Misskilningur Sauðkrækings Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. mars 2023 10:01 Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og telur sig eiginlega Sauðkræking. Það sama gildir um Óla Björn Kárason, alþingismann D með meiru. Punkturinn er, að það er gott fólk á Króknum, og flestir Sauðkrækingar vel að sér og fínir, en ekki allir gallalausir. Á það auðvitað við um undirritaðan, en, þó, líka og öllu fremur, Óla Björn, alla vega í úttekt og mati á ESB og Evru fyrir Ísland. Óli Björn skrifar grein um ESB og Evru í Morgunblaðið 8. marz. Hann virðist telja, að úttektin og matið á því, hvort Íslendingar eigi að ganga að fullu í ESB og taka upp Evru, skuli byggjast á því, hvernig gengur með fulla ESB-aðild og Evru í öðrum löndum. Þetta er grundvallar misskilningur hálfnafna míns, eða hugsunarskekkja. Slík úttekt og mat verður fyrst og fremst að byggjast á því, hvernig Íslandi vegnar, annars vegar, utan ESB með krónu, og, hins vegar, hvers vænta mætti, ef við værum með fulla ESB-aðild og Evru; Ísland utan ESB og með krónu á móti Íslandi í ESB með Evru hlýtur að vera samanburðurinn. Þróun og staða í öðrum löndum, í ESB eða utan, með eða án Evru, skipta hér engu höfuðmáli, því öll eru þessi lönd ólík, bæði fólk og fólksfjöldi, bakgrunnur, landafræði og saga, auðlindir, veðurfar, atvinnuvegir og aðrar aðstæður. Það er því í bezta falli ofureinföldun að lista upp gjörólík lönd, þó öll séu í Evrópu, og flokka gæði viðskiptasamninga þeirra og gjaldmiðila eftir verðbólgu eða matarverði. Slíkar myndir eru miklu fjölþættari og flóknari en svo, að slíkur mælikvarði eigi við. Rétt er líka að árétta hér, að megin orsök verðbólgu á meginlandi Evrópu er stórhækkað orkuverð, margföldun þess, í kjölfari Úkraínustríðsins. Eftir því, sem einstakar þjóðir voru háðar ódýru gasi og olíu frá Rússlandi - sem var breytilegt - þeim mun meira brennur nú stórhækkað orkuverð á þeim í formi verðbólgu. Þessi vandi er að miklu leyti ekki til staðar hér, og er þar með ekki verðbólguvaldur hér, því vatnsaflsraforkan okkar og heitt vatn hefur ekki hækkað við stríðið. Ég vil nú rifja upp helztu staðreyndirnar og rökin, sem ég tel vera fyrir fullri ESB-aðild okkar og upptöku Evru. Allavega tel ég, að við ættum að ljúka samningagerð um aðild, og taka svo, og þá fyrst, afstöðu til þess, hvort við teljum það henta okkur að ganga í sambandið, eða ekki: Í gegnum EES- og Schengen-samningana erum við nú þegar 80-90% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Ekkert aðildarríki hefur nema einn kommissar. Eins og öll aðildarríkin, lítil og stór, fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörðunum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og vakað yfir og tryggt okkar eigin hagsmuni. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum og afla, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst að tryggja sinn landbúnað, vegna „norrænnar legu“. Með Evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu-vöxtum. Heildarvaxtasparnaður lántakenda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (þegar ég skoðaði þetta síðast, var heildarskuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, og gaf Alþjóðabankinn þá upp, að vextir hér væru 4-6% yfir vöxtum í Evrulöndum). Vextir á teknum lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi; menn myndu vita og þekkja sínar skuldbindingar og greiðslubyrði. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða sínar íbúðir 3-4 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur Evru-landa borga þær 1,5 sinnum. Erlendar smásölukeðjur- og bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustugjöld. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleitanir, förum við ekki inn. Það væri fróðlegt að vita, hvað hálfnafni minn telur um þessi 12-13 atriði. Hann er vinsamlegast beðinn, að taka afstöðu til þeirra, hvers og eins, útúrsnúningalaust. Hann er líka beðinn að skýra frá því, hverju hann teldi, að við hefðum að tapa með því að ljúka aðildarsamningum við ESB, án skuldbindinga, en þannig sæjum við, hvað kjör, kostir og skilyrði okkur byðust. Loks skal vitnað í hagfræðiprófessorinn sænska, Lars Jonung, einn fremsta fræðimann Evrópu í gengisstefnumálum, en hann var fyrir nokkru fenginn til að vinna álitsgerð um gjaldmiðlamál fyrir Ísland: „Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi, en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin“. Þarna bar hagfræðingurinn saman krónu og Evru fyrir Ísland. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og telur sig eiginlega Sauðkræking. Það sama gildir um Óla Björn Kárason, alþingismann D með meiru. Punkturinn er, að það er gott fólk á Króknum, og flestir Sauðkrækingar vel að sér og fínir, en ekki allir gallalausir. Á það auðvitað við um undirritaðan, en, þó, líka og öllu fremur, Óla Björn, alla vega í úttekt og mati á ESB og Evru fyrir Ísland. Óli Björn skrifar grein um ESB og Evru í Morgunblaðið 8. marz. Hann virðist telja, að úttektin og matið á því, hvort Íslendingar eigi að ganga að fullu í ESB og taka upp Evru, skuli byggjast á því, hvernig gengur með fulla ESB-aðild og Evru í öðrum löndum. Þetta er grundvallar misskilningur hálfnafna míns, eða hugsunarskekkja. Slík úttekt og mat verður fyrst og fremst að byggjast á því, hvernig Íslandi vegnar, annars vegar, utan ESB með krónu, og, hins vegar, hvers vænta mætti, ef við værum með fulla ESB-aðild og Evru; Ísland utan ESB og með krónu á móti Íslandi í ESB með Evru hlýtur að vera samanburðurinn. Þróun og staða í öðrum löndum, í ESB eða utan, með eða án Evru, skipta hér engu höfuðmáli, því öll eru þessi lönd ólík, bæði fólk og fólksfjöldi, bakgrunnur, landafræði og saga, auðlindir, veðurfar, atvinnuvegir og aðrar aðstæður. Það er því í bezta falli ofureinföldun að lista upp gjörólík lönd, þó öll séu í Evrópu, og flokka gæði viðskiptasamninga þeirra og gjaldmiðila eftir verðbólgu eða matarverði. Slíkar myndir eru miklu fjölþættari og flóknari en svo, að slíkur mælikvarði eigi við. Rétt er líka að árétta hér, að megin orsök verðbólgu á meginlandi Evrópu er stórhækkað orkuverð, margföldun þess, í kjölfari Úkraínustríðsins. Eftir því, sem einstakar þjóðir voru háðar ódýru gasi og olíu frá Rússlandi - sem var breytilegt - þeim mun meira brennur nú stórhækkað orkuverð á þeim í formi verðbólgu. Þessi vandi er að miklu leyti ekki til staðar hér, og er þar með ekki verðbólguvaldur hér, því vatnsaflsraforkan okkar og heitt vatn hefur ekki hækkað við stríðið. Ég vil nú rifja upp helztu staðreyndirnar og rökin, sem ég tel vera fyrir fullri ESB-aðild okkar og upptöku Evru. Allavega tel ég, að við ættum að ljúka samningagerð um aðild, og taka svo, og þá fyrst, afstöðu til þess, hvort við teljum það henta okkur að ganga í sambandið, eða ekki: Í gegnum EES- og Schengen-samningana erum við nú þegar 80-90% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Ekkert aðildarríki hefur nema einn kommissar. Eins og öll aðildarríkin, lítil og stór, fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörðunum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og vakað yfir og tryggt okkar eigin hagsmuni. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum og afla, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst að tryggja sinn landbúnað, vegna „norrænnar legu“. Með Evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu-vöxtum. Heildarvaxtasparnaður lántakenda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (þegar ég skoðaði þetta síðast, var heildarskuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, og gaf Alþjóðabankinn þá upp, að vextir hér væru 4-6% yfir vöxtum í Evrulöndum). Vextir á teknum lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi; menn myndu vita og þekkja sínar skuldbindingar og greiðslubyrði. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða sínar íbúðir 3-4 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur Evru-landa borga þær 1,5 sinnum. Erlendar smásölukeðjur- og bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustugjöld. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleitanir, förum við ekki inn. Það væri fróðlegt að vita, hvað hálfnafni minn telur um þessi 12-13 atriði. Hann er vinsamlegast beðinn, að taka afstöðu til þeirra, hvers og eins, útúrsnúningalaust. Hann er líka beðinn að skýra frá því, hverju hann teldi, að við hefðum að tapa með því að ljúka aðildarsamningum við ESB, án skuldbindinga, en þannig sæjum við, hvað kjör, kostir og skilyrði okkur byðust. Loks skal vitnað í hagfræðiprófessorinn sænska, Lars Jonung, einn fremsta fræðimann Evrópu í gengisstefnumálum, en hann var fyrir nokkru fenginn til að vinna álitsgerð um gjaldmiðlamál fyrir Ísland: „Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi, en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin“. Þarna bar hagfræðingurinn saman krónu og Evru fyrir Ísland. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun