Sport

Már Gunnars með endurkomu: Hver veit nema ég slái bara til og keppi á HM?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Már Gunnarsson er greinilega ekki búinn að synda sitt síðasta sem er ánægjulegt.
Már Gunnarsson er greinilega ekki búinn að synda sitt síðasta sem er ánægjulegt. Instagram/@margunnarsson

Sundmaðurinn öflugi Már Gunnarsson var hættur að keppa í sundi en segir að vatnið hafi hreinlega kallað á sig.

Már var áberandi sem íþróttamaður og hefur ekki verið minna áberandi sem tónlistarmaður síðan að hann hætti að synda. Már tók meðal annars þátt í Eurovision og komst þá í úrslit með lagið sitt.

Már er margfaldur Íslandsmethafi í baksundi í fötlunarflokki S11, flokki blindra. Hann var kjörinn Íþróttamaður fatlaðra árið 2019 og 2021.

Sundið hefur hins vegar góð tök á honum og þar sem hann hætti þegar líkamlega átti mikið eftir þá var alltaf möguleiki að snúa aftur.

Már stakk sér aftur til sunds á dögunum en þá voru sautján mánuðir liðnir frá því að hann keppti síðast.

Már hafði hætti eftir Ólympíumót fatlaðra í Tókyó árið 2021 en sýndi að hann hefur ekki miklu gleymt á þessum tíma.

Már keppti í 100 metra baksundi og varð áttundi af 110 keppendum. Hann tók var tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu en náði lágmarki fyrir heimsmeistaramót fatlaðra í Manchester borg.

„Hver veit nema ég slái bara til,“ skrifaði Már á samfélagsmiðla sína eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×