Ekki útlit fyrir að rýmingum verði aflétt næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 12:07 Víðir Reynisson hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að rýmingum verði aflétt á næstunni en rýmingar í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði eru enn í gildi. Mikil snjóflóðahætta er enn á svæðinu og því útlit fyrir að rýmingar haldi næstu daga. Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt. „Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
„Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira