Misskilningur Sauðkrækings Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. mars 2023 10:01 Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og telur sig eiginlega Sauðkræking. Það sama gildir um Óla Björn Kárason, alþingismann D með meiru. Punkturinn er, að það er gott fólk á Króknum, og flestir Sauðkrækingar vel að sér og fínir, en ekki allir gallalausir. Á það auðvitað við um undirritaðan, en, þó, líka og öllu fremur, Óla Björn, alla vega í úttekt og mati á ESB og Evru fyrir Ísland. Óli Björn skrifar grein um ESB og Evru í Morgunblaðið 8. marz. Hann virðist telja, að úttektin og matið á því, hvort Íslendingar eigi að ganga að fullu í ESB og taka upp Evru, skuli byggjast á því, hvernig gengur með fulla ESB-aðild og Evru í öðrum löndum. Þetta er grundvallar misskilningur hálfnafna míns, eða hugsunarskekkja. Slík úttekt og mat verður fyrst og fremst að byggjast á því, hvernig Íslandi vegnar, annars vegar, utan ESB með krónu, og, hins vegar, hvers vænta mætti, ef við værum með fulla ESB-aðild og Evru; Ísland utan ESB og með krónu á móti Íslandi í ESB með Evru hlýtur að vera samanburðurinn. Þróun og staða í öðrum löndum, í ESB eða utan, með eða án Evru, skipta hér engu höfuðmáli, því öll eru þessi lönd ólík, bæði fólk og fólksfjöldi, bakgrunnur, landafræði og saga, auðlindir, veðurfar, atvinnuvegir og aðrar aðstæður. Það er því í bezta falli ofureinföldun að lista upp gjörólík lönd, þó öll séu í Evrópu, og flokka gæði viðskiptasamninga þeirra og gjaldmiðila eftir verðbólgu eða matarverði. Slíkar myndir eru miklu fjölþættari og flóknari en svo, að slíkur mælikvarði eigi við. Rétt er líka að árétta hér, að megin orsök verðbólgu á meginlandi Evrópu er stórhækkað orkuverð, margföldun þess, í kjölfari Úkraínustríðsins. Eftir því, sem einstakar þjóðir voru háðar ódýru gasi og olíu frá Rússlandi - sem var breytilegt - þeim mun meira brennur nú stórhækkað orkuverð á þeim í formi verðbólgu. Þessi vandi er að miklu leyti ekki til staðar hér, og er þar með ekki verðbólguvaldur hér, því vatnsaflsraforkan okkar og heitt vatn hefur ekki hækkað við stríðið. Ég vil nú rifja upp helztu staðreyndirnar og rökin, sem ég tel vera fyrir fullri ESB-aðild okkar og upptöku Evru. Allavega tel ég, að við ættum að ljúka samningagerð um aðild, og taka svo, og þá fyrst, afstöðu til þess, hvort við teljum það henta okkur að ganga í sambandið, eða ekki: Í gegnum EES- og Schengen-samningana erum við nú þegar 80-90% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Ekkert aðildarríki hefur nema einn kommissar. Eins og öll aðildarríkin, lítil og stór, fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörðunum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og vakað yfir og tryggt okkar eigin hagsmuni. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum og afla, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst að tryggja sinn landbúnað, vegna „norrænnar legu“. Með Evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu-vöxtum. Heildarvaxtasparnaður lántakenda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (þegar ég skoðaði þetta síðast, var heildarskuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, og gaf Alþjóðabankinn þá upp, að vextir hér væru 4-6% yfir vöxtum í Evrulöndum). Vextir á teknum lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi; menn myndu vita og þekkja sínar skuldbindingar og greiðslubyrði. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða sínar íbúðir 3-4 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur Evru-landa borga þær 1,5 sinnum. Erlendar smásölukeðjur- og bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustugjöld. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleitanir, förum við ekki inn. Það væri fróðlegt að vita, hvað hálfnafni minn telur um þessi 12-13 atriði. Hann er vinsamlegast beðinn, að taka afstöðu til þeirra, hvers og eins, útúrsnúningalaust. Hann er líka beðinn að skýra frá því, hverju hann teldi, að við hefðum að tapa með því að ljúka aðildarsamningum við ESB, án skuldbindinga, en þannig sæjum við, hvað kjör, kostir og skilyrði okkur byðust. Loks skal vitnað í hagfræðiprófessorinn sænska, Lars Jonung, einn fremsta fræðimann Evrópu í gengisstefnumálum, en hann var fyrir nokkru fenginn til að vinna álitsgerð um gjaldmiðlamál fyrir Ísland: „Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi, en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin“. Þarna bar hagfræðingurinn saman krónu og Evru fyrir Ísland. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og telur sig eiginlega Sauðkræking. Það sama gildir um Óla Björn Kárason, alþingismann D með meiru. Punkturinn er, að það er gott fólk á Króknum, og flestir Sauðkrækingar vel að sér og fínir, en ekki allir gallalausir. Á það auðvitað við um undirritaðan, en, þó, líka og öllu fremur, Óla Björn, alla vega í úttekt og mati á ESB og Evru fyrir Ísland. Óli Björn skrifar grein um ESB og Evru í Morgunblaðið 8. marz. Hann virðist telja, að úttektin og matið á því, hvort Íslendingar eigi að ganga að fullu í ESB og taka upp Evru, skuli byggjast á því, hvernig gengur með fulla ESB-aðild og Evru í öðrum löndum. Þetta er grundvallar misskilningur hálfnafna míns, eða hugsunarskekkja. Slík úttekt og mat verður fyrst og fremst að byggjast á því, hvernig Íslandi vegnar, annars vegar, utan ESB með krónu, og, hins vegar, hvers vænta mætti, ef við værum með fulla ESB-aðild og Evru; Ísland utan ESB og með krónu á móti Íslandi í ESB með Evru hlýtur að vera samanburðurinn. Þróun og staða í öðrum löndum, í ESB eða utan, með eða án Evru, skipta hér engu höfuðmáli, því öll eru þessi lönd ólík, bæði fólk og fólksfjöldi, bakgrunnur, landafræði og saga, auðlindir, veðurfar, atvinnuvegir og aðrar aðstæður. Það er því í bezta falli ofureinföldun að lista upp gjörólík lönd, þó öll séu í Evrópu, og flokka gæði viðskiptasamninga þeirra og gjaldmiðila eftir verðbólgu eða matarverði. Slíkar myndir eru miklu fjölþættari og flóknari en svo, að slíkur mælikvarði eigi við. Rétt er líka að árétta hér, að megin orsök verðbólgu á meginlandi Evrópu er stórhækkað orkuverð, margföldun þess, í kjölfari Úkraínustríðsins. Eftir því, sem einstakar þjóðir voru háðar ódýru gasi og olíu frá Rússlandi - sem var breytilegt - þeim mun meira brennur nú stórhækkað orkuverð á þeim í formi verðbólgu. Þessi vandi er að miklu leyti ekki til staðar hér, og er þar með ekki verðbólguvaldur hér, því vatnsaflsraforkan okkar og heitt vatn hefur ekki hækkað við stríðið. Ég vil nú rifja upp helztu staðreyndirnar og rökin, sem ég tel vera fyrir fullri ESB-aðild okkar og upptöku Evru. Allavega tel ég, að við ættum að ljúka samningagerð um aðild, og taka svo, og þá fyrst, afstöðu til þess, hvort við teljum það henta okkur að ganga í sambandið, eða ekki: Í gegnum EES- og Schengen-samningana erum við nú þegar 80-90% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Ekkert aðildarríki hefur nema einn kommissar. Eins og öll aðildarríkin, lítil og stór, fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörðunum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og vakað yfir og tryggt okkar eigin hagsmuni. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum og afla, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst að tryggja sinn landbúnað, vegna „norrænnar legu“. Með Evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu-vöxtum. Heildarvaxtasparnaður lántakenda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (þegar ég skoðaði þetta síðast, var heildarskuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, og gaf Alþjóðabankinn þá upp, að vextir hér væru 4-6% yfir vöxtum í Evrulöndum). Vextir á teknum lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi; menn myndu vita og þekkja sínar skuldbindingar og greiðslubyrði. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða sínar íbúðir 3-4 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur Evru-landa borga þær 1,5 sinnum. Erlendar smásölukeðjur- og bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustugjöld. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleitanir, förum við ekki inn. Það væri fróðlegt að vita, hvað hálfnafni minn telur um þessi 12-13 atriði. Hann er vinsamlegast beðinn, að taka afstöðu til þeirra, hvers og eins, útúrsnúningalaust. Hann er líka beðinn að skýra frá því, hverju hann teldi, að við hefðum að tapa með því að ljúka aðildarsamningum við ESB, án skuldbindinga, en þannig sæjum við, hvað kjör, kostir og skilyrði okkur byðust. Loks skal vitnað í hagfræðiprófessorinn sænska, Lars Jonung, einn fremsta fræðimann Evrópu í gengisstefnumálum, en hann var fyrir nokkru fenginn til að vinna álitsgerð um gjaldmiðlamál fyrir Ísland: „Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi, en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin“. Þarna bar hagfræðingurinn saman krónu og Evru fyrir Ísland. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun