Snemma að sofa í kvöld eftir hjólasólarhring Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 17:38 Strákarnir hjóluðu á fullu í heilan sólarhring. Vísir/Steingrímur Dúi Félagar drengs sem slasaðist illa í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst ákváðu að hjálpa vini sínum með því að efna til söfnunar sem gekk svo vonum framar. Drengirnir ákváðu að hjóla stanslaust í heilan sólarhring með það að markmiði að safna fyrir glæsilegu rafmagnsfjallahjóli. Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook. Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook.
Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira