Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2023 11:57 Þótt vandinn sé mestur í Árborg um þessar mundir glíma fjölmörg sveitarféög við mikinn fjárhagsvanda, aðallega vegna kostnaðar sem Alþingi hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra án þess að tryggja þeim tekjur á móti. Vísir/Vilhelm Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. Fjöldi sveitarfélaga glímir við erfiðan fjárhag en Samband íslenskra sveitarfélaga sendi nýverið bréf til tuttugu og eins sveitarfélags sem ekki uppfylltu öll skilyrði laga um fjárhag þeirra. Sigurður Ármann Snævarr sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins segir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna hafa verið erfiða mjög lengi. Hrunið hafi komið illa við þau, síðan hafi covid faraldurinn komið og nú síðast mikil verðbólga og vaxtahækkanir. Stjórnvöld hafi ætlast til að sveitarfélögin færu í miklar fjárfestingar í faraldrinum. „Sum gerðu það og sitja dálítið uppi með svarta Pétur núna,“segir Sigurður Ármann. Þá hafi íbúum fjölgað mjög hratt í sumum sveitarfélögum sem kallað hafi á mikla innviðauppbyggingu. Sigurður Ármann Snævarr svkiðsstjóri hjá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Og við erum að sjá að hefðbundnir tekjustofnar sveitarfélaga duga alls engan veginn fyrir slíkri uppbyggingu. Það verða að koma til einhvers konar innviðauppbyggingargjöld,“segir Sigurður Ármann. Mjög skýrt dæmi megi finna í Mosfellsbæ sem tekið hafi upp slík gjöld og komist nokkuð klakklaust frá kostnaði við mikla uppbyggingu á meðan Árborg sitji í súpunni. Ekki væri hins vegar gert ráð fyrir slíku gjaldi í lögum þótt það hafi gengið í Mosfellsbæ. Stóri vandinn hjá mjög mörgum sveitarfélögum væri aftur á móti vanfjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hafi lagt á sveitarfélögin eftir að þau tóku yfir málefni fatlaðra árið 2011. „Þannig að við erum að sjá að útgjöld vegna málefna fatlaðs fólks séu 14 til 15 milljörðum umfram tekjur á árinu 2021. Samt sem áður eru margvíslegir þættir laganna, sem eru réttindalög, sem sveitarfélögin hafa alls ekki náð að uppfylla. Ef þau ætla að gera það hleypur það á milljörðum, jafnvel tugum milljarða á næstu árum,“ segir sviðsstjórinn. Sameiginlegur halli sveitarfélaganna árið 2021 væri nánast hinn sami og hallinn á málaflokknum. Það væri löngu tímabært að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna frá grunni. „Það hefur verið okkar skoðun. Að það sé brýnt að gera það," segir Sigurður Ármann Snævarr. Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Fjöldi sveitarfélaga glímir við erfiðan fjárhag en Samband íslenskra sveitarfélaga sendi nýverið bréf til tuttugu og eins sveitarfélags sem ekki uppfylltu öll skilyrði laga um fjárhag þeirra. Sigurður Ármann Snævarr sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins segir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna hafa verið erfiða mjög lengi. Hrunið hafi komið illa við þau, síðan hafi covid faraldurinn komið og nú síðast mikil verðbólga og vaxtahækkanir. Stjórnvöld hafi ætlast til að sveitarfélögin færu í miklar fjárfestingar í faraldrinum. „Sum gerðu það og sitja dálítið uppi með svarta Pétur núna,“segir Sigurður Ármann. Þá hafi íbúum fjölgað mjög hratt í sumum sveitarfélögum sem kallað hafi á mikla innviðauppbyggingu. Sigurður Ármann Snævarr svkiðsstjóri hjá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Og við erum að sjá að hefðbundnir tekjustofnar sveitarfélaga duga alls engan veginn fyrir slíkri uppbyggingu. Það verða að koma til einhvers konar innviðauppbyggingargjöld,“segir Sigurður Ármann. Mjög skýrt dæmi megi finna í Mosfellsbæ sem tekið hafi upp slík gjöld og komist nokkuð klakklaust frá kostnaði við mikla uppbyggingu á meðan Árborg sitji í súpunni. Ekki væri hins vegar gert ráð fyrir slíku gjaldi í lögum þótt það hafi gengið í Mosfellsbæ. Stóri vandinn hjá mjög mörgum sveitarfélögum væri aftur á móti vanfjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hafi lagt á sveitarfélögin eftir að þau tóku yfir málefni fatlaðra árið 2011. „Þannig að við erum að sjá að útgjöld vegna málefna fatlaðs fólks séu 14 til 15 milljörðum umfram tekjur á árinu 2021. Samt sem áður eru margvíslegir þættir laganna, sem eru réttindalög, sem sveitarfélögin hafa alls ekki náð að uppfylla. Ef þau ætla að gera það hleypur það á milljörðum, jafnvel tugum milljarða á næstu árum,“ segir sviðsstjórinn. Sameiginlegur halli sveitarfélaganna árið 2021 væri nánast hinn sami og hallinn á málaflokknum. Það væri löngu tímabært að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna frá grunni. „Það hefur verið okkar skoðun. Að það sé brýnt að gera það," segir Sigurður Ármann Snævarr.
Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44