„Haltu kjafti, þú ert ömurlegur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2023 09:00 Vincius Jr. og Gavi voru orðnir ansi nánir í leiknum í gær. Vísir/Getty Vincius Jr. skoraði eitt mark fyrir Real Madrid þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Barcelona á Nou Camp í fyrrakvöld. Hann lenti í útistöðum við Gavi í leiknum og lét Spánverjann unga heyra það svo um munaði. Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Sjá meira
Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Sjá meira