Á guðs vegum með Bjarna Ben og FÍB Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. mars 2023 14:01 Þann 21. mars síðastliðinn glöddust fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og formaður samgöngunefndar Vilhjálmur Árnason fyrir hönd ríkisstjórnarinnar yfir liðsinni FÍB við að reyna sannfæra almenning um að eina sanngjarna leiðin til innheimtu skatts vegna viðhalds og uppbyggingar vegasamgangna, sé að skipta út núverandi skattlagningu á eldsneyti fyrir kílómetragjald. Þetta telja þeir sanngjörnustu leiðina sem muni ná yfir alla bifreiðaeigendur óháð orkugjafa. Inni í kílómetragjaldinu yrði sérstakt umhverfisgjald sem tæki mið af kolefnislosun bifreiðarinnar, sem þýðir að rafmagnsbifreiðar myndu borga lægra gjald þar sem kolefnislosun þeirra sé minni en annara. Það er með ólíkindum að fylgjast með því hversu fjarri raunveruleikanum menn eru er þeir telja sér trú um að þetta sé hin sanngjarna og einfalda leið. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB segir þetta m.a. umhverfislega jákvætt. Á heimasíðu FÍB nota þeir sem dæmi um útreikning á ársgjaldi, Ford Focus árgerð 2021 með bensínvél. Samkvæmt útreikningum á Focusinn að eyða 140gr. af koltvísýringi á hvern ekinn kílómeter. Setjum upp dæmi: Tveir Focusar eiga heima á tveim ólíkum stöðum, annar ekur um á höfuðborgarsvæðinu en hinn í dreifbýli. Í dreifbýlinu ferðast bifreiðin um 200 km fram og til baka til þess að versla í matinn fyrir vikuna. Leiðin er nokkuð greið, lítil umferð og Focusinn heldur svipuðum meðalhraða alla leiðina. Á sama tíma ekur bifreiðin á höfuðborgarsvæðinu 10 km til vinnu eins og hún gerir 5 daga vikunnar en lendir ávallt í umferðarteppu og er því með mengandi bensínvélina í gangi margfalt sinnum lengur per kílómeter en bifreiðin í dreifbýlinu. Þéttbýlisbifreiðin er þar að auki stanslaust að auka og hægja hraðann. Þannig að útreikningur á 140 gr. per kílómeter er ekki endilega alltaf réttur þegar aðstæður eru bornar saman. Þéttbýlisbifreiðin mengar því óneitanlega töluvert meira en dreifbýlisbifreiðin per ekinn kílómeter en þó þyrfti dreifbýlisbifreiðin að borga mikið hærra ársgjald vegna fleirri ekinna kílómetra. Hvað er umhverfislega jákvætt við þetta eða sanngjarnt ? Fyrirkomulag líkt og kílómetragjald myndi leggjast á landsbyggðina sem enn einn refsiskatturinn. Íbúar þar þurfa að sækja megnið af sinni grunnþjónustu um lengri veg og hafa í fæstum tilfellum kost á öðrum samgöngumáta en sinni eigin bifreið. Slíkar ferðir kalla iðulega á frí frá skólum barna sem og vinnustað foreldra og getur tekið stóran hluta dagsins og jafnvel allan. Læknaferðir, verslunarferðir, aðalskoðun bifreiða o.fl.. Að koma barni í leikskóla getur skipt hundruðum kílómetra á viku. Að gera börnum sínum kleift að stunda íþróttir getur hljóðað upp á mörg hundruð kílómetra á mánuði, jafnvel vikulega. Þá er staðreynd að landsmönnum er alls ekki boðið upp á sambærilega vegi til að aka eftir hringinn um landið. Á aðili sem býr við handónýtan og jafnvel óþjónustaðan malarveg að borga sama kílómetragjald og sá sem ekur góðan, uppbyggðan, malbikaðan veg ? Hvernig er með þá bændur, veiðimenn og ferðalanga sem aka um alla fjalla- og heiðarslóðana á sumrin og haustin, eiga þeir að borga kílómetragjald af þeim ? Hvernig er með þá sem stunda vetrarferðamennsku og aka á snævi þaktri jörð og jöklum, eiga þeir að borga kílómetragjald fyrir að aka á snjó ? Runólfur telur að hægt verði að koma til móts við þá íbúa sem neyðist til að keyra lengra eftir þjónustu en aðrir t.d. með tilleggi gegnum frádrátt á skattframtali en segir að slíkt yrði ávallt útfærsluatriði eftir á. Einmitt ! Íslenska ríkið hefur undanfarin ár rekið ákveðna refsistefnu gagnvart landsbyggðinni og sveitarfélögum sem valdið hefur því að þétting byggðar á og kringum höfuðborgarsvæðið hefur hvergi verið hraðari en hér á landi og er nú svo komið að um og yfir 80% þjóðarinnar býr á suðvesturhorni landsins. Þar eigum við met eins og í svo mörgu öðru sem ég tel ekki vert að monta sig á. Ég leyfi mér að halda því fram að ef ríkisstjórnin hefði sannarlega einhvern áhuga á að styrkja búsetuskilyrði á landsbyggðinni, væri hún löngu búin að bregðast við með ábyrgum og sýnilegum hætti eins og hefur m.a. verið gert um langt skeið í Noregi og Japan. Það er allveg ljóst að kílómetragjald sem skattinnheimta fyrir vegakerfi landsins er einhver versta hugmynd sem mönnum hefur dottið í hug að reyna matreiða ofan í íbúa landsins sem jákvæðan hvata , sérstaklega þegar vitað er að minnstur hluti fjármagnsins fer raunverulega í uppbyggingu og viðhald vega. Ein leið til skilvirkara og einfaldara kerfis væri að fella alla skatta út úr eldsneytisverði og taka upp einn heildrænan þungaskatt sem legðist á allar bifreiðar óháð orkugjafa. Þannig borguðu allir íbúar jafnt miðað við þyngd síns ökutækis. Þá verður einnig að líta til þess að rafmagnsbifreiðar eru almennt þyngri en jarðefnaeldsneytisbifreiðar í sambærilegum stærðarflokk og slíta dekkjum um allt að 20% fljótar en aðrir. Þá er vert að nefna að í mati á uppruna svifryks í Reykjavík árið 2015 sýndi það sig að 49% þess kom frá malbiki (31% frá sóti). Og samkvæmt ICCT (International council on clean transportation) var meðalmassi seldra rafmagnsbíla í Evrópu árið 2020 um 16% þyngri en meðalmassi annarra seldra bíla. Ef setja ætti á hvata fyrir fólk að kaupa sér rafmagnsbifreið yrði það fyrst og fremst gert með beinni niðurfellingu eða lækkun á gjöldum eða sköttum sem bifreiðinni sjálfri fylgja eins og t.d. virðisaukaskattinum. Það er nefnilega stór munur á milli raunverulegra hvata og svo refsiskatta sem skírðir eru tilgangslausum, skrautlegum nöfnum með þann eina tilgang að afvegaleiða fólk og flækja hluti. Höfundur er landsbyggðarbúi og 3. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Samgöngur Skattar og tollar Miðflokkurinn Vistvænir bílar Byggðamál Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þann 21. mars síðastliðinn glöddust fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og formaður samgöngunefndar Vilhjálmur Árnason fyrir hönd ríkisstjórnarinnar yfir liðsinni FÍB við að reyna sannfæra almenning um að eina sanngjarna leiðin til innheimtu skatts vegna viðhalds og uppbyggingar vegasamgangna, sé að skipta út núverandi skattlagningu á eldsneyti fyrir kílómetragjald. Þetta telja þeir sanngjörnustu leiðina sem muni ná yfir alla bifreiðaeigendur óháð orkugjafa. Inni í kílómetragjaldinu yrði sérstakt umhverfisgjald sem tæki mið af kolefnislosun bifreiðarinnar, sem þýðir að rafmagnsbifreiðar myndu borga lægra gjald þar sem kolefnislosun þeirra sé minni en annara. Það er með ólíkindum að fylgjast með því hversu fjarri raunveruleikanum menn eru er þeir telja sér trú um að þetta sé hin sanngjarna og einfalda leið. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB segir þetta m.a. umhverfislega jákvætt. Á heimasíðu FÍB nota þeir sem dæmi um útreikning á ársgjaldi, Ford Focus árgerð 2021 með bensínvél. Samkvæmt útreikningum á Focusinn að eyða 140gr. af koltvísýringi á hvern ekinn kílómeter. Setjum upp dæmi: Tveir Focusar eiga heima á tveim ólíkum stöðum, annar ekur um á höfuðborgarsvæðinu en hinn í dreifbýli. Í dreifbýlinu ferðast bifreiðin um 200 km fram og til baka til þess að versla í matinn fyrir vikuna. Leiðin er nokkuð greið, lítil umferð og Focusinn heldur svipuðum meðalhraða alla leiðina. Á sama tíma ekur bifreiðin á höfuðborgarsvæðinu 10 km til vinnu eins og hún gerir 5 daga vikunnar en lendir ávallt í umferðarteppu og er því með mengandi bensínvélina í gangi margfalt sinnum lengur per kílómeter en bifreiðin í dreifbýlinu. Þéttbýlisbifreiðin er þar að auki stanslaust að auka og hægja hraðann. Þannig að útreikningur á 140 gr. per kílómeter er ekki endilega alltaf réttur þegar aðstæður eru bornar saman. Þéttbýlisbifreiðin mengar því óneitanlega töluvert meira en dreifbýlisbifreiðin per ekinn kílómeter en þó þyrfti dreifbýlisbifreiðin að borga mikið hærra ársgjald vegna fleirri ekinna kílómetra. Hvað er umhverfislega jákvætt við þetta eða sanngjarnt ? Fyrirkomulag líkt og kílómetragjald myndi leggjast á landsbyggðina sem enn einn refsiskatturinn. Íbúar þar þurfa að sækja megnið af sinni grunnþjónustu um lengri veg og hafa í fæstum tilfellum kost á öðrum samgöngumáta en sinni eigin bifreið. Slíkar ferðir kalla iðulega á frí frá skólum barna sem og vinnustað foreldra og getur tekið stóran hluta dagsins og jafnvel allan. Læknaferðir, verslunarferðir, aðalskoðun bifreiða o.fl.. Að koma barni í leikskóla getur skipt hundruðum kílómetra á viku. Að gera börnum sínum kleift að stunda íþróttir getur hljóðað upp á mörg hundruð kílómetra á mánuði, jafnvel vikulega. Þá er staðreynd að landsmönnum er alls ekki boðið upp á sambærilega vegi til að aka eftir hringinn um landið. Á aðili sem býr við handónýtan og jafnvel óþjónustaðan malarveg að borga sama kílómetragjald og sá sem ekur góðan, uppbyggðan, malbikaðan veg ? Hvernig er með þá bændur, veiðimenn og ferðalanga sem aka um alla fjalla- og heiðarslóðana á sumrin og haustin, eiga þeir að borga kílómetragjald af þeim ? Hvernig er með þá sem stunda vetrarferðamennsku og aka á snævi þaktri jörð og jöklum, eiga þeir að borga kílómetragjald fyrir að aka á snjó ? Runólfur telur að hægt verði að koma til móts við þá íbúa sem neyðist til að keyra lengra eftir þjónustu en aðrir t.d. með tilleggi gegnum frádrátt á skattframtali en segir að slíkt yrði ávallt útfærsluatriði eftir á. Einmitt ! Íslenska ríkið hefur undanfarin ár rekið ákveðna refsistefnu gagnvart landsbyggðinni og sveitarfélögum sem valdið hefur því að þétting byggðar á og kringum höfuðborgarsvæðið hefur hvergi verið hraðari en hér á landi og er nú svo komið að um og yfir 80% þjóðarinnar býr á suðvesturhorni landsins. Þar eigum við met eins og í svo mörgu öðru sem ég tel ekki vert að monta sig á. Ég leyfi mér að halda því fram að ef ríkisstjórnin hefði sannarlega einhvern áhuga á að styrkja búsetuskilyrði á landsbyggðinni, væri hún löngu búin að bregðast við með ábyrgum og sýnilegum hætti eins og hefur m.a. verið gert um langt skeið í Noregi og Japan. Það er allveg ljóst að kílómetragjald sem skattinnheimta fyrir vegakerfi landsins er einhver versta hugmynd sem mönnum hefur dottið í hug að reyna matreiða ofan í íbúa landsins sem jákvæðan hvata , sérstaklega þegar vitað er að minnstur hluti fjármagnsins fer raunverulega í uppbyggingu og viðhald vega. Ein leið til skilvirkara og einfaldara kerfis væri að fella alla skatta út úr eldsneytisverði og taka upp einn heildrænan þungaskatt sem legðist á allar bifreiðar óháð orkugjafa. Þannig borguðu allir íbúar jafnt miðað við þyngd síns ökutækis. Þá verður einnig að líta til þess að rafmagnsbifreiðar eru almennt þyngri en jarðefnaeldsneytisbifreiðar í sambærilegum stærðarflokk og slíta dekkjum um allt að 20% fljótar en aðrir. Þá er vert að nefna að í mati á uppruna svifryks í Reykjavík árið 2015 sýndi það sig að 49% þess kom frá malbiki (31% frá sóti). Og samkvæmt ICCT (International council on clean transportation) var meðalmassi seldra rafmagnsbíla í Evrópu árið 2020 um 16% þyngri en meðalmassi annarra seldra bíla. Ef setja ætti á hvata fyrir fólk að kaupa sér rafmagnsbifreið yrði það fyrst og fremst gert með beinni niðurfellingu eða lækkun á gjöldum eða sköttum sem bifreiðinni sjálfri fylgja eins og t.d. virðisaukaskattinum. Það er nefnilega stór munur á milli raunverulegra hvata og svo refsiskatta sem skírðir eru tilgangslausum, skrautlegum nöfnum með þann eina tilgang að afvegaleiða fólk og flækja hluti. Höfundur er landsbyggðarbúi og 3. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun