Vísindin á bak við lesfimipróf Freyja Birgisdóttir, Kate Nation og Margaret Snowling skrifa 21. mars 2023 16:00 Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins birti grein í Vísi þann 4. mars og kallar eftir því að við „förum að ráðum fremstu vísindamanna heims (Snowling, Nation, Lyytinen) og hættum leshraðamælingum“. Hann skorar jafnframt á fræðasamfélagið að „rjúfa þögnina“ um leshraðapróf því „almenningur á kröfu á því að vísindin á bak við leshraðamælingar verði birtar“. Mikilvægt er að árétta að undirritaðar, Margaret Snowling og Kate Nation (sem Eyjólfur vísar til), kannast ekki við að hafa mælt með því að íslenskir grunnskólar hætti að leggja fyrir lesfimipróf. Þær kannast heldur ekki við þá heimild sem Eyjólfur vísar til. En hver eru rökin og vísindin á bak við lesfimipróf? Lesfimi er grundvöllur lesskilnings Góð lesfimi birtist í því að geta lesið af nákvæmni, jöfnum hraða og með réttum áherslum. Hún sýnir hvort barn hefur náð góðum tökum á umskráningu stafa yfir í hljóð og geti lesið bæði kunn og ókunn orð hratt og án fyrirhafnar. Sú færni er talinn nauðsynleg fyrir lesskilning því hún veitir lesandanum svigrúm til þess að beina athyglinni að innihaldi textans og öllum þeim flóknu orðum og upplýsingum sem gjarnan einkenna námsefnið, ekki síst þegar líða tekur á skólagönguna. Sérfræðingar jafnt sem fræðsluyfirvöld víða um heim skilgreina því lesfimi (e. reading fluency) sem lykilfærni í lestrarnámi og mæla með því að hún sé efld og metin reglulega (sjá t.d. Education Endowment Foundation‘s guidance). Hlutverk lesfimi í lesskilningi og lesblindu hefur mikið verið rannsakað Margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi góðrar lesfimi fyrir lesskilning. Lesfimi í fyrstu bekkjum grunnskóla veitir til dæmis góða forspá um gengi nemenda í lesskilningi síðar, og nemendur sem eiga erfitt með lesskilning á mið- og unglingastigi eru margir hverjir jafnframt með slaka lesfimi. Slök lesfimi er auk þess eitt megineinkenni lesblindu (dyslexia), sem er aðal ástæða þess að lesblind börn eiga gjarnan erfitt með að skilja texta, þrátt fyrir góðan orðaforða og skilning á samfelldu mæltu máli. Mælingar á lesfimi eru því mikilvægur þáttur í greiningum á lesblindu (sjá t.d. samantekt á vegum Evrópusambandsins Dyslexia compass og greiningarviðmið DSM-5 fyrir lesblindu). Stöðluð lesfimipróf veita áreiðanlegar upplýsingar um framvindu í lestrarnámi Þyngd texta hefur mikil áhrif á mat á lesfimi. Stöðluð lesfimipróf byggja á ítarlegum rannsóknum á erfiðleikastigi texta og gefa því áreiðanlegar upplýsingar um stöðu og framvindu í lesfimi. Slík próf felast oftast í því að börn eru beðin um að lesa aldurssamsvarandi texta í eina eða tvær mínútur og lögð áhersla á að þau lesi skýrt, á jöfnum hraða og með eðlilegum áherslum. Staða barns og framfarir eru svo birtar út frá fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Einnig sýnir prófið hvort barn hefur náð tilteknu viðmiði um þá lágmarksfærni sem þarf til þess að geta beint athyglinni óhindrað að innihaldi textans. Börn sem ekki ná því viðmiði gætu þurft aukinn stuðning í lestrarnámi og því mikilvægt að finna þau sem allra fyrst. Eins og með allt námsmat þarf þó að huga vel að því hvernig niðurstöðum slíkra prófa er miðlað til nemenda. Lesfimi er nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda lesskilnings Þó lesfimi sé mikilvæg forsenda lesskilnings er hún ekki nægjanleg forsenda. Með aukinni lestrarreynslu verður umskráning sjálfvirkari og hættir að hamla lesskilningi. Við það fer málþroski, sér í lagi orðaforði, að hafa vaxandi áhrif á lesskilning. Lesfimiprófum er aðeins ætlað að fanga afmarkaðan hluta lestrarþróunar og koma því ekki í staðinn fyrir mat á öðrum hliðum læsis. Menntamálstofnun veitir kennurum aðgang að stöðluðu lesskilningsprófi (Orðarún) sem ætlað er öllum árgöngum grunnskólans, auk þess sem lesskilningur hefur verið stór hluti af samræmdum prófum í íslensku um árabil. Mælingar á málþroska, eins og til dæmis orðaforða, eru aftur á móti varla fyrir hendi og mjög brýnt er að bæta úr því. Mikilvægt er að halda áfram að meta lesfimi í íslenskum grunnskólum Lesfimipróf eru áreiðanleg og réttmæt leið til þess að fylgjast með framförum í lestri og gagnast vel til þess að koma auga á þau börn sem þurfa sértaks stuðnings við. Því er mikilvægt að íslenskir grunnskólar haldi áfram að meta lesfimi nemenda reglulega. Að sama skapi er mikilvægt að undirstrika að lesfimi er aðeins ein margra stoða lesskilnings og því mikilvægt að fylgjast með og efla aðra þætti læsis strax í upphafi lestrarnáms, eða jafnvel fyrr. Freyja Birgisdóttir er dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, Kate Nation er prófessor við Oxford Háskóla og Margaret Snowling er heiðursprófessor við Oxford Háskóla og St. John‘s College í Oxford. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Flokkur fólksins Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins birti grein í Vísi þann 4. mars og kallar eftir því að við „förum að ráðum fremstu vísindamanna heims (Snowling, Nation, Lyytinen) og hættum leshraðamælingum“. Hann skorar jafnframt á fræðasamfélagið að „rjúfa þögnina“ um leshraðapróf því „almenningur á kröfu á því að vísindin á bak við leshraðamælingar verði birtar“. Mikilvægt er að árétta að undirritaðar, Margaret Snowling og Kate Nation (sem Eyjólfur vísar til), kannast ekki við að hafa mælt með því að íslenskir grunnskólar hætti að leggja fyrir lesfimipróf. Þær kannast heldur ekki við þá heimild sem Eyjólfur vísar til. En hver eru rökin og vísindin á bak við lesfimipróf? Lesfimi er grundvöllur lesskilnings Góð lesfimi birtist í því að geta lesið af nákvæmni, jöfnum hraða og með réttum áherslum. Hún sýnir hvort barn hefur náð góðum tökum á umskráningu stafa yfir í hljóð og geti lesið bæði kunn og ókunn orð hratt og án fyrirhafnar. Sú færni er talinn nauðsynleg fyrir lesskilning því hún veitir lesandanum svigrúm til þess að beina athyglinni að innihaldi textans og öllum þeim flóknu orðum og upplýsingum sem gjarnan einkenna námsefnið, ekki síst þegar líða tekur á skólagönguna. Sérfræðingar jafnt sem fræðsluyfirvöld víða um heim skilgreina því lesfimi (e. reading fluency) sem lykilfærni í lestrarnámi og mæla með því að hún sé efld og metin reglulega (sjá t.d. Education Endowment Foundation‘s guidance). Hlutverk lesfimi í lesskilningi og lesblindu hefur mikið verið rannsakað Margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi góðrar lesfimi fyrir lesskilning. Lesfimi í fyrstu bekkjum grunnskóla veitir til dæmis góða forspá um gengi nemenda í lesskilningi síðar, og nemendur sem eiga erfitt með lesskilning á mið- og unglingastigi eru margir hverjir jafnframt með slaka lesfimi. Slök lesfimi er auk þess eitt megineinkenni lesblindu (dyslexia), sem er aðal ástæða þess að lesblind börn eiga gjarnan erfitt með að skilja texta, þrátt fyrir góðan orðaforða og skilning á samfelldu mæltu máli. Mælingar á lesfimi eru því mikilvægur þáttur í greiningum á lesblindu (sjá t.d. samantekt á vegum Evrópusambandsins Dyslexia compass og greiningarviðmið DSM-5 fyrir lesblindu). Stöðluð lesfimipróf veita áreiðanlegar upplýsingar um framvindu í lestrarnámi Þyngd texta hefur mikil áhrif á mat á lesfimi. Stöðluð lesfimipróf byggja á ítarlegum rannsóknum á erfiðleikastigi texta og gefa því áreiðanlegar upplýsingar um stöðu og framvindu í lesfimi. Slík próf felast oftast í því að börn eru beðin um að lesa aldurssamsvarandi texta í eina eða tvær mínútur og lögð áhersla á að þau lesi skýrt, á jöfnum hraða og með eðlilegum áherslum. Staða barns og framfarir eru svo birtar út frá fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Einnig sýnir prófið hvort barn hefur náð tilteknu viðmiði um þá lágmarksfærni sem þarf til þess að geta beint athyglinni óhindrað að innihaldi textans. Börn sem ekki ná því viðmiði gætu þurft aukinn stuðning í lestrarnámi og því mikilvægt að finna þau sem allra fyrst. Eins og með allt námsmat þarf þó að huga vel að því hvernig niðurstöðum slíkra prófa er miðlað til nemenda. Lesfimi er nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda lesskilnings Þó lesfimi sé mikilvæg forsenda lesskilnings er hún ekki nægjanleg forsenda. Með aukinni lestrarreynslu verður umskráning sjálfvirkari og hættir að hamla lesskilningi. Við það fer málþroski, sér í lagi orðaforði, að hafa vaxandi áhrif á lesskilning. Lesfimiprófum er aðeins ætlað að fanga afmarkaðan hluta lestrarþróunar og koma því ekki í staðinn fyrir mat á öðrum hliðum læsis. Menntamálstofnun veitir kennurum aðgang að stöðluðu lesskilningsprófi (Orðarún) sem ætlað er öllum árgöngum grunnskólans, auk þess sem lesskilningur hefur verið stór hluti af samræmdum prófum í íslensku um árabil. Mælingar á málþroska, eins og til dæmis orðaforða, eru aftur á móti varla fyrir hendi og mjög brýnt er að bæta úr því. Mikilvægt er að halda áfram að meta lesfimi í íslenskum grunnskólum Lesfimipróf eru áreiðanleg og réttmæt leið til þess að fylgjast með framförum í lestri og gagnast vel til þess að koma auga á þau börn sem þurfa sértaks stuðnings við. Því er mikilvægt að íslenskir grunnskólar haldi áfram að meta lesfimi nemenda reglulega. Að sama skapi er mikilvægt að undirstrika að lesfimi er aðeins ein margra stoða lesskilnings og því mikilvægt að fylgjast með og efla aðra þætti læsis strax í upphafi lestrarnáms, eða jafnvel fyrr. Freyja Birgisdóttir er dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, Kate Nation er prófessor við Oxford Háskóla og Margaret Snowling er heiðursprófessor við Oxford Háskóla og St. John‘s College í Oxford.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun