Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 13:01 Arnar Gunnlaugsson hefur náð eftirtektarverðum árangri í Fossvoginum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. „Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira