Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 23:14 Næstum allir sem hafa tekið þátt í leikskólasmiðjunni eru nú þegar komnir með vinnu. Vísir/Einar Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira