Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 14:17 Í dag þarf samþykki 2/3 íbúa fyrir hunda eða kattahalti í fjölbýlishúsi. Visir/Vilhelm Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu. Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu.
Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira