Fordómar af gáleysi Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 6. apríl 2023 11:01 Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun