Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2023 07:00 Þann 2.desember árið 2020 missti Rúna Didriksen manninn sinn, Ásmund Jóhannsson byggingafræðing og trésmíðameistara. Þremur árum og þremur mánuðum fyrr hafði hann fengið heilablóðfall og lamast vinstra megin. Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987 og segir ekkert verra en að missa barn. Þá hafi hún hins vegar haft eiginmann til að gráta með, en þegar hann lést var hún ein. Vísir/Vilhelm „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. Eiginmaður Rúnu var Ásmundur Jóhannsson byggingafræðingur og trésmíðameistari. Ásmundur fæddist þann 17.apríl árið 1941 og lést þann 2.desember árið 2020. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um fráfall maka og þann feril sem fólk fer í gegnum þegar maki veikist alvarlega og allt lífið breytist á svipstundu. Ástin og gleðin Rúna er fædd árið 1950 og var því níu árum yngri en Ásmundur, sem alltaf var kallaður Ási. Rúna og Ási byrjuðum saman haustið 1976 og giftust árið 1978. Þau áttu bæði börn úr fyrri samböndum; Rúna tvö börn (Hanna Kristín f. 1968, Ingvar f. árið 1970, l.1987) og Ási þrjú börn (Jóhann f.1961, Eva f.1964, Sif f.1972). Saman eignuðust þau tvær dætur (Dagmar f. 1980, Ragnheiður f.1989). Lengst af bjuggu Rúna og Ási í Laugarneshverfinu. Fluttu reyndar um tíma í Grafarvoginn þar sem þau byggðu hús, en fluttu þaðan aftur í gamla hverfið og bjuggu þar í sautján ár til viðbótar. „Ási var ofsalega stabíll maður og hægur. Það þekktu allir sem kynntust honum, bæði vegna vinnu eða innan vinahópa og fjölskyldna. Ási naut mikilla virðingar og var maður málamynda. Það voru lítil læti í kringum hann,“ segir Rúna. Síðustu árin áður en Ási veiktist starfaði hann sem einyrki en áður hafði hann rekið teiknistofuna ARKO með félögum sínum Jóni Kaldal sem nú er látinn og Jóni Róberti Karlssyni sem veiktist en Rúna segir þá félaga oft hafa verið kallaða hin „heilaga þrenning“ þegar þeir ráku fyrirtækið saman. „Við innréttuðum herbergi heima þar sem Ási sat við tölvurnar og teiknaði. Hann var líka afinn sem sótti á leikskólann og skutlaði og passaði. Í ofanálag var hann frábær kokkur sem mér fannst auðvitað ljómandi gott því þegar að ég kom heim beið mín alltaf góður matur. Það var ekki óalgengt að krakkarnir kæmu í mat til okkar þegar Ási var, enda fannst honum lítið mál að elda fyrir marga og var góður vert. Á föstudögum dekkuðum við oft upp borð, kveiktum kertaljós og höfðum það huggulegt yfir góðum mat.“ Það er almennt stutt í hláturinn hjá Rúnu þegar hún talar og ekki laust við að glampinn sjáist í augunum þegar hún rifjar upp góða tíma með Ása. Til dæmis ferðalögin sem þau fóru saman og voru oftar en ekki ákveðin þannig að Rúna hreinlega tilkynnti Ása að nú væru þau að fara í einhverja ferð. „Því annars hefði hann aldrei tekið sér frí.“ Þá voru þær ófáar sumarbústaðarferðir með vinahjónum, tónleikar og hlustun á jazz því sonur Ása er einn af meðlimum hljómsveitarinnar Mezzoforte. Og ekki má gleyma að nefna Kótilettuklúbbinn sem Ási var í. „Þar voru reyndar bara karlar. Við konurnar vorum aldrei með á þeim kvöldum,“ segir Rúna og hlær. Hún segir Ása hafa verið mjög duglegan til vinnu og ósérhlífinn. Hann hafi starfað við að teikna hús, verið maðurinn í fjölskyldunni sem kallaður var til þegar eitthvað var í smíði eða fasteignakaupum og eins kenndi hann tækniteiknun í Iðnskólanum (síðar Tækniskólinn) allt fram til um sjötugt, eða í um fjörtíu ár. „Ég sagði stundum í stuttum ræðum að ég talaði, hann hlustaði. Hann aflaði, ég eyddi,“ segir Rúna og skellir upp úr. Sérstaklega minnist hún á góða ferð sem þau hjónin fóru í til Amalfí árið 2017 þar sem þau nutu lífsins lystisemda um páska. Þessi ferð verður aftur nefnd síðar í þessari sögu. Fv: Að hlusta á jazz á Jómfrúnni með Gunnari vini sínum, selfie mynd með dætrunum í ræktinni og Ási og Rúna á góðri stundu. Eitt af því sem einkenndi Ása áður en hann varð veikur var að honum varð vart misdægurt. Þegar lífið breyttist á svipstundu Þegar Ási veikist voru þau hjónin nýkomin heim frá Færeyjum þaðan sem Rúna er ættuð. „Við komum heim á þriðjudegi og á föstudagskvöldinu sátum við saman í notalegheitunum og vorum að velta fyrir okkur 40 ára afmæli Mezzoforte. Því þegar hljómsveitin var þrítug vorum við með gott partí heima bæði fyrir og eftir og vorum svona að velta fyrir okkur hvort við ættum að gera eitthvað þegar þeir yrðu fertugir um miðjan september,“ segir Rúna og bætir við: „Ég fór síðan að sofa en Ási ætlaði að sitja aðeins lengur og hlusta á smá jazz.“ Þetta var þann 28.ágúst árið 2017. „Um hálfátta um morguninn eftir vakna ég og fer á klósettið en sé þegar að ég kem til baka að Ási liggur á gólfinu við hliðina á rúminu. Ási var stór maður. Um 193 til 194 sm á hæð og ljóst að ég var ekki að fara að hagga honum neitt. Það hrygldi í honum og ég áttaði mig strax á því að það var eitthvað alvarlegt í gangi. Svo skringilega sem það hljómar er það samt ekki rökhugsunin sem kemur fyrst þegar manni bregður svona mikið. Ég byrjaði til dæmis á því að hugsa að það væri of snemmt að hringja í fólk en áttaði mig síðan auðvitað á því að ég ætti að hringja í 112.“ Viðbragðsaðilarnir komu á núlleinni og fóru með Ása í Fossvoginn á gamla Borgarspítalann. „Einn viðbragðsaðilanna tók þétt um axlirnar á mér og sagði rólega við mig: Við sjáum um þetta, hringdu nú í einhvern sem þú þarft að láta vita. Sem ég gerði og hringdi í dæturnar. Við brunuðum öll niður í Fossvog og þótt fólk væri að taka vel á móti okkur og hvetja fann ég ótrúlega vonda tilfinningu inn í mér.“ Í ljós kom að Ási hafði fengið heilablóðfall með þeim afleiðingum að hann lamaðist vinstra megin. Þá fékk hann gaumstol sem þýðir að öll hæfni hans til að teikna eða vinna var horfin og hann gaf engu gaum sem var vinstra megin. ,,Þetta þýðir að fólk kannski borðar bara það sem er hægra megin á diskinum eða les bara það sem er hægra megin á blaðsíðunni. Vinstri hlutinn eins og dettur út. Við unnum samt alltaf með öllu því jákvæða sem var því Ási missti ekki málið og þótt hann væri lamaður, gat hann setið í hjólastól og gat tjáð sig. Það var mikill plús.“ Heilablóðfall Ása gekk ekki til baka og endaði Ási með því að vera á spítalanum í þrjá mánuði. Þá tók við endurhæfing á Grensás og segir Rúna að þar hafi Ása liðið mjög vel, starfsfólkið hreinlega verið frábært og þjálfunin góð sem hann fékk. „Ég var þarna öllum stundum og gleymi því aldrei þegar ég kom eitt sinn og sá manninn minn standandi. Auðvitað með stuðningi en samt. Hann var standandi! Ég var svo ánægð að ég fór að hágráta,“ segir Rúna. En hvernig leið þér sem maka að vera að upplifa það að maðurinn þinn væri orðinn svona veikur og myndi jafnvel ekki ná sér aftur? Ég var í rauninni að læra það í fyrsta sinn að vera ein. Því ég fór að eignast börn 18 ára og þótt ég hafi verið fráskilin um tíma var ég einstæð móðir með börn og því ekki ein. Ég man að dæturnar voru alltaf að spyrja mig hvort ég vildi gista hjá þeim eða að þær myndu gista hjá mér en ég vildi frekar koma mér sem fyrst í rútínu, vinna og búa heima og hélt líka í þá von að Ási kæmi heim. Því þótt það væri útséð nokkuð snemma að Ási myndi ekki halda áfram að vinna og svona þá fannst mér það ekki svo mikilvægt. Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim.“ Í veikindum lagði fjölskyldan áherslu á að eiga góðar stundir með Ása eins og hægt var, þótt það kostaði oft að bera hann á milli í hjólastól og fleira. Í sveitarfélögum í kringum Reykjavík fá flestir í sömu stöðu akstur greiddan en þrívegis fékk Rúna neitun frá borginni um þá aðstoð. Efri fv.: Ási með syni sínum Jóa, með tengdasonunum Áslaugi og Geir, með afabarn í fanginu og viðraður af Dagmar tengdamömmu. Enn stærra áfall Á meðan Ási var á Grensás reyndu þau hvað þau gátu að fara með hann heim eða annað þegar tilefni var til. „Á spítalanum og á Grensás voru auðvitað lyftur til að lyfta Ása upp í rúm, úr rúminu, í bað og svo framvegis, enda stór maður. En við gerðum ekkert minna því strákarnir, sonurinn og tengdasynir, hreinlega báru hann saman upp og niður þegar Ási kom heim, lyftu honum til að komast inn í bíl og allt saman,“ segir Rúna og finnst greinilega mikið til koma. En raunveruleikinn átti eftir að verða kaldari. „Við vorum boðuð á fjölskyldufund með lækni, sjúkraþjálfaranum og fleirum en Ási sat ekki þennan fund. Þar er því blákalt slengt fram að Ási muni aldrei koma heim,“ segir Rúna og tárin renna niður kinnar: „Þetta var rosalegt sjokk. Ég grét og grét og stelpurnar vildu ekki trúa þessu. Mér fannst líka hræðileg tilhugsun að þurfa að segja honum þetta. Að segja manninum mínum að hann myndi aldrei koma heim aftur.“ Hvernig brást Ási sjálfur við? „Það er svo merkilegt með Ása hvað hann sjálfur var sterkur. Hann tók öllu með svo miklu æðruleysi. En svona stundum fylgja ýmsar erfiðar ákvarðanir. Við þurftum til dæmis að skrifa undir pappíra um hvort lífi hans yrði framlengt ef sú aðstaða kæmi upp að það væri matsatriði og svo framvegis. Þetta var allt svo óraunverulegt og ég myndi líkja því hvernig manni leið við að allar tilfinningar væru hreinlega settar saman í einn blender. Því það sem tók við kallaði hreinlega á alls konar tilfinningar og líðan,“ segir Rúna og bætir við: Það var ekki fyrr en löngu síðar sem Ási brotnaði niður. Það gerði hann í eitt skipti á þessum þremur árum og þremur mánuðum sem þessi veikindi tóku áður en hann féll frá. Þegar að þessari stundu kom hágrét hann og þótt það hafi verið erfið stund fann ég til ákveðins léttis því auðvitað þurftu þær tilfinningar að komast út hjá honum líka á einhverjum tímapunkti.“ Rúna segir líka margt í svona veikindum kalla á svo miklar breytingar varðandi ýmislegt persónulegt sem sumt fólk áttar sig kannski ekki á. „Ási var maður sem varð varla misdægurt. Allt í einu er hann lamaður og þarf aðstoð við allt. Að láta skeina sér, að baða sig og þvo. Maður sem í gegnum árin hafði alltaf stokkið í sturtu á morgnana eða að við fórum í sund var núna settur í bað með lyftu einu sinni í viku en þess á milli þvegið af ókunnugu fólki. En þetta eru allt atriði sem geta fylgt svona veikindum og eru liður í þeim tilfinningarússibana sem fylgja veikindunum og þeim breytingum sem verða. Þetta eru mjög mikil viðbrigði og mjög persónuleg.“ Þegar staðan er orðin svona segir Rúna að ósjálfrátt fari maður að taka bara einn dag fyrir í einu. „Við horfðum líka alltaf á það jákvæða. Til dæmis það að hann gæti talað og tjáð sig sem er alls ekki tilfellið hjá öllum eftir heilablóðfall. Og reyndum að gera alla hluti sem veittu honum gleði þótt það væri vesen að komast á milli og dýrt að taka leigubíla og svo framvegis. Okkur fannst hann líka svo heppinn að vera á Grensás og sóttum um á Hrafnistu við Brúnás þar sem mamma var með íbúð líka og ég sá fyrir mér að sækja bara um íbúð líka þannig að við yrðum öll nálægt hvort öðru,“ segir Rúna og bætir við: „En einn morguninn er hringt og mér tilkynnt að í hádeginu eigi að flytja Ása á Vífilstaði. Ég fékk taugaáfall því á Vífilstaði vissi ég að hann vildi ekki fara. Ég rauk af stað og grátbað um að hann yrði ekki fluttur þangað. Að vera tilkynnt þetta með engum fyrirvara var algjört sjokk og sjálfur sagði Ási við mig þegar að ég kom ,,Það er verið að henda mér út héðan.“ Rúna segir þessa stund hafa verið ömurlega erfiða og leiðinlegt að Ási gat ekki einu sinni kvatt starfsfólkið sem hafði reynst honum svona vel. Þá var líka vitað að á Vífilstöðum yrði mjög lítil þjálfun sem þýddi að mjög hratt myndi hann missa niður þann árangur sem hann hafði þó náð með enduræfingunni á Grensás. „Þess skal þó getið að á Vífilstöðum leið honum mjög vel. Fyrst var hann í þriggja manna stofu en fljótlega í eins manns stofu og þá keyptum við sjónvarp inn í herbergi og gerðum það svolítið huggulegt.“ Eflaust geta margir samsvarað sig við sögu Rúnu og Ása en Rúna hvetur fólk til að nota tímann vel þegar staðan er orðin sú að maki er alvarlega veikur, halda í vonina og trúnna, vera upplýst um fjárhaginn og tala um fleira en aðeins veikindin eða svartnætti. Stórt tóm tók við eftir að Ási lést en smátt og smátt segist Rúna hafa áttað sig á því að hún ætti eftir að gera marga skemmtilega hluti þótt þeir væru ekki með Ása eins og hún hélt alltaf að yrði.Vísir/Vilhelm Flutningar og fjárhagur Næsta skref var að Ási flutti á hjúkrunarheimilið Hrafnistu við Brúnaveg en allt frá því á Landspítalanum hafði fjölskyldan reynt að aðstoða Ása við að gera eitthvað vinnutengt í tölvunum sínum, sem fluttar voru til hans á milli staða. „Hann átti auðvitað erfitt með það allt saman því þessi hæfni hreinlega fór. Það er hins vegar á Hrafnistu sem hann endanlega gerir sér grein fyrir því að hann muni ekki geta gert neitt aftur af því sem hann áður gat gert í tölvunum og hafði svo gaman af. Mér hefur alltaf fundist hafa slokknað svolítið á lífslöngun Ása þegar að þeirri stundu kom að hann áttaði sig á því.“ Við Brúnaveg eru einnig leiguíbúðir í eigu leigufélags þótt þær tengist ekki hjúkrunarheimilinu. En þar er innangengt. Í einni slíkri íbúð bjó móðir Rúnu, Dagmar sem nú er látin. „Ég sótti um íbúð þarna en komst ekki að alveg strax. En mamma var þarna og bauð okkur oft í mat. Hún var líka dugleg að viðra tengdasoninn eins og við sögðum alltaf, fór og sótti hann í hjólastólinn og fór með hann út þótt sjálf væri hún svo lítil að það varla sást í hana á bakvið Ása og stólinn,“ segir Rúna og hlær að minningunni. „Á meðan Ási var á Hrafnistu áttum margar notalegar stundir. Oft eldaði ég eða keypti góðan mat sem við borðuðum saman inni í herberginu hans og má segja að þau kvöld hafi komið í stað kósýkvöldanna heima og á þessum kvöldum fékk Ási sér kannski bjór eða léttvínsglas. Seinna meir hvarf þetta meira í veikindunum því lystin smátt og smátt fór, hvort sem það var í mat eða drykk.“ Það sem fylgir hins vegar svona miklum breytingum er ýmislegt sem varðar fjárhag og innkomu. „Íbúðin okkar var gullfalleg og stór. En ég áttaði mig snemma á því að ég myndi ekkert sjálf ná að standa undir þessu öllu saman. Allt í einu var innkoman frá Ása horfin. Um tíma leigði ég út herbergi í Airbnb og lét morgunmat vera innifalinn, fékk frábærar umsagnir og það var hreint út sagt brjálað að gera. Ég fékk gesti frá öllum heims hornum, kynntist mörgum og fannst þetta gaman. En áttaði mig samt á því eftir nokkra mánuði að þetta væri ekki eitthvað sem ég myndi halda út mjög lengi. Því fór það svo að ég seldi íbúðina og bjó í lítilli leiguíbúð á meðan ég beið eftir íbúð fyrir sjálfan mig á Brúnavegi.“ Loks náði Rúna að flytja þangað og þá voru hægari heimatökin að hitta Ása því frá leiguíbúðinni var innangengt inn á hjúkrunarheimili. Það gekk allt út á að reyna að vera sem mest með honum og ég er sjálf rosalega ánægð með að hafa tekið þá stefnu að vera með Ása eins mikið og ég gat. Margir á þessum tíma voru samt að segja við mig „Þú verður samt að muna eftir sjálfri þér,“ en satt best að segja skildi ég ekkert alveg hvað fólk var að meina. Hverju átti ég að muna eftir? Hvað átti ég að gera?“ Hún viðurkennir að breytingarnar sem fylgdu heimahögum, fjárhag og fleiru eru líka viðbrigði sem erfitt getur verið fyrir maka að takast snögglega á við. En verst var að þurfa að berjast við kerfið. „Á Hrafnistu var fólk sem fékk akstur á vegum sveitarfélagsins. Enda kostaði það okkur alltaf um 10-12 þúsund krónur í hvert sinn sem við fórum með Ása heim til barnanna eða annað sem við vildum þó gera. Ási fór til dæmis í nokkrar jarðafarir á þessum tíma. Þær kostuðu uppundir 20 þúsund krónur í akstur hver því þá þurfti að keyra í kirkjuna, síðan þaðan í erfðadrykkjuna og þaðan heim. Ég sótti um að fá aksturinn fyrir Ása enda lögfræðingur sem benti mér á að það væri mismunun að hann fengi hann ekki, þegar aðrir í sambærilegri stöðu voru að fá akstur,“ segir Rúna og bætir við: „En allt kom fyrir ekki. Vikum og mánuðum saman var ég að berjast við kerfið, skrifaði öllum bréf, fór á fundi, hringdi út um allt en það virtist hvergi neinn meðbyr. Ég fór meira að segja í viðtal á RÚV eftir að hafa birt Facebookstöðufærslu og fékk staðfestingar frá öllum sveitarfélögunum í kringum Reykjavík að alls staðar fengi fólk í þessari stöðu akstur á vegum sveitarfélagsins. En þrívegis fékk ég neitun á þeim forsendum að Ási væri á hjúkrunarheimili.“ Rúna segist enn í dag ekki skilja hvernig kerfið gat lokað svona fyrir þessa þjónustu fyrir Ása. „Þegar fólk fer á hjúkrunarheimili skiptir það ekki um lögheimili. Þannig að þau rök stóðust ekki. Mér fannst líka svo ömurlegt að á sama tíma og okkar áhersla var að gera hvað við gátum sem gat glatt Ása og leyft okkur að njóta góðra stunda saman væri gert okkur svona erfitt fyrir vegna kostnaðar. Að fara heim til krakkana á tónleika eða annað. Oft var það reyndar þannig að Ási gat ekkert verið lengi og það var þá líka bara allt í lagi. En þetta voru stundir sem glöddu fyrir utan það að sumt sat hann lengi. Ég nefni til dæmis sýninguna Ellý í Borgarleikhúsinu sem hann horfði á alla. Það var ömurlegt að standa í þessari baráttu við kerfið þegar maður átti nóg með allt annað sem hafði breyst og orðið erfitt og við vorum að reyna að gera hvað við gátum til að eiga þó góðar samveru og gleðistundir eins og hægt var.“ Haustið 2019 skellti Rúna sér síðan í ógleymanlega ferð til Suður Afríku og segir að sú ferð hafi gert sér mjög gott. „Ég skal alveg viðurkenna að mér kveið fyrir því að segja Ása að ég yrði í burtu í 18 daga. En það var allt skipulagt út í ystu æsar og ég vissi að auðvitað yrði hann í góðum höndum barna og tengdabarna á meðan ég væri ekki heima. Og ég er fegin að hafa farið því þessi ferð gerði mér gott. Ég get svo sem alveg viðurkennt að stundum brotnaði ég niður í henni. Í eitt skipti var til dæmis verið að syngja í rútunni Ég er komin heim. Og þá hugsaði ég til Ása og þeirrar stöðu sem hann var í og hreinlega sat í rútunni og hágrét.“ Rúna og Ási byrjuðu saman árið 1976 og giftu sig árið 1978. Þau áttu bæði börn úr fyrri samböndum; Ási þrjú og Rúna tvö. Rúna sá alltaf fyrir sér að eyða lífinu með Ása: Þau ætluðu að ferðast, fara á matreiðslunámskeið á Ítalíu og margt fleira. Þá segir hún Ása hafa verið mikinn afa og góðan kokk, enda ekki óalgengt að krakkarnir kæmu í mat þegar Ási var og áður en hann veiktist. Síðustu metrarnir Enn eitt áfallið var síðan þegar Covid kom og reglur um sóttkví voru settar. „Ég satt best að segja trúði því ekki í fyrstu að mér yrði bannað að hitta Ása. Ég var til í að galla mig upp í hlífðargalla daglega ef þess þurfti. En mátti ekki fara, það var bara lokað og læst. Á Hrafnistu vann strákur í hlutastarfi sem vann líka á bar. Hann sagðist sjálfur ekkert skilja í því að hann mætti vinna á bar á kvöldin en mæta til vinnu á Hrafnistu daginn eftir. Á meðan ég, sem sat í minni íbúð og fór ekki neitt til að taka enga áhættu, mátti ekki fara í galla og heilsa upp á manninn minn. Þetta meikaði engan veginn sense.“ Aftur renna tárin niður kinnar og það er ljóst að þessi tími tók á. Sem betur fer var Ási á jarðhæð þannig að ég gat farið og staðið fyrir utan gluggann og séð hann þannig. En það var svo erfitt að mega ekki fara inn og hitta manninn minn, taka utan um hann, tala við hann og halda í hendina á honum. Þegar hann átti afmæli mættu krakkarnir og sungu fyrir utan gluggann hans en ég man að sjálfur skildi hann ekki hvers vegna ég mátti ekki koma inn til hans og faðma í tilefni dagsins.“ Við tók tímabil sem allir þekkja: Opnanir, lokanir, sprauta eitt, sprauta tvö. Þegar hér er komið gerum við smá hlé á viðtalinu og sitjum um tíma í þögn. Enda ljóst að það er erfitt tilfinningalega að rifja upp síðasta kaflann í sögunni. „Einn daginn er hringt í mig og mér tilkynnt að Ási hafi fengið blóðeitrun. Hann var fluttur á bráðamóttökuna og þaðan á gjörgæslu en sem betur fer náði hann að færast þaðan og yfir á deild. Staðan var tvísýn og þegar þarna var komið fékk ég spurninguna sem við höfðum þurft að ræða okkar í milli á Grensás á sínum tíma: Hvað ég myndi vilja gera ef hann færi í öndunarstopp. Ég sagði auðvitað sem væri að hvorki hann né ég vildum að honum yrði haldið á lífi ef sú staða kæmi upp. Um það höfðum við rætt okkar í milli,“ segir Rúna. Þegar Ási lést þann 2.desember var hann kominn aftur á Hrafnistu. „Börnin, tengdabörnin og aðrir vinir og vandamenn komu til að kveðja hann. Og ég er afskaplega þakklát því að það fengu barnabörnin líka að gera. Ég vildi að þau fengju tækifæri til að kveðja afa og sjá hann svona, en ekki bara í kistunni síðar. Enda var hann svo mikill afi,“ segir Rúna og bætir við: „Það er svo skrýtið að þegar kemur að þessu þá koma alls kyns minningar upp í hugann. Stuttu áður en þetta var hafði Ási til dæmis allt í einu sagt við mig uppúr þurru: Hvenær heldur þú að við förum aftur til Amalfí Rúna mín? Og ég svaraði: Bara strax og þú ert orðinn rólfær Ási minn. Sem ég held svei mér þá að ég hafi trúað að einhver von væri til, á því augnabliki sem ég svaraði honum. Sem auðvitað okkur var ekki ætlað að ná að gera saman og langt því frá. En svona getur vonin samt sagt til sín svo lengi.“ Rúna segir að eitt stærsta áfallið eftir að Ási fékk heilablóðfall hafi verið þegar fjölskyldunni var tilkynnt að Ási kæmi aldrei aftur heim. Sem hún hafði þá þegar haft vonir um svo lengi og fannst alltaf vera aðalatriðið. Ási lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu og segir Rúna þau hjónin hafa átt margar notalegar stundir þar. Stóra tómið og góðu ráðin Eflaust geta margir samsvarað sig við sögu Rúnu og Ása. Og víst er að margir munu upplifa svipaða eða sambærilega sögu. Því jú, fólk verður fyrir því að lífið breytist á svipstundu ef og þegar maki veikist alvarlega. Við biðjum Rúnu því um góð ráð: Hvað myndir þú vilja ráðleggja fólki sem lendir í sambærilegum aðstæðum? „Það fyrsta sem ég vill nefna er að nýta vel allar stundir. Leggja áherslu á að nýta tímann mjög vel því að maður veit aldrei. Njóta augnabliksins og njóta þeirra allra. Því við vitum aldrei hvað gerist. Ég vill líka nefna trúnna þótt ég viti að ekki allir trúi. En von og trú eru þó fyrirbæri sem styrkja mann og hjálpa. Mér finnst það líka hjálpa rosalega mikið hvað við Ási vorum dugleg að tala saman. Og alls ekkert alltaf um veikindin eða eitthvað svartnætti og erfiðleika. Heldur bara allt sem við áttum saman. Fjölskylduna, börnin og allt það góða. Ég myndi líka mæla með því að fólk væri vakandi yfir því að vera upplýst og meðvitað um það hver fjárhagsstaðan er og hvernig hún yrði ef annar aðilinn verður veikur og innkoma breytist skyndilega,“ segir Rúna. Sjálf býr hún í afar fallegri íbúð í dag sem hún leigir, leggur áherslu á að ferðast og langt því frá að hún líti út eins og kona komin á áttræðisaldur. „Sem betur fer á ég marga góða vini, er í skemmtilegum matarklúbb og fleira sem allt hjálpaði til því það er gott að eiga góða að og allt er þetta fólk sem var duglegt að rækta mig. En ég skal alveg viðurkenna að um tíma fór ég langt niður og fannst bara eins og allt væri búið. Því ég hafði séð fyrir mér að lifa lífinu með Ása. Við ætluðum að ferðast, fara á matreiðslunámskeið á Ítalíu og margt fleira. En um tíma sat ég bara og hugsaði með mér: Hvað á ég svo sem að gera núna?“ segir Rúna en bætir við: „Auðvitað hefur mér lærst síðan þá að það auðvitað var ekki allt búið og í dag er ég að gera fullt af skemmtilegum og spennandi hlutum. En sorgin er til í svo mörgum birtingarmyndum og um tíma leið mér svona. Það sem mér hefur þó lærst af því að missa son minn og síðar maka er að taka bara einn dag fyrir í einu og halda áfram þannig. Skref fyrir skref. Því í raun tekur maður ekki inn allt áfallið á einum degi. Maður tekur áfall inn í skrefum.“ Það sem Rúnu finnst þó alltaf vera mikil huggun er viðhorf Ása sjálfs. Honum fannst hann vera rosalega heppinn. Var kominn yfir sjötugt og hafði varla orðið misdægurt allt sitt líf. Búinn að eignast fjölskyldu og átt gott líf. Mér finnst mikil huggun í því fólgin að vita að þannig leið honum þegar hann kvaddi.“ Ástin og lífið Fjármál heimilisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Hjúkrunarheimili Landspítalinn Heilsa Geðheilbrigði Fjölskyldumál Áskorun Tengdar fréttir Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Eiginmaður Rúnu var Ásmundur Jóhannsson byggingafræðingur og trésmíðameistari. Ásmundur fæddist þann 17.apríl árið 1941 og lést þann 2.desember árið 2020. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um fráfall maka og þann feril sem fólk fer í gegnum þegar maki veikist alvarlega og allt lífið breytist á svipstundu. Ástin og gleðin Rúna er fædd árið 1950 og var því níu árum yngri en Ásmundur, sem alltaf var kallaður Ási. Rúna og Ási byrjuðum saman haustið 1976 og giftust árið 1978. Þau áttu bæði börn úr fyrri samböndum; Rúna tvö börn (Hanna Kristín f. 1968, Ingvar f. árið 1970, l.1987) og Ási þrjú börn (Jóhann f.1961, Eva f.1964, Sif f.1972). Saman eignuðust þau tvær dætur (Dagmar f. 1980, Ragnheiður f.1989). Lengst af bjuggu Rúna og Ási í Laugarneshverfinu. Fluttu reyndar um tíma í Grafarvoginn þar sem þau byggðu hús, en fluttu þaðan aftur í gamla hverfið og bjuggu þar í sautján ár til viðbótar. „Ási var ofsalega stabíll maður og hægur. Það þekktu allir sem kynntust honum, bæði vegna vinnu eða innan vinahópa og fjölskyldna. Ási naut mikilla virðingar og var maður málamynda. Það voru lítil læti í kringum hann,“ segir Rúna. Síðustu árin áður en Ási veiktist starfaði hann sem einyrki en áður hafði hann rekið teiknistofuna ARKO með félögum sínum Jóni Kaldal sem nú er látinn og Jóni Róberti Karlssyni sem veiktist en Rúna segir þá félaga oft hafa verið kallaða hin „heilaga þrenning“ þegar þeir ráku fyrirtækið saman. „Við innréttuðum herbergi heima þar sem Ási sat við tölvurnar og teiknaði. Hann var líka afinn sem sótti á leikskólann og skutlaði og passaði. Í ofanálag var hann frábær kokkur sem mér fannst auðvitað ljómandi gott því þegar að ég kom heim beið mín alltaf góður matur. Það var ekki óalgengt að krakkarnir kæmu í mat til okkar þegar Ási var, enda fannst honum lítið mál að elda fyrir marga og var góður vert. Á föstudögum dekkuðum við oft upp borð, kveiktum kertaljós og höfðum það huggulegt yfir góðum mat.“ Það er almennt stutt í hláturinn hjá Rúnu þegar hún talar og ekki laust við að glampinn sjáist í augunum þegar hún rifjar upp góða tíma með Ása. Til dæmis ferðalögin sem þau fóru saman og voru oftar en ekki ákveðin þannig að Rúna hreinlega tilkynnti Ása að nú væru þau að fara í einhverja ferð. „Því annars hefði hann aldrei tekið sér frí.“ Þá voru þær ófáar sumarbústaðarferðir með vinahjónum, tónleikar og hlustun á jazz því sonur Ása er einn af meðlimum hljómsveitarinnar Mezzoforte. Og ekki má gleyma að nefna Kótilettuklúbbinn sem Ási var í. „Þar voru reyndar bara karlar. Við konurnar vorum aldrei með á þeim kvöldum,“ segir Rúna og hlær. Hún segir Ása hafa verið mjög duglegan til vinnu og ósérhlífinn. Hann hafi starfað við að teikna hús, verið maðurinn í fjölskyldunni sem kallaður var til þegar eitthvað var í smíði eða fasteignakaupum og eins kenndi hann tækniteiknun í Iðnskólanum (síðar Tækniskólinn) allt fram til um sjötugt, eða í um fjörtíu ár. „Ég sagði stundum í stuttum ræðum að ég talaði, hann hlustaði. Hann aflaði, ég eyddi,“ segir Rúna og skellir upp úr. Sérstaklega minnist hún á góða ferð sem þau hjónin fóru í til Amalfí árið 2017 þar sem þau nutu lífsins lystisemda um páska. Þessi ferð verður aftur nefnd síðar í þessari sögu. Fv: Að hlusta á jazz á Jómfrúnni með Gunnari vini sínum, selfie mynd með dætrunum í ræktinni og Ási og Rúna á góðri stundu. Eitt af því sem einkenndi Ása áður en hann varð veikur var að honum varð vart misdægurt. Þegar lífið breyttist á svipstundu Þegar Ási veikist voru þau hjónin nýkomin heim frá Færeyjum þaðan sem Rúna er ættuð. „Við komum heim á þriðjudegi og á föstudagskvöldinu sátum við saman í notalegheitunum og vorum að velta fyrir okkur 40 ára afmæli Mezzoforte. Því þegar hljómsveitin var þrítug vorum við með gott partí heima bæði fyrir og eftir og vorum svona að velta fyrir okkur hvort við ættum að gera eitthvað þegar þeir yrðu fertugir um miðjan september,“ segir Rúna og bætir við: „Ég fór síðan að sofa en Ási ætlaði að sitja aðeins lengur og hlusta á smá jazz.“ Þetta var þann 28.ágúst árið 2017. „Um hálfátta um morguninn eftir vakna ég og fer á klósettið en sé þegar að ég kem til baka að Ási liggur á gólfinu við hliðina á rúminu. Ási var stór maður. Um 193 til 194 sm á hæð og ljóst að ég var ekki að fara að hagga honum neitt. Það hrygldi í honum og ég áttaði mig strax á því að það var eitthvað alvarlegt í gangi. Svo skringilega sem það hljómar er það samt ekki rökhugsunin sem kemur fyrst þegar manni bregður svona mikið. Ég byrjaði til dæmis á því að hugsa að það væri of snemmt að hringja í fólk en áttaði mig síðan auðvitað á því að ég ætti að hringja í 112.“ Viðbragðsaðilarnir komu á núlleinni og fóru með Ása í Fossvoginn á gamla Borgarspítalann. „Einn viðbragðsaðilanna tók þétt um axlirnar á mér og sagði rólega við mig: Við sjáum um þetta, hringdu nú í einhvern sem þú þarft að láta vita. Sem ég gerði og hringdi í dæturnar. Við brunuðum öll niður í Fossvog og þótt fólk væri að taka vel á móti okkur og hvetja fann ég ótrúlega vonda tilfinningu inn í mér.“ Í ljós kom að Ási hafði fengið heilablóðfall með þeim afleiðingum að hann lamaðist vinstra megin. Þá fékk hann gaumstol sem þýðir að öll hæfni hans til að teikna eða vinna var horfin og hann gaf engu gaum sem var vinstra megin. ,,Þetta þýðir að fólk kannski borðar bara það sem er hægra megin á diskinum eða les bara það sem er hægra megin á blaðsíðunni. Vinstri hlutinn eins og dettur út. Við unnum samt alltaf með öllu því jákvæða sem var því Ási missti ekki málið og þótt hann væri lamaður, gat hann setið í hjólastól og gat tjáð sig. Það var mikill plús.“ Heilablóðfall Ása gekk ekki til baka og endaði Ási með því að vera á spítalanum í þrjá mánuði. Þá tók við endurhæfing á Grensás og segir Rúna að þar hafi Ása liðið mjög vel, starfsfólkið hreinlega verið frábært og þjálfunin góð sem hann fékk. „Ég var þarna öllum stundum og gleymi því aldrei þegar ég kom eitt sinn og sá manninn minn standandi. Auðvitað með stuðningi en samt. Hann var standandi! Ég var svo ánægð að ég fór að hágráta,“ segir Rúna. En hvernig leið þér sem maka að vera að upplifa það að maðurinn þinn væri orðinn svona veikur og myndi jafnvel ekki ná sér aftur? Ég var í rauninni að læra það í fyrsta sinn að vera ein. Því ég fór að eignast börn 18 ára og þótt ég hafi verið fráskilin um tíma var ég einstæð móðir með börn og því ekki ein. Ég man að dæturnar voru alltaf að spyrja mig hvort ég vildi gista hjá þeim eða að þær myndu gista hjá mér en ég vildi frekar koma mér sem fyrst í rútínu, vinna og búa heima og hélt líka í þá von að Ási kæmi heim. Því þótt það væri útséð nokkuð snemma að Ási myndi ekki halda áfram að vinna og svona þá fannst mér það ekki svo mikilvægt. Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim.“ Í veikindum lagði fjölskyldan áherslu á að eiga góðar stundir með Ása eins og hægt var, þótt það kostaði oft að bera hann á milli í hjólastól og fleira. Í sveitarfélögum í kringum Reykjavík fá flestir í sömu stöðu akstur greiddan en þrívegis fékk Rúna neitun frá borginni um þá aðstoð. Efri fv.: Ási með syni sínum Jóa, með tengdasonunum Áslaugi og Geir, með afabarn í fanginu og viðraður af Dagmar tengdamömmu. Enn stærra áfall Á meðan Ási var á Grensás reyndu þau hvað þau gátu að fara með hann heim eða annað þegar tilefni var til. „Á spítalanum og á Grensás voru auðvitað lyftur til að lyfta Ása upp í rúm, úr rúminu, í bað og svo framvegis, enda stór maður. En við gerðum ekkert minna því strákarnir, sonurinn og tengdasynir, hreinlega báru hann saman upp og niður þegar Ási kom heim, lyftu honum til að komast inn í bíl og allt saman,“ segir Rúna og finnst greinilega mikið til koma. En raunveruleikinn átti eftir að verða kaldari. „Við vorum boðuð á fjölskyldufund með lækni, sjúkraþjálfaranum og fleirum en Ási sat ekki þennan fund. Þar er því blákalt slengt fram að Ási muni aldrei koma heim,“ segir Rúna og tárin renna niður kinnar: „Þetta var rosalegt sjokk. Ég grét og grét og stelpurnar vildu ekki trúa þessu. Mér fannst líka hræðileg tilhugsun að þurfa að segja honum þetta. Að segja manninum mínum að hann myndi aldrei koma heim aftur.“ Hvernig brást Ási sjálfur við? „Það er svo merkilegt með Ása hvað hann sjálfur var sterkur. Hann tók öllu með svo miklu æðruleysi. En svona stundum fylgja ýmsar erfiðar ákvarðanir. Við þurftum til dæmis að skrifa undir pappíra um hvort lífi hans yrði framlengt ef sú aðstaða kæmi upp að það væri matsatriði og svo framvegis. Þetta var allt svo óraunverulegt og ég myndi líkja því hvernig manni leið við að allar tilfinningar væru hreinlega settar saman í einn blender. Því það sem tók við kallaði hreinlega á alls konar tilfinningar og líðan,“ segir Rúna og bætir við: Það var ekki fyrr en löngu síðar sem Ási brotnaði niður. Það gerði hann í eitt skipti á þessum þremur árum og þremur mánuðum sem þessi veikindi tóku áður en hann féll frá. Þegar að þessari stundu kom hágrét hann og þótt það hafi verið erfið stund fann ég til ákveðins léttis því auðvitað þurftu þær tilfinningar að komast út hjá honum líka á einhverjum tímapunkti.“ Rúna segir líka margt í svona veikindum kalla á svo miklar breytingar varðandi ýmislegt persónulegt sem sumt fólk áttar sig kannski ekki á. „Ási var maður sem varð varla misdægurt. Allt í einu er hann lamaður og þarf aðstoð við allt. Að láta skeina sér, að baða sig og þvo. Maður sem í gegnum árin hafði alltaf stokkið í sturtu á morgnana eða að við fórum í sund var núna settur í bað með lyftu einu sinni í viku en þess á milli þvegið af ókunnugu fólki. En þetta eru allt atriði sem geta fylgt svona veikindum og eru liður í þeim tilfinningarússibana sem fylgja veikindunum og þeim breytingum sem verða. Þetta eru mjög mikil viðbrigði og mjög persónuleg.“ Þegar staðan er orðin svona segir Rúna að ósjálfrátt fari maður að taka bara einn dag fyrir í einu. „Við horfðum líka alltaf á það jákvæða. Til dæmis það að hann gæti talað og tjáð sig sem er alls ekki tilfellið hjá öllum eftir heilablóðfall. Og reyndum að gera alla hluti sem veittu honum gleði þótt það væri vesen að komast á milli og dýrt að taka leigubíla og svo framvegis. Okkur fannst hann líka svo heppinn að vera á Grensás og sóttum um á Hrafnistu við Brúnás þar sem mamma var með íbúð líka og ég sá fyrir mér að sækja bara um íbúð líka þannig að við yrðum öll nálægt hvort öðru,“ segir Rúna og bætir við: „En einn morguninn er hringt og mér tilkynnt að í hádeginu eigi að flytja Ása á Vífilstaði. Ég fékk taugaáfall því á Vífilstaði vissi ég að hann vildi ekki fara. Ég rauk af stað og grátbað um að hann yrði ekki fluttur þangað. Að vera tilkynnt þetta með engum fyrirvara var algjört sjokk og sjálfur sagði Ási við mig þegar að ég kom ,,Það er verið að henda mér út héðan.“ Rúna segir þessa stund hafa verið ömurlega erfiða og leiðinlegt að Ási gat ekki einu sinni kvatt starfsfólkið sem hafði reynst honum svona vel. Þá var líka vitað að á Vífilstöðum yrði mjög lítil þjálfun sem þýddi að mjög hratt myndi hann missa niður þann árangur sem hann hafði þó náð með enduræfingunni á Grensás. „Þess skal þó getið að á Vífilstöðum leið honum mjög vel. Fyrst var hann í þriggja manna stofu en fljótlega í eins manns stofu og þá keyptum við sjónvarp inn í herbergi og gerðum það svolítið huggulegt.“ Eflaust geta margir samsvarað sig við sögu Rúnu og Ása en Rúna hvetur fólk til að nota tímann vel þegar staðan er orðin sú að maki er alvarlega veikur, halda í vonina og trúnna, vera upplýst um fjárhaginn og tala um fleira en aðeins veikindin eða svartnætti. Stórt tóm tók við eftir að Ási lést en smátt og smátt segist Rúna hafa áttað sig á því að hún ætti eftir að gera marga skemmtilega hluti þótt þeir væru ekki með Ása eins og hún hélt alltaf að yrði.Vísir/Vilhelm Flutningar og fjárhagur Næsta skref var að Ási flutti á hjúkrunarheimilið Hrafnistu við Brúnaveg en allt frá því á Landspítalanum hafði fjölskyldan reynt að aðstoða Ása við að gera eitthvað vinnutengt í tölvunum sínum, sem fluttar voru til hans á milli staða. „Hann átti auðvitað erfitt með það allt saman því þessi hæfni hreinlega fór. Það er hins vegar á Hrafnistu sem hann endanlega gerir sér grein fyrir því að hann muni ekki geta gert neitt aftur af því sem hann áður gat gert í tölvunum og hafði svo gaman af. Mér hefur alltaf fundist hafa slokknað svolítið á lífslöngun Ása þegar að þeirri stundu kom að hann áttaði sig á því.“ Við Brúnaveg eru einnig leiguíbúðir í eigu leigufélags þótt þær tengist ekki hjúkrunarheimilinu. En þar er innangengt. Í einni slíkri íbúð bjó móðir Rúnu, Dagmar sem nú er látin. „Ég sótti um íbúð þarna en komst ekki að alveg strax. En mamma var þarna og bauð okkur oft í mat. Hún var líka dugleg að viðra tengdasoninn eins og við sögðum alltaf, fór og sótti hann í hjólastólinn og fór með hann út þótt sjálf væri hún svo lítil að það varla sást í hana á bakvið Ása og stólinn,“ segir Rúna og hlær að minningunni. „Á meðan Ási var á Hrafnistu áttum margar notalegar stundir. Oft eldaði ég eða keypti góðan mat sem við borðuðum saman inni í herberginu hans og má segja að þau kvöld hafi komið í stað kósýkvöldanna heima og á þessum kvöldum fékk Ási sér kannski bjór eða léttvínsglas. Seinna meir hvarf þetta meira í veikindunum því lystin smátt og smátt fór, hvort sem það var í mat eða drykk.“ Það sem fylgir hins vegar svona miklum breytingum er ýmislegt sem varðar fjárhag og innkomu. „Íbúðin okkar var gullfalleg og stór. En ég áttaði mig snemma á því að ég myndi ekkert sjálf ná að standa undir þessu öllu saman. Allt í einu var innkoman frá Ása horfin. Um tíma leigði ég út herbergi í Airbnb og lét morgunmat vera innifalinn, fékk frábærar umsagnir og það var hreint út sagt brjálað að gera. Ég fékk gesti frá öllum heims hornum, kynntist mörgum og fannst þetta gaman. En áttaði mig samt á því eftir nokkra mánuði að þetta væri ekki eitthvað sem ég myndi halda út mjög lengi. Því fór það svo að ég seldi íbúðina og bjó í lítilli leiguíbúð á meðan ég beið eftir íbúð fyrir sjálfan mig á Brúnavegi.“ Loks náði Rúna að flytja þangað og þá voru hægari heimatökin að hitta Ása því frá leiguíbúðinni var innangengt inn á hjúkrunarheimili. Það gekk allt út á að reyna að vera sem mest með honum og ég er sjálf rosalega ánægð með að hafa tekið þá stefnu að vera með Ása eins mikið og ég gat. Margir á þessum tíma voru samt að segja við mig „Þú verður samt að muna eftir sjálfri þér,“ en satt best að segja skildi ég ekkert alveg hvað fólk var að meina. Hverju átti ég að muna eftir? Hvað átti ég að gera?“ Hún viðurkennir að breytingarnar sem fylgdu heimahögum, fjárhag og fleiru eru líka viðbrigði sem erfitt getur verið fyrir maka að takast snögglega á við. En verst var að þurfa að berjast við kerfið. „Á Hrafnistu var fólk sem fékk akstur á vegum sveitarfélagsins. Enda kostaði það okkur alltaf um 10-12 þúsund krónur í hvert sinn sem við fórum með Ása heim til barnanna eða annað sem við vildum þó gera. Ási fór til dæmis í nokkrar jarðafarir á þessum tíma. Þær kostuðu uppundir 20 þúsund krónur í akstur hver því þá þurfti að keyra í kirkjuna, síðan þaðan í erfðadrykkjuna og þaðan heim. Ég sótti um að fá aksturinn fyrir Ása enda lögfræðingur sem benti mér á að það væri mismunun að hann fengi hann ekki, þegar aðrir í sambærilegri stöðu voru að fá akstur,“ segir Rúna og bætir við: „En allt kom fyrir ekki. Vikum og mánuðum saman var ég að berjast við kerfið, skrifaði öllum bréf, fór á fundi, hringdi út um allt en það virtist hvergi neinn meðbyr. Ég fór meira að segja í viðtal á RÚV eftir að hafa birt Facebookstöðufærslu og fékk staðfestingar frá öllum sveitarfélögunum í kringum Reykjavík að alls staðar fengi fólk í þessari stöðu akstur á vegum sveitarfélagsins. En þrívegis fékk ég neitun á þeim forsendum að Ási væri á hjúkrunarheimili.“ Rúna segist enn í dag ekki skilja hvernig kerfið gat lokað svona fyrir þessa þjónustu fyrir Ása. „Þegar fólk fer á hjúkrunarheimili skiptir það ekki um lögheimili. Þannig að þau rök stóðust ekki. Mér fannst líka svo ömurlegt að á sama tíma og okkar áhersla var að gera hvað við gátum sem gat glatt Ása og leyft okkur að njóta góðra stunda saman væri gert okkur svona erfitt fyrir vegna kostnaðar. Að fara heim til krakkana á tónleika eða annað. Oft var það reyndar þannig að Ási gat ekkert verið lengi og það var þá líka bara allt í lagi. En þetta voru stundir sem glöddu fyrir utan það að sumt sat hann lengi. Ég nefni til dæmis sýninguna Ellý í Borgarleikhúsinu sem hann horfði á alla. Það var ömurlegt að standa í þessari baráttu við kerfið þegar maður átti nóg með allt annað sem hafði breyst og orðið erfitt og við vorum að reyna að gera hvað við gátum til að eiga þó góðar samveru og gleðistundir eins og hægt var.“ Haustið 2019 skellti Rúna sér síðan í ógleymanlega ferð til Suður Afríku og segir að sú ferð hafi gert sér mjög gott. „Ég skal alveg viðurkenna að mér kveið fyrir því að segja Ása að ég yrði í burtu í 18 daga. En það var allt skipulagt út í ystu æsar og ég vissi að auðvitað yrði hann í góðum höndum barna og tengdabarna á meðan ég væri ekki heima. Og ég er fegin að hafa farið því þessi ferð gerði mér gott. Ég get svo sem alveg viðurkennt að stundum brotnaði ég niður í henni. Í eitt skipti var til dæmis verið að syngja í rútunni Ég er komin heim. Og þá hugsaði ég til Ása og þeirrar stöðu sem hann var í og hreinlega sat í rútunni og hágrét.“ Rúna og Ási byrjuðu saman árið 1976 og giftu sig árið 1978. Þau áttu bæði börn úr fyrri samböndum; Ási þrjú og Rúna tvö. Rúna sá alltaf fyrir sér að eyða lífinu með Ása: Þau ætluðu að ferðast, fara á matreiðslunámskeið á Ítalíu og margt fleira. Þá segir hún Ása hafa verið mikinn afa og góðan kokk, enda ekki óalgengt að krakkarnir kæmu í mat þegar Ási var og áður en hann veiktist. Síðustu metrarnir Enn eitt áfallið var síðan þegar Covid kom og reglur um sóttkví voru settar. „Ég satt best að segja trúði því ekki í fyrstu að mér yrði bannað að hitta Ása. Ég var til í að galla mig upp í hlífðargalla daglega ef þess þurfti. En mátti ekki fara, það var bara lokað og læst. Á Hrafnistu vann strákur í hlutastarfi sem vann líka á bar. Hann sagðist sjálfur ekkert skilja í því að hann mætti vinna á bar á kvöldin en mæta til vinnu á Hrafnistu daginn eftir. Á meðan ég, sem sat í minni íbúð og fór ekki neitt til að taka enga áhættu, mátti ekki fara í galla og heilsa upp á manninn minn. Þetta meikaði engan veginn sense.“ Aftur renna tárin niður kinnar og það er ljóst að þessi tími tók á. Sem betur fer var Ási á jarðhæð þannig að ég gat farið og staðið fyrir utan gluggann og séð hann þannig. En það var svo erfitt að mega ekki fara inn og hitta manninn minn, taka utan um hann, tala við hann og halda í hendina á honum. Þegar hann átti afmæli mættu krakkarnir og sungu fyrir utan gluggann hans en ég man að sjálfur skildi hann ekki hvers vegna ég mátti ekki koma inn til hans og faðma í tilefni dagsins.“ Við tók tímabil sem allir þekkja: Opnanir, lokanir, sprauta eitt, sprauta tvö. Þegar hér er komið gerum við smá hlé á viðtalinu og sitjum um tíma í þögn. Enda ljóst að það er erfitt tilfinningalega að rifja upp síðasta kaflann í sögunni. „Einn daginn er hringt í mig og mér tilkynnt að Ási hafi fengið blóðeitrun. Hann var fluttur á bráðamóttökuna og þaðan á gjörgæslu en sem betur fer náði hann að færast þaðan og yfir á deild. Staðan var tvísýn og þegar þarna var komið fékk ég spurninguna sem við höfðum þurft að ræða okkar í milli á Grensás á sínum tíma: Hvað ég myndi vilja gera ef hann færi í öndunarstopp. Ég sagði auðvitað sem væri að hvorki hann né ég vildum að honum yrði haldið á lífi ef sú staða kæmi upp. Um það höfðum við rætt okkar í milli,“ segir Rúna. Þegar Ási lést þann 2.desember var hann kominn aftur á Hrafnistu. „Börnin, tengdabörnin og aðrir vinir og vandamenn komu til að kveðja hann. Og ég er afskaplega þakklát því að það fengu barnabörnin líka að gera. Ég vildi að þau fengju tækifæri til að kveðja afa og sjá hann svona, en ekki bara í kistunni síðar. Enda var hann svo mikill afi,“ segir Rúna og bætir við: „Það er svo skrýtið að þegar kemur að þessu þá koma alls kyns minningar upp í hugann. Stuttu áður en þetta var hafði Ási til dæmis allt í einu sagt við mig uppúr þurru: Hvenær heldur þú að við förum aftur til Amalfí Rúna mín? Og ég svaraði: Bara strax og þú ert orðinn rólfær Ási minn. Sem ég held svei mér þá að ég hafi trúað að einhver von væri til, á því augnabliki sem ég svaraði honum. Sem auðvitað okkur var ekki ætlað að ná að gera saman og langt því frá. En svona getur vonin samt sagt til sín svo lengi.“ Rúna segir að eitt stærsta áfallið eftir að Ási fékk heilablóðfall hafi verið þegar fjölskyldunni var tilkynnt að Ási kæmi aldrei aftur heim. Sem hún hafði þá þegar haft vonir um svo lengi og fannst alltaf vera aðalatriðið. Ási lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu og segir Rúna þau hjónin hafa átt margar notalegar stundir þar. Stóra tómið og góðu ráðin Eflaust geta margir samsvarað sig við sögu Rúnu og Ása. Og víst er að margir munu upplifa svipaða eða sambærilega sögu. Því jú, fólk verður fyrir því að lífið breytist á svipstundu ef og þegar maki veikist alvarlega. Við biðjum Rúnu því um góð ráð: Hvað myndir þú vilja ráðleggja fólki sem lendir í sambærilegum aðstæðum? „Það fyrsta sem ég vill nefna er að nýta vel allar stundir. Leggja áherslu á að nýta tímann mjög vel því að maður veit aldrei. Njóta augnabliksins og njóta þeirra allra. Því við vitum aldrei hvað gerist. Ég vill líka nefna trúnna þótt ég viti að ekki allir trúi. En von og trú eru þó fyrirbæri sem styrkja mann og hjálpa. Mér finnst það líka hjálpa rosalega mikið hvað við Ási vorum dugleg að tala saman. Og alls ekkert alltaf um veikindin eða eitthvað svartnætti og erfiðleika. Heldur bara allt sem við áttum saman. Fjölskylduna, börnin og allt það góða. Ég myndi líka mæla með því að fólk væri vakandi yfir því að vera upplýst og meðvitað um það hver fjárhagsstaðan er og hvernig hún yrði ef annar aðilinn verður veikur og innkoma breytist skyndilega,“ segir Rúna. Sjálf býr hún í afar fallegri íbúð í dag sem hún leigir, leggur áherslu á að ferðast og langt því frá að hún líti út eins og kona komin á áttræðisaldur. „Sem betur fer á ég marga góða vini, er í skemmtilegum matarklúbb og fleira sem allt hjálpaði til því það er gott að eiga góða að og allt er þetta fólk sem var duglegt að rækta mig. En ég skal alveg viðurkenna að um tíma fór ég langt niður og fannst bara eins og allt væri búið. Því ég hafði séð fyrir mér að lifa lífinu með Ása. Við ætluðum að ferðast, fara á matreiðslunámskeið á Ítalíu og margt fleira. En um tíma sat ég bara og hugsaði með mér: Hvað á ég svo sem að gera núna?“ segir Rúna en bætir við: „Auðvitað hefur mér lærst síðan þá að það auðvitað var ekki allt búið og í dag er ég að gera fullt af skemmtilegum og spennandi hlutum. En sorgin er til í svo mörgum birtingarmyndum og um tíma leið mér svona. Það sem mér hefur þó lærst af því að missa son minn og síðar maka er að taka bara einn dag fyrir í einu og halda áfram þannig. Skref fyrir skref. Því í raun tekur maður ekki inn allt áfallið á einum degi. Maður tekur áfall inn í skrefum.“ Það sem Rúnu finnst þó alltaf vera mikil huggun er viðhorf Ása sjálfs. Honum fannst hann vera rosalega heppinn. Var kominn yfir sjötugt og hafði varla orðið misdægurt allt sitt líf. Búinn að eignast fjölskyldu og átt gott líf. Mér finnst mikil huggun í því fólgin að vita að þannig leið honum þegar hann kvaddi.“
Ástin og lífið Fjármál heimilisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Hjúkrunarheimili Landspítalinn Heilsa Geðheilbrigði Fjölskyldumál Áskorun Tengdar fréttir Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01