Aðgerðum lokið í Straumsvík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. mars 2023 11:17 Sinubruninn náði yfir víðfeðmt svæði. egill aðalsteinsson Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu. Mikill sinubruni kviknaði í Straumsvík upp úr hádegi í fyrradag og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Bruninn var gríðarlega umfangsmikill og áætlað að tugir ef ekki hundrað hektarar hafi verið undir og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Vonast eftir snjókomu Sex slökkviliðsmenn stóðu vaktina í gær en aðgerðum lauk í gærkvöld að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er engan eld að sjá þarna eins og er, en við fylgjumst vel með svæðinu þar sem glóð getur leynst lengi í mosanum. Þannig þetta er enn á okkar könnu og við fylgjumst vel með í dag. Svo vonum við að það snjói í kvöld.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil á landinu þar sem jarðvegur er þurr og viðkvæmur. „Þetta eru hættulegar aðstæður þar sem allur gróður er mjög þurr. Það eru því eindregin tilmæli frá okkur að fólk sé ekki með opinn eld utandyra þegar aðstæður eru svona. Hlutirnir geta gerst hratt ef ekki er farið varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í fyrradag að allir sem kæmu að málinu væru miður sín. Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Mikill sinubruni kviknaði í Straumsvík upp úr hádegi í fyrradag og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Bruninn var gríðarlega umfangsmikill og áætlað að tugir ef ekki hundrað hektarar hafi verið undir og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Vonast eftir snjókomu Sex slökkviliðsmenn stóðu vaktina í gær en aðgerðum lauk í gærkvöld að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er engan eld að sjá þarna eins og er, en við fylgjumst vel með svæðinu þar sem glóð getur leynst lengi í mosanum. Þannig þetta er enn á okkar könnu og við fylgjumst vel með í dag. Svo vonum við að það snjói í kvöld.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil á landinu þar sem jarðvegur er þurr og viðkvæmur. „Þetta eru hættulegar aðstæður þar sem allur gróður er mjög þurr. Það eru því eindregin tilmæli frá okkur að fólk sé ekki með opinn eld utandyra þegar aðstæður eru svona. Hlutirnir geta gerst hratt ef ekki er farið varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í fyrradag að allir sem kæmu að málinu væru miður sín.
Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira