Þegar raunveruleikinn og sannleikurinn og ekkert annað hentar! Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. mars 2023 18:00 Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og sagður fyrrum framkvæmdastjóri Heimssýnar, sem mikið hefur skrifað í blöðin gegn Evrópu, ESB og Evru, síðast 25. marz hér, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“, og, svo aftur nú í dag, 28. marz, líka hér, undir fyrirsögninni „Þegar raunveruleikinn hentar ekki“. Þar vísar hann í mín skrif hér, frá í gær, undir fyrirsögninni „Þegar áróðursaðferðir einræðisherra og öfgamanna gilda“, en þar vildi ég minna lesendur á þá aðferðafræði, sem t.a.m. var beitt í Þýzkalandi á fjórða áratug síðustu aldar, þar sem nasjónalsósíalistar endurtóku rangfærslur og ósannindi, aftur og aftur, þar til margir voru farnir að trúa þeim, en stjórnvöld í Rússlandi beita þessari sömu áróðursaðferðafræði nú. Í svargreininni frá í dag sneiðir sagnfræðingurinn hjá þeim staðreyndum, sem ég set fram um gífurlega valddreifingu innan ESB og lykilstöðu einstakra ríkja, líka og ekki sízt þeirra litlu, og endurtekur enn einu sinni þau ósannindi, að stóru ríkin í ESB ráði mestu eða öllu. Kjarni þessarar umræðu er semsé spurningin um það, hvort litlu ríkin í ESB hafi mikil áhrif og mikil völd, m.a. í gegnum sitt neitunarvald, veto-rétt, eða ekki. Hjörtur fullyrðir, að stærstu ríkin séu í algerri yfirburðastöðu, og setur hann þar fram þá staðhæfingu, að vægi ríkja fari eftir íbúafjölda og ráði hann mestu um möguleika sambandsríkjanna til áhrifa og ákvarðana. Oft er hlutasannleikur verri en ósannindi. Í annað skipti vísaði sagnfræðingurinn svo til þess, að Heiko Maas, þáverandi utanríkisráðherra Þýzkalands, hafi kallað eftir því, að neitunarvald aðildarríkja verði minnkað. Átti það að styðja fullyrðingu Hjartar um það, að neitunarvaldið sé lítilfjörlegt, eða muni fara minnkandi. Hér verður Hirti hins vegar á hugsunarskekkja. Ástæðan fyrir því, að Maas vildi draga úr möguleikum aðildarríkja til að beita neitunarvaldi, var og er einmitt sú, að þetta vald einstakra ríkja er mjög mikið, afgerandi og sterkt. Til að unnt væri að draga úr veto-réttinum, yrðu þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27, allar ríkisstjórnirnar og líka öll þjóðþingin, að ógleymdu Evrópuþinginu, að samþykkja slíka skerðingu neitunarvaldsins, líka auðvitað litlu ríkin, þannig, að þetta mun seint eða aldrei gerast. Neitunarvald aðildarríka ESB nær til sjö grundvallar málaflokka, sem ég listaði upp í greininni frá í gær. Hver heilvita maður sér, hversu gífurleg áhrif hvert og eitt ríki getur haft í gegnum neitunarvaldið, eða veto-réttinn. Auðvitað reyna sum aðildarríki að nota neitunarvaldið með óheiðarlegum hætti, misnota það, til að knýja fram eigin hagsmuni eða stefnumál, og reynir þá auðvitað á getu og vilja til málamiðlana og sanngjarnra lausna. Fundir þjóðarleiðtoganna 27 standa stundum sólarhringum saman. En feður ESB vildu hafa þetta svona. Ef stærri þjóðir og meiri hluti íbúa ættu að ráða för, myndi sambandið klofna í hópa og fylkingar og sambandið liðast í sundur. Til að fyrirbyggja slíka þróun, ríkir því hæsta stig lýðræðis í sambandinu, þar sem allir verða að samþykkja öll stór og þýðingarmikil mál, þó að slíkt geti verið erfitt og tímafrekt í framkvæmd. Fjölmörg dæmi eru um það, að minni ríki hafi stöðvað framgang mála, sem flest eða öll hin ríkin vildu. ESB vildi t.a.m. gefa út sérstaka yfirlýsingu fyrir nokkru, þegar til átaka kom milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, þeim síðarnefndu í vil, en Ungverjaland stoppaði þessa yfirlýsingu. Sama sagan gerðist, þegar sambandið vildi gefa út yfirlýsingu gegn framgangi Kínverja í Hong Kong; gagnrýni á Kínverja. Ungverjaland kom í veg fyrir hana. Það var einmitt af svipuðum tilefnum, sem Maas lýsti yfir þeim vilja sínum, að neitunarvald aðildarríkja yrði skert, en hans vilji hefur hér lítið að segja, þar sem til þyrfti að koma samþykki allra leiðtoga, ríkisstjórna, þjóðþinga svo og Evrópuþingsins, til að slík skerðing neitunarvalds næði fram að ganga. Nefna má mörg önnur dæmi um það vald, sem þjóðríkin hafa í gegnum veto-réttinn. ESB stóð í samningum við Kanada um fríverzlun í sjö ár. Þegar loks öll atriði voru komin á hreint, og undirrita átti, þurftu öll þjóðþingin fyrst að samþykkja, en þjóðþing þjóðarbrotsins Vallóna í Bellgíu stoppaði málið. Það tók fjölmarga mánuði og miklar málamiðlanir, að fá þá góða, svo unnt yrði að undirskrifa samninginn. ESB ákvað, að stofna mikinn endurreisnarsjóð, 750 milljarða Evra, til að styrkja uppbyggingu þjóðríkja sambandsins eftir COVID. Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Spánn og Grikkland, en íbúar þessara landa eru 267 milljónir, vildu, að verulegur hluti þessa fjár gengi til aðildarríkjanna sem styrkir, í óendurkræfu formi. Austurríki, Holland, Danmörk og Svíþjóð, þar sem íbúar eru alls 42 milljónir, vildu, hins vegar, að minni hluti fjárins færi sem styrkur og þeim mun meira sem endurgreiðanlegt lán. Vilji þessara landa, með 9,5% íbúa sambandsins, réði. Annað dæmi: Sambandsstjórnin var búin að stilla upp fjárhagsáætlun til næstu sjö ára, upp á yfir 1.000 milljarða Evra, sem 25 þjóðríkjanna, með 90% af íbúafjöldanum, höfðu samþykkt, en Póland og Ungverjaland, með 10% íbúafjöldans, beittu neitunarvaldi, og áætlunin fór fyrst í gegn eftir langar viðræður og flóknar málamiðlanir. Eins og ég hef svo nú þegar bent á, hafa margir helztu áhrifamenn sambandsins líka komið frá litlu ríkjunum. T.a.m. var José Manuel Barroso, frá Portúgal (10 milljónir íbúa) forseti ráðherraráðsins frá 2004 til 2014 og Jean-Claude Juncker, frá Lúxemborg ( 650 þús. íbúar) forseti 2014-2019. Á grundvelli ofangreindra staðreynda og dæma vænti ég þess, að menn sjái, að fullyrðingar Hjartar J. Guðmundssonar um „Versnandi stöðu fámennra síkja í ESB“ sé síendurtekin rangfærsla; ósannindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og sagður fyrrum framkvæmdastjóri Heimssýnar, sem mikið hefur skrifað í blöðin gegn Evrópu, ESB og Evru, síðast 25. marz hér, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“, og, svo aftur nú í dag, 28. marz, líka hér, undir fyrirsögninni „Þegar raunveruleikinn hentar ekki“. Þar vísar hann í mín skrif hér, frá í gær, undir fyrirsögninni „Þegar áróðursaðferðir einræðisherra og öfgamanna gilda“, en þar vildi ég minna lesendur á þá aðferðafræði, sem t.a.m. var beitt í Þýzkalandi á fjórða áratug síðustu aldar, þar sem nasjónalsósíalistar endurtóku rangfærslur og ósannindi, aftur og aftur, þar til margir voru farnir að trúa þeim, en stjórnvöld í Rússlandi beita þessari sömu áróðursaðferðafræði nú. Í svargreininni frá í dag sneiðir sagnfræðingurinn hjá þeim staðreyndum, sem ég set fram um gífurlega valddreifingu innan ESB og lykilstöðu einstakra ríkja, líka og ekki sízt þeirra litlu, og endurtekur enn einu sinni þau ósannindi, að stóru ríkin í ESB ráði mestu eða öllu. Kjarni þessarar umræðu er semsé spurningin um það, hvort litlu ríkin í ESB hafi mikil áhrif og mikil völd, m.a. í gegnum sitt neitunarvald, veto-rétt, eða ekki. Hjörtur fullyrðir, að stærstu ríkin séu í algerri yfirburðastöðu, og setur hann þar fram þá staðhæfingu, að vægi ríkja fari eftir íbúafjölda og ráði hann mestu um möguleika sambandsríkjanna til áhrifa og ákvarðana. Oft er hlutasannleikur verri en ósannindi. Í annað skipti vísaði sagnfræðingurinn svo til þess, að Heiko Maas, þáverandi utanríkisráðherra Þýzkalands, hafi kallað eftir því, að neitunarvald aðildarríkja verði minnkað. Átti það að styðja fullyrðingu Hjartar um það, að neitunarvaldið sé lítilfjörlegt, eða muni fara minnkandi. Hér verður Hirti hins vegar á hugsunarskekkja. Ástæðan fyrir því, að Maas vildi draga úr möguleikum aðildarríkja til að beita neitunarvaldi, var og er einmitt sú, að þetta vald einstakra ríkja er mjög mikið, afgerandi og sterkt. Til að unnt væri að draga úr veto-réttinum, yrðu þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27, allar ríkisstjórnirnar og líka öll þjóðþingin, að ógleymdu Evrópuþinginu, að samþykkja slíka skerðingu neitunarvaldsins, líka auðvitað litlu ríkin, þannig, að þetta mun seint eða aldrei gerast. Neitunarvald aðildarríka ESB nær til sjö grundvallar málaflokka, sem ég listaði upp í greininni frá í gær. Hver heilvita maður sér, hversu gífurleg áhrif hvert og eitt ríki getur haft í gegnum neitunarvaldið, eða veto-réttinn. Auðvitað reyna sum aðildarríki að nota neitunarvaldið með óheiðarlegum hætti, misnota það, til að knýja fram eigin hagsmuni eða stefnumál, og reynir þá auðvitað á getu og vilja til málamiðlana og sanngjarnra lausna. Fundir þjóðarleiðtoganna 27 standa stundum sólarhringum saman. En feður ESB vildu hafa þetta svona. Ef stærri þjóðir og meiri hluti íbúa ættu að ráða för, myndi sambandið klofna í hópa og fylkingar og sambandið liðast í sundur. Til að fyrirbyggja slíka þróun, ríkir því hæsta stig lýðræðis í sambandinu, þar sem allir verða að samþykkja öll stór og þýðingarmikil mál, þó að slíkt geti verið erfitt og tímafrekt í framkvæmd. Fjölmörg dæmi eru um það, að minni ríki hafi stöðvað framgang mála, sem flest eða öll hin ríkin vildu. ESB vildi t.a.m. gefa út sérstaka yfirlýsingu fyrir nokkru, þegar til átaka kom milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, þeim síðarnefndu í vil, en Ungverjaland stoppaði þessa yfirlýsingu. Sama sagan gerðist, þegar sambandið vildi gefa út yfirlýsingu gegn framgangi Kínverja í Hong Kong; gagnrýni á Kínverja. Ungverjaland kom í veg fyrir hana. Það var einmitt af svipuðum tilefnum, sem Maas lýsti yfir þeim vilja sínum, að neitunarvald aðildarríkja yrði skert, en hans vilji hefur hér lítið að segja, þar sem til þyrfti að koma samþykki allra leiðtoga, ríkisstjórna, þjóðþinga svo og Evrópuþingsins, til að slík skerðing neitunarvalds næði fram að ganga. Nefna má mörg önnur dæmi um það vald, sem þjóðríkin hafa í gegnum veto-réttinn. ESB stóð í samningum við Kanada um fríverzlun í sjö ár. Þegar loks öll atriði voru komin á hreint, og undirrita átti, þurftu öll þjóðþingin fyrst að samþykkja, en þjóðþing þjóðarbrotsins Vallóna í Bellgíu stoppaði málið. Það tók fjölmarga mánuði og miklar málamiðlanir, að fá þá góða, svo unnt yrði að undirskrifa samninginn. ESB ákvað, að stofna mikinn endurreisnarsjóð, 750 milljarða Evra, til að styrkja uppbyggingu þjóðríkja sambandsins eftir COVID. Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Spánn og Grikkland, en íbúar þessara landa eru 267 milljónir, vildu, að verulegur hluti þessa fjár gengi til aðildarríkjanna sem styrkir, í óendurkræfu formi. Austurríki, Holland, Danmörk og Svíþjóð, þar sem íbúar eru alls 42 milljónir, vildu, hins vegar, að minni hluti fjárins færi sem styrkur og þeim mun meira sem endurgreiðanlegt lán. Vilji þessara landa, með 9,5% íbúa sambandsins, réði. Annað dæmi: Sambandsstjórnin var búin að stilla upp fjárhagsáætlun til næstu sjö ára, upp á yfir 1.000 milljarða Evra, sem 25 þjóðríkjanna, með 90% af íbúafjöldanum, höfðu samþykkt, en Póland og Ungverjaland, með 10% íbúafjöldans, beittu neitunarvaldi, og áætlunin fór fyrst í gegn eftir langar viðræður og flóknar málamiðlanir. Eins og ég hef svo nú þegar bent á, hafa margir helztu áhrifamenn sambandsins líka komið frá litlu ríkjunum. T.a.m. var José Manuel Barroso, frá Portúgal (10 milljónir íbúa) forseti ráðherraráðsins frá 2004 til 2014 og Jean-Claude Juncker, frá Lúxemborg ( 650 þús. íbúar) forseti 2014-2019. Á grundvelli ofangreindra staðreynda og dæma vænti ég þess, að menn sjái, að fullyrðingar Hjartar J. Guðmundssonar um „Versnandi stöðu fámennra síkja í ESB“ sé síendurtekin rangfærsla; ósannindi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun