Hinn látni karlmaður um áttrætt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2023 11:49 Skipverjar kölluðu strax eftir aðstoð þegar þeir sáu bíl fara í sjóinn. Aðsend Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“ Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“
Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24