„Þetta er bara vitleysa finnst mér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 10:47 Fiskikóngurinn svarar gagnrýninni sem starfsauglýsing hans fékk. Vísir/Vilhelm Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, auglýsti starf í gær þar sem óskað var eftir því að fá karlkyns manneskju í starfið. Auglýsingin uppskar töluverða gagnrýni sem Kristján furðar sig á en hann útskýrir hvers vegna hann auglýsti starfið með þessum hætti. „Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“ Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“
Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði