Tveir samningar undirritaðir en enn eru nokkrir eftir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2023 15:44 Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. Kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins og VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna við HS Orku var undirritaður fyrir hádegi í dag og samningur við HS Veitur var undirritaður eftir hádegi. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og finna má í þeim samningum sem gerðir voru á almenna markaðinum og munu félagsmenn greiða atkvæði um samningana eftir að þeir verða kynntir. Í gær var þá greint frá því að félögin hafi náð samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur en samninganefnd RSÍ og VM sagði í síðustu viku viðræðurnar hafa siglt í strand. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði þá í samtali við fréttastofu um helgina að engin lausn virtist í sjónmáli með Orkuveitunni og að viðræður við önnur orkufyrirtæki gengu hægt. Úr því virðist hafa ræst eftir helgina en Kristján Þórður segir þau hafa fengið aukinn skilning á því að koma þyrfti kjarasamningsviðræðum áfram. Mikilvægt væri að gera nýja samninga til að taka við af þeim sem runnu út í nóvember. „Það er bara mjög ánægjulegt að ná að skrifa undir kjarasamninga og reyna að komast áfram í þessu,“ segir Kristján. „Nú er það þannig að við eigum eftir að klára fleiri kjarasamninga í orkugeiranum og síðan við ríki og sveitarfélög, mér telst til að það séu einhverjir sjö átta kjarasamningar eftir hjá Rafiðnaðarsambandinu eins og staðan er núna,“ segir hann enn fremur. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um samningana en hann bindur vonir við að þeir verði samþykktir. Þá er hann vongóður um aðra samninga en þó einhverjar viðræður séu komnar skemmra á veg en aðrar séu þær alla vega komnar á skrið og bráðum verði hægt að hefja viðræður um langtímasamninga. „Þá er það næsta verkefni þegar það er búið að klára þessa kjarasamninga sem að út af standa, það er að hefja viðræður um næstu samninga, sem verða vonandi lengri samningar,“ segir Kristján. Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 „Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34 Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins og VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna við HS Orku var undirritaður fyrir hádegi í dag og samningur við HS Veitur var undirritaður eftir hádegi. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og finna má í þeim samningum sem gerðir voru á almenna markaðinum og munu félagsmenn greiða atkvæði um samningana eftir að þeir verða kynntir. Í gær var þá greint frá því að félögin hafi náð samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur en samninganefnd RSÍ og VM sagði í síðustu viku viðræðurnar hafa siglt í strand. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði þá í samtali við fréttastofu um helgina að engin lausn virtist í sjónmáli með Orkuveitunni og að viðræður við önnur orkufyrirtæki gengu hægt. Úr því virðist hafa ræst eftir helgina en Kristján Þórður segir þau hafa fengið aukinn skilning á því að koma þyrfti kjarasamningsviðræðum áfram. Mikilvægt væri að gera nýja samninga til að taka við af þeim sem runnu út í nóvember. „Það er bara mjög ánægjulegt að ná að skrifa undir kjarasamninga og reyna að komast áfram í þessu,“ segir Kristján. „Nú er það þannig að við eigum eftir að klára fleiri kjarasamninga í orkugeiranum og síðan við ríki og sveitarfélög, mér telst til að það séu einhverjir sjö átta kjarasamningar eftir hjá Rafiðnaðarsambandinu eins og staðan er núna,“ segir hann enn fremur. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um samningana en hann bindur vonir við að þeir verði samþykktir. Þá er hann vongóður um aðra samninga en þó einhverjar viðræður séu komnar skemmra á veg en aðrar séu þær alla vega komnar á skrið og bráðum verði hægt að hefja viðræður um langtímasamninga. „Þá er það næsta verkefni þegar það er búið að klára þessa kjarasamninga sem að út af standa, það er að hefja viðræður um næstu samninga, sem verða vonandi lengri samningar,“ segir Kristján.
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 „Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34 Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52
„Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34
Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58