Fit for 55: „Eins og að segja fólki að fara til útlanda með Norrænu“ Bjarki Sigurðsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 28. mars 2023 09:34 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir Fit for 55 hljóma eins og líkamsræktarprógramm fyrir einhvern í miðlífskrísu. Visir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir það algjörlega kristaltært að ekkert verði af loftlagssköttum ESB um millilandaflug án þess að tillit verði tekið til séríslenskra aðstæðna. Um sé að ræða víðtækasta mál frá því að Ísland varð aðili að EES samningnum og forgangsröðun eftir því. Þingmaður Miðflokksins segir að verði innleiðingin samþykkt sé verið að rústa stöðu Íslands sem stoppistöðvar í tengiflugi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, segir það liggja algjörlega fyrir, bæði hér heima og að utan, að íslensk stjórnvöld muni aldrei taka upp reglugerðir frá EES án þess að tekið sé til íslenskra aðstæðna. „Það hefur kallað á marga fundi, mikla vinnu og greiningar, að koma fólki skilning um þessar íslensku aðstæður og sérstöku aðstæður, sem ég tel að öll þau sem þurfa að skilja þær sérstöku aðstæður geri það núna. Það tók tíma líka að ná sameiginlegum skilningi á hverjar afleiðingarnar á óbreyttri innleiðingu hefðu á íslenska hagsmuni,“ segir Þórdís. Þarna ræðir hún um svokallaða Fit for 55-áætlun Evrópusambandsins (ESB) sem miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2023. Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið grafalvarlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, þá sérstaklega ferðaþjónustuna. Verði Fit for 55 innleitt muni það draga mjög úr flugi til og frá landinu, sem og gera það dýrara. „Þetta mál gengur út á innleiðingu ESB á grænum sköttum á alþjóðaflug. Þetta er partur af þessu prógrammi sem er kallað Fit for 55. Sem í gríni hljómar dálítið eins og líkamsræktarprógramm fyrir einhvern í miðlífskrísu. En þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Bergþór í samtali við fréttastofu. „Þetta mun fara mjög illa með ferskfiskútflutning og margar aðrar atvinnugreinar. Þannig að áhrifin á íslensk samfélag eru gríðarlega mikil.“ Klippa: Ekkert verði af loftlagssköttum ESB Hann segir Miðflokksmenn hafa viljað draga þetta mál upp á yfirborðið vegna áhyggna af því að stjórnvöld séu ekki búin að komast til lands hvað það varðar að ná fram þeim breytingum og undanþágum sem nauðsynlegar eru fyrir Ísland. Hann hefur áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að tala nægilega skýrt um afstöðu sína. „Það þarf að segja bara, „Nei, við munum ekki innleiða þetta eins og þetta er vegna þess að það gengur gegn hagsmunum Íslands“. Þetta er kerfi sem gengur út á það að troða fólki sem vill ferðast með flugi í járnbrautalestar. Hér eru engar slíkar. Þetta er dálítið eins og að segja fólki að fara bara til útlanda með Norrænu. Þetta er svona sem sviðsmyndin sem blasir við,“ segir Bergþór. Hann fagnar orðum Þórdísar um að reglurnar verði ekki innleiddar eins og þær koma fyrir. Hann bendir þó á að í svarbréfi forseta framkvæmdastjórnar ESB, Usulu von der Leyen, sýni ekki að mikill skilningur eða vilji sé þar á bæ við að bregðast við sjónarmiðum Íslands. „Það er grafalvarleg staða. Á meðan íslensk stjórnvöld tali ekki skýrt þá er ég hræddur um að engin breyting verði á afstöðu ESB. Þetta er svona partur af því að við höfum hengt okkur mjög rækilega á loftslagssjónarmið ESB og fyrir það gætum við þurft að borga núna,“ segir Bergþór. Evrópusambandið Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. 14. júlí 2021 19:25 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, segir það liggja algjörlega fyrir, bæði hér heima og að utan, að íslensk stjórnvöld muni aldrei taka upp reglugerðir frá EES án þess að tekið sé til íslenskra aðstæðna. „Það hefur kallað á marga fundi, mikla vinnu og greiningar, að koma fólki skilning um þessar íslensku aðstæður og sérstöku aðstæður, sem ég tel að öll þau sem þurfa að skilja þær sérstöku aðstæður geri það núna. Það tók tíma líka að ná sameiginlegum skilningi á hverjar afleiðingarnar á óbreyttri innleiðingu hefðu á íslenska hagsmuni,“ segir Þórdís. Þarna ræðir hún um svokallaða Fit for 55-áætlun Evrópusambandsins (ESB) sem miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2023. Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið grafalvarlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, þá sérstaklega ferðaþjónustuna. Verði Fit for 55 innleitt muni það draga mjög úr flugi til og frá landinu, sem og gera það dýrara. „Þetta mál gengur út á innleiðingu ESB á grænum sköttum á alþjóðaflug. Þetta er partur af þessu prógrammi sem er kallað Fit for 55. Sem í gríni hljómar dálítið eins og líkamsræktarprógramm fyrir einhvern í miðlífskrísu. En þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Bergþór í samtali við fréttastofu. „Þetta mun fara mjög illa með ferskfiskútflutning og margar aðrar atvinnugreinar. Þannig að áhrifin á íslensk samfélag eru gríðarlega mikil.“ Klippa: Ekkert verði af loftlagssköttum ESB Hann segir Miðflokksmenn hafa viljað draga þetta mál upp á yfirborðið vegna áhyggna af því að stjórnvöld séu ekki búin að komast til lands hvað það varðar að ná fram þeim breytingum og undanþágum sem nauðsynlegar eru fyrir Ísland. Hann hefur áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að tala nægilega skýrt um afstöðu sína. „Það þarf að segja bara, „Nei, við munum ekki innleiða þetta eins og þetta er vegna þess að það gengur gegn hagsmunum Íslands“. Þetta er kerfi sem gengur út á það að troða fólki sem vill ferðast með flugi í járnbrautalestar. Hér eru engar slíkar. Þetta er dálítið eins og að segja fólki að fara bara til útlanda með Norrænu. Þetta er svona sem sviðsmyndin sem blasir við,“ segir Bergþór. Hann fagnar orðum Þórdísar um að reglurnar verði ekki innleiddar eins og þær koma fyrir. Hann bendir þó á að í svarbréfi forseta framkvæmdastjórnar ESB, Usulu von der Leyen, sýni ekki að mikill skilningur eða vilji sé þar á bæ við að bregðast við sjónarmiðum Íslands. „Það er grafalvarleg staða. Á meðan íslensk stjórnvöld tali ekki skýrt þá er ég hræddur um að engin breyting verði á afstöðu ESB. Þetta er svona partur af því að við höfum hengt okkur mjög rækilega á loftslagssjónarmið ESB og fyrir það gætum við þurft að borga núna,“ segir Bergþór.
Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin.
Evrópusambandið Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. 14. júlí 2021 19:25 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51
Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30
Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. 14. júlí 2021 19:25