Fótbolti

„Þetta er risastór varsla“

Jón Már Ferro skrifar
Sindri varði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti í leik FH og Stjörnunnar.
Sindri varði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti í leik FH og Stjörnunnar. vísir/Hulda Margrét

Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH, varði vítaspyrnu Jóhanns Árna Gunnarssonar í 1-0 sigri FH gegn Stjörnunni á sunnudaginn.

Þegar Sindri varði boltann var hann kominn langt út úr markinu og leit út fyrir að hafa verið kominn af línunni þegar Jóhann tók spyrnuna. Við nánari athugun var annar fóturinn enn þá á línunni og markvarslan því lögleg.

„Sindri er enn þá, skal ég segja ykkur, eftir að hafa skoðað þetta ramma fyrir ramma, enn þá á línunni þegar spyrnt er í boltann, sem að gerir þetta fullkomlega löglegt hjá Sindra og FH,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar.

Kjartan Henry lítur út fyrir að vera sáttur með markmann sinn í leikslok.vísir/Hulda Margrét

Stjarnan fékk vítaspyrnuna eftir að Sindri Kristinn gaf lélega sendingu inn á miðjuna. Guðmundur Kristjánsson náði boltanum á undan Loga Hrafni, keyrði inn á teiginn, gaf boltann á Ísak Andra sem sótti vítaspyrnuna þegar Eggert Gunnþór Jónsson braut klaufalega af sér.

„Þarna var Stjarnan búið að vera mun betri aðilinn, allt móment með þeim,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar.

Sindri knúsar varamanninn Gyrði Hrafn Guðbrandsson.vísir/hulda margrét

„Hann tekur eitthvað risaskref fram. Þetta er ákveðin tækni. Ég labbaði þarna og það voru einhverjir að spyrja mig og ég sagði já, já hann var kominn langt út af línunni,“ sagði Baldur.

FH-ingar áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik en Stjarnan náði ekki að nýta sér það.

„Þetta var rosalega mikilvægt fyrir hann eftir leikinn við Fram, fékk smá gagnrýni eftir vítið sem hann gaf. Þetta er risastór varsla," sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins.

Klippa: Stúkan: Markvarsla Sindra Kristins

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×