Jónatan: Viltu að ég ljúgi? Kári Mímisson skrifar 10. apríl 2023 18:55 Jónatan Magnússon stýrði KA í síðasta sinn í dag en hann mun þjálfa sænska liðið Skövde á næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mikill léttir og ég er stoltur af strákunum í dag. Það að fara í þennan leik var mjög erfitt svona undirbúningslega séð. Þetta er leikur þar sem það er mikið undir og tap hefði getað þýtt að við höfðum geta fallið svo klárlega léttir að enda þetta á sigri.“ Sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, eftir eins marks sigur hans manna á Seltjarnarnesi fyrr í dag. Tap í dag hefði þýtt að örlög KA væru komin í hendur ÍR sem keppti á sama tíma við Fram. KA þurfti stig úr leiknum í dag til að tryggja sæti sitt í deildinni. „Við vissum það að við þurftum að gera okkar og fórum inn í þennan leik með því hugarfari að við ætluðum að klára þetta á okkar forsendum, fókuseruðum að því og það tókst. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir okkur og því gott að enda þetta svona, í mínum síðasta leik með liðinu að halda okkur í efstu deild.“ KA stýrði leiknum að mestu í dag en Grótta var þó aldrei langt undan. Á lokamínútu leiksins tapar KA boltanum á afar klaufalegan hátt og Daníel Örn Griffin jafnaði fyrir heimamenn. Hversu mikið fór um þig á þeim tímapunkti. „Viltu að ég ljúgi að þér? Auðvitað fór um mann. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá þessum leik fyrr. Við höfum verið sjálfum okkur verstir en snérum því við í dag. Við lögðum mikið í þennan leik og reyndar líka síðustu tvo sem við höfum verið að spila sem skilar okkur þeirri niðurstöðu að við erum áfram í deildinni sem við viljum vera í. Það var það sem við ætluðum okkur í dag og gott að ná því markmiði.“ Þetta tímabil hefur verið erfitt hjá KA og þá sérstaklega seinni parturinn. Liðið hafði ekki unnið í átta leikjum í röð fyrir þennan leik. Hvernig lýsir þjálfarinn þessu tímabili hjá KA. „Þegar við horfum til baka þá er þetta tímabil búið að lærdómsríkt. Við fórum af stað með marga unga stráka sem hafa fengið mjög dýrmætar mínútur. Það er mikill efniviður hjá okkur, eins og hefur verið talað um. Svo hefur þetta verið mikil brekka líka og þegar gengur illa þá er nú fyrsta klisjan að benda á meiðsli en ég ætla nú ekki að einblína á það.“ „Þetta tímabil er bara búið að vera þungt og erfitt en á móti kemur þá gerir klúbburinn vel í að nýta það sem hefur gengið á í vetur. Það er ofboðslega mikil ástríða fyrir handbolta fyrir norðan og það sýndi sig í síðasta heimaleik hjá okkur að sjá allt fólkið sem mætti. Allavega endaði þetta þannig að við erum hér áfram í efstu deild og ég er mjög ánægður með það þar sem það býr mikið í þessum klúbb sem KA er.“ Þetta var síðasti leikur Jónatans með KA en hann heldur nú til Svíþjóðar til að taka við IFK Skövde. IFK Skövde á leik á morgun gegn Íslandsvinunum í Ystads IF sem Valur lék við í Evrópukeppninni. Verður Jónatan eitthvað með puttana í leiknum á morgun hjá Skövde eða fylgist hann bara með sem áhorfandi? „Nei, ég er ekkert að skipta mér af honum. Ég fer að hugsa um Svíþjóð 1. Júlí þegar samningurinn minn tekur gildi en í dag snerist þetta allt um að loka þessu tímabili og að vinna hér á erfiðum útivelli með einu marki, það er alveg hægt að hugsa sér verri endi en það.“ Olís-deild karla KA Grótta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Tap í dag hefði þýtt að örlög KA væru komin í hendur ÍR sem keppti á sama tíma við Fram. KA þurfti stig úr leiknum í dag til að tryggja sæti sitt í deildinni. „Við vissum það að við þurftum að gera okkar og fórum inn í þennan leik með því hugarfari að við ætluðum að klára þetta á okkar forsendum, fókuseruðum að því og það tókst. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir okkur og því gott að enda þetta svona, í mínum síðasta leik með liðinu að halda okkur í efstu deild.“ KA stýrði leiknum að mestu í dag en Grótta var þó aldrei langt undan. Á lokamínútu leiksins tapar KA boltanum á afar klaufalegan hátt og Daníel Örn Griffin jafnaði fyrir heimamenn. Hversu mikið fór um þig á þeim tímapunkti. „Viltu að ég ljúgi að þér? Auðvitað fór um mann. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá þessum leik fyrr. Við höfum verið sjálfum okkur verstir en snérum því við í dag. Við lögðum mikið í þennan leik og reyndar líka síðustu tvo sem við höfum verið að spila sem skilar okkur þeirri niðurstöðu að við erum áfram í deildinni sem við viljum vera í. Það var það sem við ætluðum okkur í dag og gott að ná því markmiði.“ Þetta tímabil hefur verið erfitt hjá KA og þá sérstaklega seinni parturinn. Liðið hafði ekki unnið í átta leikjum í röð fyrir þennan leik. Hvernig lýsir þjálfarinn þessu tímabili hjá KA. „Þegar við horfum til baka þá er þetta tímabil búið að lærdómsríkt. Við fórum af stað með marga unga stráka sem hafa fengið mjög dýrmætar mínútur. Það er mikill efniviður hjá okkur, eins og hefur verið talað um. Svo hefur þetta verið mikil brekka líka og þegar gengur illa þá er nú fyrsta klisjan að benda á meiðsli en ég ætla nú ekki að einblína á það.“ „Þetta tímabil er bara búið að vera þungt og erfitt en á móti kemur þá gerir klúbburinn vel í að nýta það sem hefur gengið á í vetur. Það er ofboðslega mikil ástríða fyrir handbolta fyrir norðan og það sýndi sig í síðasta heimaleik hjá okkur að sjá allt fólkið sem mætti. Allavega endaði þetta þannig að við erum hér áfram í efstu deild og ég er mjög ánægður með það þar sem það býr mikið í þessum klúbb sem KA er.“ Þetta var síðasti leikur Jónatans með KA en hann heldur nú til Svíþjóðar til að taka við IFK Skövde. IFK Skövde á leik á morgun gegn Íslandsvinunum í Ystads IF sem Valur lék við í Evrópukeppninni. Verður Jónatan eitthvað með puttana í leiknum á morgun hjá Skövde eða fylgist hann bara með sem áhorfandi? „Nei, ég er ekkert að skipta mér af honum. Ég fer að hugsa um Svíþjóð 1. Júlí þegar samningurinn minn tekur gildi en í dag snerist þetta allt um að loka þessu tímabili og að vinna hér á erfiðum útivelli með einu marki, það er alveg hægt að hugsa sér verri endi en það.“
Olís-deild karla KA Grótta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira