„Skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2023 19:50 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir / Hulda Margrét Valur lagði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 73-95. Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur. Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur.
Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42