Helga hefur starfað hjá fyrirtækinu í rúm tvö ár. Hún hóf störf í febrúar árið 2021 sem þjónustu- og upplifunarstjóri Nettó. Áður starfaði hún á fjármálasviði Bláa lónsins og við umsjón veitingastaðarins Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli. Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og forystu og MS-gráðu í þjónustustjórnun frá Háskóla Íslands.
Ferill Bjarka hjá Samkaupum nær aftur til ársins 2008. Í tilkynningunni segir að hann hafi víðtæka reynslu og þekkingu á öllum vörumerkjum samsteypunnar. Hann hefur starfað í Nettó búðum um allt land, bæði sem aðstoðarverslunarstjóri og verslunarstjóri. Hann starfaði síðast sem sölustjóri Krambúða og Kjörbúða. Hann stundar nám í viðskiptafræði með áherslu á þjónustu við Háskólann á Bifröst samhliða starfinu.
Þá kemur fram að Oliver hafi starfað í verslunargeiranum frá árinu 1996. Hann hafi reynslu af stjórnun vöruhúsa, verkefnastýringu í uppsetningu búða og erlendum innkaupum. Hjá Samkaupum hefur hann verið verkefnastjóri á verslunarsviði varðandi vörustýringu, uppsetningu á verslunum og vöruflokkum og innkaupastjóri á frystivöru. Síðast starfaði hann í vörustýringu á innkaupasviði og við innleiðingu á nýju vörustýringarkerfi.