar af „The Grind“ en þar mátti fylgjast með Gunnari í aðdraganda bardagans og svo nú að bardaga loknum. „Hann er alltaf með þessa, ekki stress en hálfvandræðalega orku í byrjun. Maður á erfitt með að átta sig á fjarlægð og tímasetningu,“ sagði Gunnar um upphaf bardagans gegn Bryan Barberena. Það tók Gunnar greinilega ekki það langan tíma að reikna allt út þar sem hann kláraði Barberena strax í 1. lotu. „Um leið og ég næ honum niður fer ég í hring svo ég sé upp við búrið. Það er mjög sterk staða að vera í. Ef hann er við búrið þá er auðveldara fyrir hann að komast upp.“ „Þarna byrjar hann að pota í mig, ég horfði á hann og fannst það fyndið. Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig. Hann fer að hlæja, ég fer að hlæja og það lætur hann hlæja meira.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Gunnar á ensku fara yfir bardagann skref fyrir skref. The Grind with Gunnar Nelson: Gunnar Nelson Breaks Down His Latest Victory Against Bryan Barberena from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Tengdar fréttir Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30 Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30 Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Gunnar Nelson var ekki lengi að koma sér heim eftir frækinn sigur í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld þar sem UFC 286 fór fram. Í dag, mánudag, var hann mættur í „dagvinnuna“ sína í Mjölni eins og kom fram á Stöð 2 og Vísi fyrr í kvöld. Þá er Gunnar búinn að fara yfir bardagann með teymi sínu. Var það innslag nýjasta þáttar af „The Grind“ en þar mátti fylgjast með Gunnari í aðdraganda bardagans og svo nú að bardaga loknum. „Hann er alltaf með þessa, ekki stress en hálfvandræðalega orku í byrjun. Maður á erfitt með að átta sig á fjarlægð og tímasetningu,“ sagði Gunnar um upphaf bardagans gegn Bryan Barberena. Það tók Gunnar greinilega ekki það langan tíma að reikna allt út þar sem hann kláraði Barberena strax í 1. lotu. „Um leið og ég næ honum niður fer ég í hring svo ég sé upp við búrið. Það er mjög sterk staða að vera í. Ef hann er við búrið þá er auðveldara fyrir hann að komast upp.“ „Þarna byrjar hann að pota í mig, ég horfði á hann og fannst það fyndið. Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig. Hann fer að hlæja, ég fer að hlæja og það lætur hann hlæja meira.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Gunnar á ensku fara yfir bardagann skref fyrir skref. The Grind with Gunnar Nelson: Gunnar Nelson Breaks Down His Latest Victory Against Bryan Barberena from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Tengdar fréttir Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30 Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30 Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30
Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30
Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni