Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2023 09:01 Tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson var gestur Einkalífsins í síðasta þætti þar sem hann talaði meðal annars um æskuna, ferilinn og baráttu sína við kvíðann. Vísir/Vilhelm „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað. Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað.
Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp