Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2023 21:42 Norðfjarðargöng Eskifjarðarmegin hafa verið lokuð í dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal en þar opnast göngin Norðfjarðarmegin. Slá lokar veginum ásamt rauðu blikkandi ljósi. Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að veðurspáin hefði gengið eftir að mestu, að mati Veðurstofunnar, og hefur veruleg ofankoma verið á Austfjörðum frá því í nótt, slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Í Neskaupstað hafa lítil snjóflóð verið að falla á varnargarða ofan byggðarinnar sem og eitt stórt krapaflóð síðdegis, en það stöðvaðist einnig á varnargarði. Þá hafa snjóflóð verið að falla úr Hólmatindi við Eskifjörð. Lítil snjóflóð hafa verið að falla ofan byggðarinnar í Neskaupstað í dag en engin náð yfir varnargarða.Sigurjón Ólason Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, er ekki vitað til þess að snjóflóð hafi valdið óskunda en hann segir að staðan sé viðkvæm. Almannavarnir hafa í dag gripið til aukinna rýminga úr húsum og hverfum, til viðbótar við þær sem þegar voru í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fleiri hús hafa verið rýmd bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa bæst við rýmingar í Mjóafirði, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og voru íbúar beðnir um að gefa sig fram við fjöldahjálparstöðvar. Í þessum sex byggðum Austfjarða hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt færðarkorti Vegagerðarinnar voru allar leiðir til sjávarbyggða á fjörðunum lokaðar í dag, allt frá Seyðisfirði í norðri til Breiðdalsvíkur í suðri. Nokkrar leiðir voru lokaðar vegna snjóflóðahættu; leiðirnar um Fagradal, um Hólmaháls, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og um Fannardal í Norðfirði. Í kvöld var vegurinn milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur þó opnaður. Einnig vegurinn um Hólmaháls en tekið fram að staðan yrði endurmetin og mögulega gæti komið til lokunar þar seinna í kvöld. Þjóðvegurinn til Norðfjarðar hefur verið lokaður í allan dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal.Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er áfram í gildi fram á nótt en þá tekur við gul viðvörun fram á næsta kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Er fólk hvatt til að sýna aðgæslu nærri farvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að veðurspáin hefði gengið eftir að mestu, að mati Veðurstofunnar, og hefur veruleg ofankoma verið á Austfjörðum frá því í nótt, slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Í Neskaupstað hafa lítil snjóflóð verið að falla á varnargarða ofan byggðarinnar sem og eitt stórt krapaflóð síðdegis, en það stöðvaðist einnig á varnargarði. Þá hafa snjóflóð verið að falla úr Hólmatindi við Eskifjörð. Lítil snjóflóð hafa verið að falla ofan byggðarinnar í Neskaupstað í dag en engin náð yfir varnargarða.Sigurjón Ólason Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, er ekki vitað til þess að snjóflóð hafi valdið óskunda en hann segir að staðan sé viðkvæm. Almannavarnir hafa í dag gripið til aukinna rýminga úr húsum og hverfum, til viðbótar við þær sem þegar voru í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fleiri hús hafa verið rýmd bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa bæst við rýmingar í Mjóafirði, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og voru íbúar beðnir um að gefa sig fram við fjöldahjálparstöðvar. Í þessum sex byggðum Austfjarða hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt færðarkorti Vegagerðarinnar voru allar leiðir til sjávarbyggða á fjörðunum lokaðar í dag, allt frá Seyðisfirði í norðri til Breiðdalsvíkur í suðri. Nokkrar leiðir voru lokaðar vegna snjóflóðahættu; leiðirnar um Fagradal, um Hólmaháls, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og um Fannardal í Norðfirði. Í kvöld var vegurinn milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur þó opnaður. Einnig vegurinn um Hólmaháls en tekið fram að staðan yrði endurmetin og mögulega gæti komið til lokunar þar seinna í kvöld. Þjóðvegurinn til Norðfjarðar hefur verið lokaður í allan dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal.Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er áfram í gildi fram á nótt en þá tekur við gul viðvörun fram á næsta kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Er fólk hvatt til að sýna aðgæslu nærri farvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14