Tatarsky hefur vakið mikla athygli eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur til að mynda birt myndskeið af sér innan úr Kreml þar sem hann lofar innrásina.
„Við munum sigra alla, drepa alla, ræna alla sem við þurfum að ræna, allt verður eins og við viljum hafa það,“ segir hann í myndskeiðinu. Það má sjá hér að neðan ásamt myndskeiði sem sýnir sprenginguna.
Some context on the late Vladlen Tatarsky. Here is a video of him bragging that We will defeat everyone, kill everyone, rob everyone we need to, everything will be as we love pic.twitter.com/v96AIfLVuw
— Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) April 2, 2023
Í frétt rússneska fréttamiðilsins RIA Novosti er haft eftir innanríkisráðuneyti Rússlands að Tatarsky hafi látist í sprengingunni og að sextán hafi særst. Þá er haft eftir Alexander Beglov, borgarstjóra Pétursborgar, að 25 hafi særst og að nítján þeirra séu á sjúkrahúsi.
RIA hefur eftir heimildarmönnum sínum að kona hafi fært Tatarsky styttu að gjöf sem innihélt sprengiefni.