Myndband af úkraínskum „nasistum“ tekið upp á yfirráðasvæði Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2023 13:43 Skjáskot úr myndbandinu sem ráðuneytið birti í gær. Utanríkisráðuneyti Rússlands birti í gær myndband sem sagt var sýna úkraínska hermenn áreita konu og barn og skjóta á þau, fyrir að tala rússnesku. Myndbandið átti að vera til marks um að úkraínskir hermenn væru nasistar en ráðuneytið fjarlægði það eftir að í ljós kom að það var tekið upp á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Myndbandinu hefur einnig verið dreift af málpípum Kreml og einnig á Twittersíðu sendiráðs Rússlands í Bretlandi, þar sem það er enn aðgengilegt. Myndbandið vakti strax efasemdir þegar það var birt en það á að hafa verið tekið upp þann 24. mars. Konan átti að hafa verið stöðvuð eftir að hún tók fram úr bílalest hermanna. military stop a woman with her baby for allegedly violating traffic rules. After hearing her speak Russian & finding out she is a Muslim, the "brave" Ukrainian: shouts at, threatens, insults her, calls her "pig", scares her baby, fires several shots. #TruthonUkraine @mfa_russia pic.twitter.com/2Gnp5dsVpd— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 27, 2023 Það fyrsta sem vakti efasemdir voru merkingar hermannanna á myndbandinu en þeir voru merktir gulu límbandi. Það eru flestir úkraínskir hermenn ekki sagðir hafa gert um nokkuð skeið. Þá þótti bíllinn þar að auki of hreinn miðað við að hann hafi átt að vera í notkun á víglínum Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Ötulir netverjar voru þó tiltölulega fljótir að sýna bersýnilega fram á að myndbandið væri sviðsett. Það var með því að finna nákvæma staðsetningu þar sem myndbandið var tekið upp. Myndbandið var tekið upp á svæði sem Rússar hafa hernumið í Dónetskhéraði. Svæði sem Rússar hafa stjórnað frá upprunalegri innrás þeirra árið 2014, suður af Makívka og austur af Dónetskborg. Áhugasamir geta séð hvernig upptökustaðurinn fannst í meðfylgjandi Twitter-þræði. GeoConfirmed UKR."2 Ukrainians stopped a car and fires a gun to scare a women and child." This is not Ukrainian military This video is made 30 km's behind the frontline.Russian disinformation, but geolocation by @PStyle0ne1 is on point and GeoConfirmed. 1/13 pic.twitter.com/gewMd6gImq— GeoConfirmed (@GeoConfirmed) March 27, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar eru gripnir glóðvolgir við fölsun myndefnis seins og þessa myndbands. Meðal annars má nefna tilfelli þar sem Rússar sviðsettu árásir Úkraínumanna á handbendi Rússa í austurhluta Úkraínu. Þá má einnig nefna tilfelli þar sem myndbandi af úkraínskri konu var dreift til fjölmiðla í Rússlandi. Konan var frá Maríupól en á myndbandinu sakaði hún úkraínska hermenn um að bera ábyrgð á dauðum fjölmargra óbreyttra borgara og að Úkraínumenn hefðu gert mannskæðar árásir á sjúkrahús og leikhús, árásir sem Rússar gerðu. Við nánari skoðun kom í ljós að lýsigögn myndbandsins sýndu að það var tekið upp á myndavél í eigu Leyniþjónustu Rússlands (FSB). Sjá einnig: Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Þá má einnig benda á atvik frá 2017 þegar Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti myndband sem sýna átti Bandaríkjaher vinna með vígamönnum Íslamska ríkisins. Fljótt kom í ljós að myndbandið var sett saman úr öðrum myndböndum og þar á meðal úr stiklu fyrir tölvuleik. Ráðuneytið fjarlægði myndbandið. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. 27. mars 2023 15:36 NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn Atlantshafsbandalagið fordæmir „hættulega og ábyrgðarlausa“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að flytja slík vopn yfir til Hvíta-Rússlands. 26. mars 2023 16:10 Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. 24. mars 2023 14:35 Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Myndbandinu hefur einnig verið dreift af málpípum Kreml og einnig á Twittersíðu sendiráðs Rússlands í Bretlandi, þar sem það er enn aðgengilegt. Myndbandið vakti strax efasemdir þegar það var birt en það á að hafa verið tekið upp þann 24. mars. Konan átti að hafa verið stöðvuð eftir að hún tók fram úr bílalest hermanna. military stop a woman with her baby for allegedly violating traffic rules. After hearing her speak Russian & finding out she is a Muslim, the "brave" Ukrainian: shouts at, threatens, insults her, calls her "pig", scares her baby, fires several shots. #TruthonUkraine @mfa_russia pic.twitter.com/2Gnp5dsVpd— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 27, 2023 Það fyrsta sem vakti efasemdir voru merkingar hermannanna á myndbandinu en þeir voru merktir gulu límbandi. Það eru flestir úkraínskir hermenn ekki sagðir hafa gert um nokkuð skeið. Þá þótti bíllinn þar að auki of hreinn miðað við að hann hafi átt að vera í notkun á víglínum Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Ötulir netverjar voru þó tiltölulega fljótir að sýna bersýnilega fram á að myndbandið væri sviðsett. Það var með því að finna nákvæma staðsetningu þar sem myndbandið var tekið upp. Myndbandið var tekið upp á svæði sem Rússar hafa hernumið í Dónetskhéraði. Svæði sem Rússar hafa stjórnað frá upprunalegri innrás þeirra árið 2014, suður af Makívka og austur af Dónetskborg. Áhugasamir geta séð hvernig upptökustaðurinn fannst í meðfylgjandi Twitter-þræði. GeoConfirmed UKR."2 Ukrainians stopped a car and fires a gun to scare a women and child." This is not Ukrainian military This video is made 30 km's behind the frontline.Russian disinformation, but geolocation by @PStyle0ne1 is on point and GeoConfirmed. 1/13 pic.twitter.com/gewMd6gImq— GeoConfirmed (@GeoConfirmed) March 27, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar eru gripnir glóðvolgir við fölsun myndefnis seins og þessa myndbands. Meðal annars má nefna tilfelli þar sem Rússar sviðsettu árásir Úkraínumanna á handbendi Rússa í austurhluta Úkraínu. Þá má einnig nefna tilfelli þar sem myndbandi af úkraínskri konu var dreift til fjölmiðla í Rússlandi. Konan var frá Maríupól en á myndbandinu sakaði hún úkraínska hermenn um að bera ábyrgð á dauðum fjölmargra óbreyttra borgara og að Úkraínumenn hefðu gert mannskæðar árásir á sjúkrahús og leikhús, árásir sem Rússar gerðu. Við nánari skoðun kom í ljós að lýsigögn myndbandsins sýndu að það var tekið upp á myndavél í eigu Leyniþjónustu Rússlands (FSB). Sjá einnig: Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Þá má einnig benda á atvik frá 2017 þegar Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti myndband sem sýna átti Bandaríkjaher vinna með vígamönnum Íslamska ríkisins. Fljótt kom í ljós að myndbandið var sett saman úr öðrum myndböndum og þar á meðal úr stiklu fyrir tölvuleik. Ráðuneytið fjarlægði myndbandið.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. 27. mars 2023 15:36 NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn Atlantshafsbandalagið fordæmir „hættulega og ábyrgðarlausa“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að flytja slík vopn yfir til Hvíta-Rússlands. 26. mars 2023 16:10 Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. 24. mars 2023 14:35 Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. 27. mars 2023 15:36
NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn Atlantshafsbandalagið fordæmir „hættulega og ábyrgðarlausa“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að flytja slík vopn yfir til Hvíta-Rússlands. 26. mars 2023 16:10
Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. 24. mars 2023 14:35
Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32