Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2023 09:42 Skólabúðirnar á Reykjum hafa verið fastur liður hjá börnum í 7. bekk grunnskóla um landið. Vísir/Vilhelm Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands. UMFÍ tók við rekstri skólabúðanna síðasta haust og hóf þá viðkomandi starfsmaður störf við búðirnar. Nemendur í sjöunda bekk grunnskóla hvaðanæva af landinu hafa sótt skólabúðirnar heim um árabil. Nemendur dvelja þar mánudag til föstudags en með í för eru nokkrir kennarar úr viðkomandi skólum. Starfsmenn á Reykjum stýra dagskránni. UMFÍ sendi bréf til skólastjórnenda í fyrradag. Samkvæmt heimildum fréttastofu lýsa börn í kennslustundinni því hvernig þeim hafi verið kennt að vinna sér mein og svo lýst hvernig tilfinning fylgdi því að deyja. Þá var fókus á ójafnvægi þegar kæmi að valdahlutverki kynjanna. Kominn væri tími til að leiðrétta það. Þannig ættu stúlkurnar í kennslustundinni að ráðast á strákana. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir.“ Almenn ánægja hefur verið í skólabúðunum á Reykjum. Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir ráku búðirnar um árabil við góðan orðstír. Reksturinn var boðinn út í fyrra og í framhaldinu tók UMFÍ við rekstrinum.Vísir/Vilhelm Sigurður segir að líklega hafi um þrjátíu krakkar verið í viðkomandi kennslustund. Krakkarnir hafi rætt málin við sína kennara og þannig hafi málið borist á borð til hans. Brugðist hafi verið skjótt við og viðkomandi starfsmaður ekki komið frekar að kennslu þá vikuna. Honum hafi verið sagt upp störfum. Sigurður segir að UMFÍ hafi sent stjórnendum í öllum grunnskólum sem senda börn sín í búðirnar tilkynningu í vikunni vegna málsins. „Eftir að við sendum út tilkynningu um stöðu mála til skólanna þá hafa komið upp ábendingar frá öðrum. Kannski ekki eins og gerðist í síðustu viku og dálítið langt frá því. Ekkert svona alvarlegt,“ segir Sigurður. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum enda er þetta út fyrir öll mörk í hegðun. Þetta er alls ekki í takti við það sem lagt er upp með í náminu.“ Starfsmaðurinn kom einn að kennslustundinni og ber ábyrgð á henni.Vísir/Vilhelm Þar sé lagt upp með leiðtogafærni, sjálfstraust og að styrkja börn í félagsfærni. Mörg dæmi séu um það að krakkar sem læðst hafi með veggjum hafi styrkst mikið félagslega eftir dvöl í búðunum. Svo komi svona upp á sem skyggi á starfið og á engan hátt í takti við það sem búðirnar standi fyrir. Sigurður leggur áherslu á að málið hafi verið unnið náið með viðkomandi grunnskóla og samstarfið verið gott. UMFÍ hafi leitað í samræmda viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf þegar málið kom upp og unnið eftir henni. UMFÍ hafi komið að samningu þeirrar áætlunar í fyrra sem hafi reynst vel þegar svona leiðinlegt mál kom upp. Í búðunum dvelja ólíkir skólar í flestum tilfellum saman svo krakkar kynnast jafnöldrum sínum héðan og þaðan af landinu.Vísir/Vilhelm Starfsmaðurinn er fullorðinn karlmaður. Aðspurður hvort eitthvað hefði mátt betur fara í ráðningarferlinu segir Sigurður: „Við erum auðvitað með okkar áætlun þegar við erum að ráða inn starfsfólk. Fólk skilar inn samþykki fyrir því að við fáum að skoða sakaskrá og svoleiðis. Við erum með mikla verkferla í ráðningum á starfsfólki og erum alltaf að reyna að vanda okkur þegar við ráðum fólk,“ segir Sigurður. Svo hafi starfsmaðurinn verið með meðmæli. Í þessu tilfelli hafi allt litið vel út varðandi starfsmanninn. UMFÍ hafi boðið starfsmanninum sálfræðiaðstoð enda sé reynt að hjálpa öllum í svona máli. „Þetta er mikill harmleikur.“ Auk þess að reka skólabúðirnar á Reykjum hefur Ungmennafélagið rekið ungmennabúðir á Laugum og Laugavatni frá 2005. Starfsemin á Laugavatni liggur tímabundið niðri. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Húnaþing vestra Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands. UMFÍ tók við rekstri skólabúðanna síðasta haust og hóf þá viðkomandi starfsmaður störf við búðirnar. Nemendur í sjöunda bekk grunnskóla hvaðanæva af landinu hafa sótt skólabúðirnar heim um árabil. Nemendur dvelja þar mánudag til föstudags en með í för eru nokkrir kennarar úr viðkomandi skólum. Starfsmenn á Reykjum stýra dagskránni. UMFÍ sendi bréf til skólastjórnenda í fyrradag. Samkvæmt heimildum fréttastofu lýsa börn í kennslustundinni því hvernig þeim hafi verið kennt að vinna sér mein og svo lýst hvernig tilfinning fylgdi því að deyja. Þá var fókus á ójafnvægi þegar kæmi að valdahlutverki kynjanna. Kominn væri tími til að leiðrétta það. Þannig ættu stúlkurnar í kennslustundinni að ráðast á strákana. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir.“ Almenn ánægja hefur verið í skólabúðunum á Reykjum. Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir ráku búðirnar um árabil við góðan orðstír. Reksturinn var boðinn út í fyrra og í framhaldinu tók UMFÍ við rekstrinum.Vísir/Vilhelm Sigurður segir að líklega hafi um þrjátíu krakkar verið í viðkomandi kennslustund. Krakkarnir hafi rætt málin við sína kennara og þannig hafi málið borist á borð til hans. Brugðist hafi verið skjótt við og viðkomandi starfsmaður ekki komið frekar að kennslu þá vikuna. Honum hafi verið sagt upp störfum. Sigurður segir að UMFÍ hafi sent stjórnendum í öllum grunnskólum sem senda börn sín í búðirnar tilkynningu í vikunni vegna málsins. „Eftir að við sendum út tilkynningu um stöðu mála til skólanna þá hafa komið upp ábendingar frá öðrum. Kannski ekki eins og gerðist í síðustu viku og dálítið langt frá því. Ekkert svona alvarlegt,“ segir Sigurður. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum enda er þetta út fyrir öll mörk í hegðun. Þetta er alls ekki í takti við það sem lagt er upp með í náminu.“ Starfsmaðurinn kom einn að kennslustundinni og ber ábyrgð á henni.Vísir/Vilhelm Þar sé lagt upp með leiðtogafærni, sjálfstraust og að styrkja börn í félagsfærni. Mörg dæmi séu um það að krakkar sem læðst hafi með veggjum hafi styrkst mikið félagslega eftir dvöl í búðunum. Svo komi svona upp á sem skyggi á starfið og á engan hátt í takti við það sem búðirnar standi fyrir. Sigurður leggur áherslu á að málið hafi verið unnið náið með viðkomandi grunnskóla og samstarfið verið gott. UMFÍ hafi leitað í samræmda viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf þegar málið kom upp og unnið eftir henni. UMFÍ hafi komið að samningu þeirrar áætlunar í fyrra sem hafi reynst vel þegar svona leiðinlegt mál kom upp. Í búðunum dvelja ólíkir skólar í flestum tilfellum saman svo krakkar kynnast jafnöldrum sínum héðan og þaðan af landinu.Vísir/Vilhelm Starfsmaðurinn er fullorðinn karlmaður. Aðspurður hvort eitthvað hefði mátt betur fara í ráðningarferlinu segir Sigurður: „Við erum auðvitað með okkar áætlun þegar við erum að ráða inn starfsfólk. Fólk skilar inn samþykki fyrir því að við fáum að skoða sakaskrá og svoleiðis. Við erum með mikla verkferla í ráðningum á starfsfólki og erum alltaf að reyna að vanda okkur þegar við ráðum fólk,“ segir Sigurður. Svo hafi starfsmaðurinn verið með meðmæli. Í þessu tilfelli hafi allt litið vel út varðandi starfsmanninn. UMFÍ hafi boðið starfsmanninum sálfræðiaðstoð enda sé reynt að hjálpa öllum í svona máli. „Þetta er mikill harmleikur.“ Auk þess að reka skólabúðirnar á Reykjum hefur Ungmennafélagið rekið ungmennabúðir á Laugum og Laugavatni frá 2005. Starfsemin á Laugavatni liggur tímabundið niðri.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Húnaþing vestra Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira