Kom í leitirnar eftir sex ár á vergangi Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 19:47 Þrátt fyrir að hafa verið týndur í sex ár er kötturinn gæfur og finnst gott að láta klappa sér. Facebook Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum. Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð. Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð.
Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira