„Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili lyklunum að Stjórnarráðinu?“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2023 16:59 Helga Vala Helgadóttir segir hækkun stýrivaxta vera margfalt hærri hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Tólfta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð hefur vakið hörð viðbrögð víða í samfélaginu en þingmenn vöktu margir hverjir athygli á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina kjarklausa og verkstola og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau ekki geta dvalið lengur í Hvergilandi. Enn ein stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun, sú tólfta í röð, hefur vakið hörð viðbrögð víða en stýrivextir voru hækkaðir um heilt prósent og standa nú í 7,5 prósentum. Seðlabankastjóri segir þau munu halda áfram að hækka vexti þar til það hægir á hagkerfinu. Forkólfar innan verkalýðshreyfingarinnar mótmæltu harðlega í morgun og þingmenn tóku málið upp á Alþingi síðdegis. Vill að ríkisstjórnin skili lyklunum Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls undir liðnum störf þingsins á á fjórða tímanum en hún sagði hækkunina ekki hafa komið á óvart í ljósi aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Hækkun stýrivaxta sé margfalt hærri en annars staðar á Norðurlöndunum en Seðlabankinn hafi fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólgu. Þá væri samband milli vaxtahækkana og gengishækkana sem hafi letjandi áhrif á eftirspurn og leiði þar með til verðhækkana. „Við ríkisstjórnarborðið rúmast svo engin ráð önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi,“ sagði Helga Vala. „Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði í örhagkerfi með smágjaldmiðli og ríkisstjórn sem er kjarklaus og verkstola fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts, svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili bara lyklunum að Stjórnarráðinu?“ spurði hún enn fremur. Fátæka fólkið verði eftir Fleiri þingmenn lögðu þá orð í belg. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, og Inga Sæland, formaður flokksins, bentu bæði á óstjórn í málum heimila. Að sögn Guðmundar séu hækkanir gróft fjárhagslegt ofbeldi á útvalin heimili. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Inga sagði þau ítrekað hafa beint spurningum sínum til fjármála- og forsætisráðherra, um hvort ekki hafi þurft að tryggja heimili landsins ef til verðbólguskots kæmi. Að því hafi þó verið í raun hlegið og þeim sagt að engar áhyggjur þyrfti að hafa. „Er þessi ríkisstjórn að gera eitthvað til að koma til móts við fátækar fjölskyldur í landinu, fjölskyldur sem eru að sligast undan því athafnaleysi sem ríkir hjá ríkisstjórninni? Nei, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Inga. „Hins vegar kallar ágætur seðlabankastjóri undir rós á aðstoð stjórnvalda, biður um aðstoð til að þurfa ekki að standa einn með þennan kaleik, að hækka hér allt upp úr öllu rjáfri með þeim ömurlegu afleiðingum sem við erum öll að fara að horfast í augu við og ekki síst þeir sem minnst mega sín í samfélaginu,“ sagði hún enn fremur. Pólitískar skotgrafir Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, tók einnig til máls en hún sagði Viðreisn sömuleiðis hafa varað við því ástandi í ríkisfjármálum um langa hríð. Heimilin sitji uppi með reikninginn og þunginn fari vaxandi en við því þurfi Alþingi að bregðast. Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm „Við þurfum að stíga upp úr pólitískum skotgröfum til þess. Vaxandi vandamál líkt og þau sem við stöndum frammi fyrir nú krefjast jarðbundinna lausna sem hægt er að ráðast í strax. Þar kemur að kjarna máls. Sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að ráðast í það verkefni að hemja stjórnlitla útþenslu ríkissjóðs til að bregðast við vaxtahækkunum,“ sagði Hanna Katrín. „Nú ríður á að við hefjum okkur yfir hversdagsþrasið og leitum sameiginlega lausna á því að rétta við bókhald ríkisins, íslenskum heimilum til hagsbóta, því þetta þarf sannarlega ekki að vera svona. Svo þurfum við að ræða hina raunverulegu lausn til lengri tíma. Ríkisstjórnin getur ekki leyft sér að dvelja lengur í Hvergilandi,“ sagði hún enn fremur. Hafi þegar ráðist í mótvægisaðgerðir Það voru þó ekki aðeins stjórnarandstöðuliðar sem vöktu athygli á stöðunni en Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi til að mynda stöðu unga fólksins á húsnæðismarkaði og nauðsyn þess að grípa fyrstu kaupendur en til þess væru ýmis verkfæri til staðar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, sagði að þörfin væri brýn og áhrifin mikil en ríkisstjórnin hafi þegar ráðist í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgunnar á viðkvæma hópa. Mögulega væri hægt að gera betur. „Það er ábyrgðarhluti að takast á við verðbólguna og það þurfum við að gera saman. Það þarf að endurspeglast í öllum ákvörðunum og það er alveg ljóst að við verðum að draga úr þenslunni. Ríkisstjórnin verður að sýna ábyrgð nú þegar styttist í framlagningu fjármálaáætlunar. Þar þarf að fara saman sambland af aðhaldi og tekjuöflun,“ sagði Bjarkey. „Það sem liggur fyrir okkur hér og ríkissjóði er að horfa bæði til aðgerða á tekju- og gjaldahlið og við verðum að ná tökum á verðbólgunni. Ég vona svo sannarlega að félagar mínir í ríkisstjórninni hlusti á það sem hér er sagt þannig að hægt sé að afla tekna til að komast betur í gegnum þetta,“ sagði hún enn fremur. Seðlabankinn Húsnæðismál Verðlag Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Íslenska krónan Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Enn ein stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun, sú tólfta í röð, hefur vakið hörð viðbrögð víða en stýrivextir voru hækkaðir um heilt prósent og standa nú í 7,5 prósentum. Seðlabankastjóri segir þau munu halda áfram að hækka vexti þar til það hægir á hagkerfinu. Forkólfar innan verkalýðshreyfingarinnar mótmæltu harðlega í morgun og þingmenn tóku málið upp á Alþingi síðdegis. Vill að ríkisstjórnin skili lyklunum Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls undir liðnum störf þingsins á á fjórða tímanum en hún sagði hækkunina ekki hafa komið á óvart í ljósi aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Hækkun stýrivaxta sé margfalt hærri en annars staðar á Norðurlöndunum en Seðlabankinn hafi fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólgu. Þá væri samband milli vaxtahækkana og gengishækkana sem hafi letjandi áhrif á eftirspurn og leiði þar með til verðhækkana. „Við ríkisstjórnarborðið rúmast svo engin ráð önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi,“ sagði Helga Vala. „Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði í örhagkerfi með smágjaldmiðli og ríkisstjórn sem er kjarklaus og verkstola fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts, svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili bara lyklunum að Stjórnarráðinu?“ spurði hún enn fremur. Fátæka fólkið verði eftir Fleiri þingmenn lögðu þá orð í belg. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, og Inga Sæland, formaður flokksins, bentu bæði á óstjórn í málum heimila. Að sögn Guðmundar séu hækkanir gróft fjárhagslegt ofbeldi á útvalin heimili. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Inga sagði þau ítrekað hafa beint spurningum sínum til fjármála- og forsætisráðherra, um hvort ekki hafi þurft að tryggja heimili landsins ef til verðbólguskots kæmi. Að því hafi þó verið í raun hlegið og þeim sagt að engar áhyggjur þyrfti að hafa. „Er þessi ríkisstjórn að gera eitthvað til að koma til móts við fátækar fjölskyldur í landinu, fjölskyldur sem eru að sligast undan því athafnaleysi sem ríkir hjá ríkisstjórninni? Nei, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Inga. „Hins vegar kallar ágætur seðlabankastjóri undir rós á aðstoð stjórnvalda, biður um aðstoð til að þurfa ekki að standa einn með þennan kaleik, að hækka hér allt upp úr öllu rjáfri með þeim ömurlegu afleiðingum sem við erum öll að fara að horfast í augu við og ekki síst þeir sem minnst mega sín í samfélaginu,“ sagði hún enn fremur. Pólitískar skotgrafir Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, tók einnig til máls en hún sagði Viðreisn sömuleiðis hafa varað við því ástandi í ríkisfjármálum um langa hríð. Heimilin sitji uppi með reikninginn og þunginn fari vaxandi en við því þurfi Alþingi að bregðast. Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm „Við þurfum að stíga upp úr pólitískum skotgröfum til þess. Vaxandi vandamál líkt og þau sem við stöndum frammi fyrir nú krefjast jarðbundinna lausna sem hægt er að ráðast í strax. Þar kemur að kjarna máls. Sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að ráðast í það verkefni að hemja stjórnlitla útþenslu ríkissjóðs til að bregðast við vaxtahækkunum,“ sagði Hanna Katrín. „Nú ríður á að við hefjum okkur yfir hversdagsþrasið og leitum sameiginlega lausna á því að rétta við bókhald ríkisins, íslenskum heimilum til hagsbóta, því þetta þarf sannarlega ekki að vera svona. Svo þurfum við að ræða hina raunverulegu lausn til lengri tíma. Ríkisstjórnin getur ekki leyft sér að dvelja lengur í Hvergilandi,“ sagði hún enn fremur. Hafi þegar ráðist í mótvægisaðgerðir Það voru þó ekki aðeins stjórnarandstöðuliðar sem vöktu athygli á stöðunni en Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi til að mynda stöðu unga fólksins á húsnæðismarkaði og nauðsyn þess að grípa fyrstu kaupendur en til þess væru ýmis verkfæri til staðar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, sagði að þörfin væri brýn og áhrifin mikil en ríkisstjórnin hafi þegar ráðist í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgunnar á viðkvæma hópa. Mögulega væri hægt að gera betur. „Það er ábyrgðarhluti að takast á við verðbólguna og það þurfum við að gera saman. Það þarf að endurspeglast í öllum ákvörðunum og það er alveg ljóst að við verðum að draga úr þenslunni. Ríkisstjórnin verður að sýna ábyrgð nú þegar styttist í framlagningu fjármálaáætlunar. Þar þarf að fara saman sambland af aðhaldi og tekjuöflun,“ sagði Bjarkey. „Það sem liggur fyrir okkur hér og ríkissjóði er að horfa bæði til aðgerða á tekju- og gjaldahlið og við verðum að ná tökum á verðbólgunni. Ég vona svo sannarlega að félagar mínir í ríkisstjórninni hlusti á það sem hér er sagt þannig að hægt sé að afla tekna til að komast betur í gegnum þetta,“ sagði hún enn fremur.
Seðlabankinn Húsnæðismál Verðlag Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Íslenska krónan Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31