Afnám banns gæti rýmkað opnunartíma vínbúða yfir hátíðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 08:19 Vínbúðir skulu lokaðar á sunnudögum og hátíðisdögum. Hópur þingmanna Framsóknarflokksins vill breyta því. Vísir/Vilhelm Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur að svigrúm sitt til að rýmka opnunartíma vínbúða í kringum stórhátíðir ykist ef frumvarp um afnám banns við að búðirnar séu opnar á sunnudögum og hátíðardögum verður að lögum. Stofnunin leggst ekki gegn frumvarpinu. Fimm þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að bann við því að vínbúðir séu opnar á sunnudögum, helgidögum þjóðkirkjunnar, verkalýðsdaginn, þjóðhátíðardaginn og frídag verslunarmanna verði afnumið í frumvarpi sem þeir lögðu fram til Alþingis. Þeir segja slíkt bann ekki samræmast tíðaranda samfélagsins. Í umsögn sem ÁTVR sendi inn vegna frumvarpsins segir að þar sem frumvarpið feli aðeins í sér heimild en ekki skyldu til að hafa vínbúðirnar opnar á þessum dögum leggist stofunin ekki gegn samþykkt þess. Verslunin bendir þó á að svo virðist sem að áhrif frumvarpsins á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu hafi ekki verið metin. Aðrir hindranir í veginum Á meðal kosta sem ÁTVR nefnir er að stofnunin fengi aukið svigrúm til þess að hafa opið oftar í kringum stórhátíðir. Þekkt sé að sum ár raðist vikudagar þannig að vínbúðir séu lokaðar nokkra daga í röð vegna helgidaga og sunnudags í kjölfarið eða öfugt. Fengi ÁTVR rýmri heimildir til opnunar yrðu kostir þess metnir með hliðsjón af rekstrarkostnaði, eftirspurn viðskiptavina og öðrum lögbundnum hlutverkum verslunarinnar. Til greina kæmi að rýmka opnunartíma í áföngum eða binda hann við tilteknar verslanir, að minnsta kosti fyrst um sinn. Fleiri hindrunum en banninu í lögum þurfi þó að ryðja úr vegi svo vínbúðir geti verið opnar á sunnudögum og hátíðardögum. ÁTVR bendir þannig á að rekstur áfengisútsölu sé háður leyfi sveitarstjórna sem hafi heimild til að setja skilyrði um afgreiðslutíma. Endurnýja þyrfti leyfi hjá sveitarfélögum landsins ef ætlnin væri að hafa opið á þeim dögum sem nú er bannað að selja áfengi. Einnig sé áfengissala háð reglugerð um smásölu og veitingum áfengis sem ráðherra setur. Þar er nú kveðið á um að vínbúðir megi ekki vera opnar á umræddum dögum. Endurskoða þyrfti reglugerðina til þess að hægt væri að opna þá daga. Landlæknir segir ekkert til sem heiti örugg neysla áfengis.Vísir/Vilhelm Landlæknir og lýðheilsufræðingar hafa áhyggjur Embætti landlæknis telur töluverðar líkur á að fjölgun opnunardaga vínbúðanna og þar með aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Í umsögn þess segir að breytingarnar sem kveðið er á um frumvarpinu séu ekki í samræmi við markmið um að draga úr heildarnotkun áfengis líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofunin (WHO) hefur lagt til. „Skaðleg áhrif áfengisneyslu eru óumdeild og í raun er ekkert til sem heitir örugg neysla, enda má rekja fjölda alvarlegra sjúkdóma til hennar eins og taugasjúkdóma, sjúkdóma í meltingarvegi, efnaskiptasjúkdóma, krabbamein, auk hjarta- og æðasjúkdóma o.fl. Sömuleiðis tengist neysla áfengis slysum, ofbeldi, vanrækslu og misnotkun. Kostnaður samfélagsins vegna áfengisneyslu er gríðarlegur,“ segir í umsögninni. Embættið telur að frekar ætti að loka fyrir möguleika á netverslun með áfengi sem lagaleg óvissa skapi í stað þess að auka enn frekar á aðgengi. Félag lýðheilsufræðinga harmar frumvarpið og tekur undir að það sé í andstöðu við WHO og lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Alþingi ætti ekki að samþykkja lög sem geta haft áhrif á lýðheilsu án þess að lýðheilsumat fari fram áður. Áfengi og tóbak Alþingi Verslun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Fimm þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að bann við því að vínbúðir séu opnar á sunnudögum, helgidögum þjóðkirkjunnar, verkalýðsdaginn, þjóðhátíðardaginn og frídag verslunarmanna verði afnumið í frumvarpi sem þeir lögðu fram til Alþingis. Þeir segja slíkt bann ekki samræmast tíðaranda samfélagsins. Í umsögn sem ÁTVR sendi inn vegna frumvarpsins segir að þar sem frumvarpið feli aðeins í sér heimild en ekki skyldu til að hafa vínbúðirnar opnar á þessum dögum leggist stofunin ekki gegn samþykkt þess. Verslunin bendir þó á að svo virðist sem að áhrif frumvarpsins á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu hafi ekki verið metin. Aðrir hindranir í veginum Á meðal kosta sem ÁTVR nefnir er að stofnunin fengi aukið svigrúm til þess að hafa opið oftar í kringum stórhátíðir. Þekkt sé að sum ár raðist vikudagar þannig að vínbúðir séu lokaðar nokkra daga í röð vegna helgidaga og sunnudags í kjölfarið eða öfugt. Fengi ÁTVR rýmri heimildir til opnunar yrðu kostir þess metnir með hliðsjón af rekstrarkostnaði, eftirspurn viðskiptavina og öðrum lögbundnum hlutverkum verslunarinnar. Til greina kæmi að rýmka opnunartíma í áföngum eða binda hann við tilteknar verslanir, að minnsta kosti fyrst um sinn. Fleiri hindrunum en banninu í lögum þurfi þó að ryðja úr vegi svo vínbúðir geti verið opnar á sunnudögum og hátíðardögum. ÁTVR bendir þannig á að rekstur áfengisútsölu sé háður leyfi sveitarstjórna sem hafi heimild til að setja skilyrði um afgreiðslutíma. Endurnýja þyrfti leyfi hjá sveitarfélögum landsins ef ætlnin væri að hafa opið á þeim dögum sem nú er bannað að selja áfengi. Einnig sé áfengissala háð reglugerð um smásölu og veitingum áfengis sem ráðherra setur. Þar er nú kveðið á um að vínbúðir megi ekki vera opnar á umræddum dögum. Endurskoða þyrfti reglugerðina til þess að hægt væri að opna þá daga. Landlæknir segir ekkert til sem heiti örugg neysla áfengis.Vísir/Vilhelm Landlæknir og lýðheilsufræðingar hafa áhyggjur Embætti landlæknis telur töluverðar líkur á að fjölgun opnunardaga vínbúðanna og þar með aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Í umsögn þess segir að breytingarnar sem kveðið er á um frumvarpinu séu ekki í samræmi við markmið um að draga úr heildarnotkun áfengis líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofunin (WHO) hefur lagt til. „Skaðleg áhrif áfengisneyslu eru óumdeild og í raun er ekkert til sem heitir örugg neysla, enda má rekja fjölda alvarlegra sjúkdóma til hennar eins og taugasjúkdóma, sjúkdóma í meltingarvegi, efnaskiptasjúkdóma, krabbamein, auk hjarta- og æðasjúkdóma o.fl. Sömuleiðis tengist neysla áfengis slysum, ofbeldi, vanrækslu og misnotkun. Kostnaður samfélagsins vegna áfengisneyslu er gríðarlegur,“ segir í umsögninni. Embættið telur að frekar ætti að loka fyrir möguleika á netverslun með áfengi sem lagaleg óvissa skapi í stað þess að auka enn frekar á aðgengi. Félag lýðheilsufræðinga harmar frumvarpið og tekur undir að það sé í andstöðu við WHO og lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Alþingi ætti ekki að samþykkja lög sem geta haft áhrif á lýðheilsu án þess að lýðheilsumat fari fram áður.
Áfengi og tóbak Alþingi Verslun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira