Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 4. apríl 2023 09:01 Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. Í tengslum við dag íslenskrar tungu í haust var stofnuð sérstök ráðherranefnd um íslenska tungu samkvæmt tillögu forsætisráðherra, skipuð fimm ráðherrum, og er henni „ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast“ og „vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins“. Það hefði mátt ætla að þessa starfs sæi stað í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024-2028 og þar eru þessi mál vissulega nefnd: „Árið 2022 voru um 10 þúsund erlendir ríkisborgarar sem fluttu til landsins umfram brottflutta. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram og að fjöldinn verði ekki minni í ár.“ Auk þeirra sem hingað koma í atvinnuleit hefur flóttafólki og fólki sem hefur verið veitt alþjóðleg vernd fjölgað mikið og í áætluninni er bent á að óvissa sé um efnahagsleg áhrif af þeirri fjölgun til skemmri og lengri tíma: „Til lengri tíma ráðast þau ekki síst af því hvernig fólkinu gengur að aðlagast íslensku samfélagi, vinnumarkaði og skólakerfi og hvernig tekst að tryggja aðgengi að íslenskukennslu.“ Þetta er grundvallaratriði. Í framhaldi af þessu hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því er ekki að heilsa þótt vissulega sé vikið að mikilvægi íslenskukennslu á nokkrum stöðum, t.d. í kafla um leik- og grunnskóla: „Sú mikla áskorun menntakerfisins sem felst í auknum fjölda þessara nemenda [þ.e. af erlendum uppruna] og barna í leit að alþjóðlegri vernd kallar á […] styrkingu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.“ Í kafla um framhaldsfræðslu segir: „Aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þarf að vera auðvelt og verið er að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hefur samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu […].“ Gott svo langt sem það nær. En það nær bara ekki langt. Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn. Í viðauka áætlunarinnar er fjallað um stöðu og horfur á einstökum málefnasviðum í mörgum köflum sem öllum er skipt í undirkafla á sama hátt. Meðal undirkafla eru „Helstu áskoranir“, „Tækifæri til umbóta“ og „Áhættuþættir“. Það vekur sérstaka athygli að þörf fyrir íslenskukennslu er sjaldnast nefnd í köflum um helstu áskoranir – ekki í 10.05 Útlendingamál, ekki í 14.1 Ferðaþjónusta, og ekki í 29.7 Málefni innflytjenda og flóttafólks. Tækifæri sem íslenskukennsla skapar eru ekki heldur nefnd í köflum um tækifæri til umbóta, og áhættan af því að hér verði til samfélög fólks sem ekki talar íslensku er ekki nefnd í köflum um áhættu. Íslenskunám er þó nefnt í kafla um framhaldsfræðslu og í töflu í þeim kafla eru sett þau markmið að „fjöldi skráninga á íslenskunámskeið viðurkenndra fræðsluaðila“ fari úr 8.400 árið 2022 upp í 15.000 2028, og „hlutfall ánægðra og mjög ánægðra á þessum námskeiðum“ fari úr 40% í 70% á sama tíma. Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki. Í heildina má segja að frá sjónarhóli íslenskrar tungu sé fjármálaáætlunin dapurleg lesning og veki litlar vonir um að íslenskan komist úr þeirri varnarstöðu sem hún er í. Við þurfum að gera miklu betur og það kostar mikið fé – eru stjórnvöld kannski ekki reiðubúin að horfast í augu við það? Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. Í tengslum við dag íslenskrar tungu í haust var stofnuð sérstök ráðherranefnd um íslenska tungu samkvæmt tillögu forsætisráðherra, skipuð fimm ráðherrum, og er henni „ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast“ og „vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins“. Það hefði mátt ætla að þessa starfs sæi stað í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024-2028 og þar eru þessi mál vissulega nefnd: „Árið 2022 voru um 10 þúsund erlendir ríkisborgarar sem fluttu til landsins umfram brottflutta. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram og að fjöldinn verði ekki minni í ár.“ Auk þeirra sem hingað koma í atvinnuleit hefur flóttafólki og fólki sem hefur verið veitt alþjóðleg vernd fjölgað mikið og í áætluninni er bent á að óvissa sé um efnahagsleg áhrif af þeirri fjölgun til skemmri og lengri tíma: „Til lengri tíma ráðast þau ekki síst af því hvernig fólkinu gengur að aðlagast íslensku samfélagi, vinnumarkaði og skólakerfi og hvernig tekst að tryggja aðgengi að íslenskukennslu.“ Þetta er grundvallaratriði. Í framhaldi af þessu hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því er ekki að heilsa þótt vissulega sé vikið að mikilvægi íslenskukennslu á nokkrum stöðum, t.d. í kafla um leik- og grunnskóla: „Sú mikla áskorun menntakerfisins sem felst í auknum fjölda þessara nemenda [þ.e. af erlendum uppruna] og barna í leit að alþjóðlegri vernd kallar á […] styrkingu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.“ Í kafla um framhaldsfræðslu segir: „Aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þarf að vera auðvelt og verið er að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hefur samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu […].“ Gott svo langt sem það nær. En það nær bara ekki langt. Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn. Í viðauka áætlunarinnar er fjallað um stöðu og horfur á einstökum málefnasviðum í mörgum köflum sem öllum er skipt í undirkafla á sama hátt. Meðal undirkafla eru „Helstu áskoranir“, „Tækifæri til umbóta“ og „Áhættuþættir“. Það vekur sérstaka athygli að þörf fyrir íslenskukennslu er sjaldnast nefnd í köflum um helstu áskoranir – ekki í 10.05 Útlendingamál, ekki í 14.1 Ferðaþjónusta, og ekki í 29.7 Málefni innflytjenda og flóttafólks. Tækifæri sem íslenskukennsla skapar eru ekki heldur nefnd í köflum um tækifæri til umbóta, og áhættan af því að hér verði til samfélög fólks sem ekki talar íslensku er ekki nefnd í köflum um áhættu. Íslenskunám er þó nefnt í kafla um framhaldsfræðslu og í töflu í þeim kafla eru sett þau markmið að „fjöldi skráninga á íslenskunámskeið viðurkenndra fræðsluaðila“ fari úr 8.400 árið 2022 upp í 15.000 2028, og „hlutfall ánægðra og mjög ánægðra á þessum námskeiðum“ fari úr 40% í 70% á sama tíma. Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki. Í heildina má segja að frá sjónarhóli íslenskrar tungu sé fjármálaáætlunin dapurleg lesning og veki litlar vonir um að íslenskan komist úr þeirri varnarstöðu sem hún er í. Við þurfum að gera miklu betur og það kostar mikið fé – eru stjórnvöld kannski ekki reiðubúin að horfast í augu við það? Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun