Stressaður Íslendingur gripinn með mikið magn fíkniefna í Þýskalandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. apríl 2023 08:01 Efnin voru í flöskum utan af hreinsiefni. Bundespolizeiinspektion Bad Bentheim 39 ára íslenskur karlmaður var handtekinn í bænum Schüttorf í Þýskalandi þann 25.febrúar síðastliðinn. Reyndist hann vera tæp átta kíló af fljótandi amfetamíni í fórum sínum. Í tilkynningu frá rannsóknarlögreglunni í Bad Bentheim kemur fram að maðurinn hafi komið keyrandi frá Hollandi til Þýskalands. Var hann stöðvaður á landamærunum. Þegar fulltrúar landamæralögreglunnar spurðu hann hvort hann væri með ólöglegan varning eða efni meðferðis neitaði hann að svara. Fram kemur að maðurinn hafi litið út fyrir að vera afar „stressaður og óöruggur “ og því hafi fulltrúar lögreglunnar ákveðið að leita í bílnum. Í kjölfarið fundust tvær grunsamlegar flöskur í fótarými bílsins. Um var að ræða flöskur utan af hreinsiefni en grunur vaknaði um að þær innihéldu fljótandi amfetamín. Sá grunur reyndist á rökum reistur en samtals vógu flöskurnar rúmlega átta kíló. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og færður fyrir dómara daginn eftir. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í varðhald. Fram kemur að rannsóknardeild tollgæslunnar í Essen fari með rannsókn málsins og að rannsóknin sé nú á lokastigi. Í samtali við Vísi staðfestir Sveinn H. Guðmarsson fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins að borgaraþjónustunni sé kunnugt um málið. Ekki sé þó hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Þýskaland Holland Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Í tilkynningu frá rannsóknarlögreglunni í Bad Bentheim kemur fram að maðurinn hafi komið keyrandi frá Hollandi til Þýskalands. Var hann stöðvaður á landamærunum. Þegar fulltrúar landamæralögreglunnar spurðu hann hvort hann væri með ólöglegan varning eða efni meðferðis neitaði hann að svara. Fram kemur að maðurinn hafi litið út fyrir að vera afar „stressaður og óöruggur “ og því hafi fulltrúar lögreglunnar ákveðið að leita í bílnum. Í kjölfarið fundust tvær grunsamlegar flöskur í fótarými bílsins. Um var að ræða flöskur utan af hreinsiefni en grunur vaknaði um að þær innihéldu fljótandi amfetamín. Sá grunur reyndist á rökum reistur en samtals vógu flöskurnar rúmlega átta kíló. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og færður fyrir dómara daginn eftir. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í varðhald. Fram kemur að rannsóknardeild tollgæslunnar í Essen fari með rannsókn málsins og að rannsóknin sé nú á lokastigi. Í samtali við Vísi staðfestir Sveinn H. Guðmarsson fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins að borgaraþjónustunni sé kunnugt um málið. Ekki sé þó hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Þýskaland Holland Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira