Stjórnvöld á Indlandi mótmæla harðlega hjónbandi samkynja einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 12:24 Aðgerðasinnar og baráttufólk bindur vonir við hæstarétt landsins. epa/Harish Tyagi Stjórnvöld á Indlandi hafa sett sig harðlega upp á móti umleitan hinsegin fólks til að fá að gangast í hjónaband. Málið hefur ratað til hæstaréttar landsins, sem hefur áður úrskurðað gegn vilja stjórnvalda og felldi til að mynda úr gildi bann gegn samkynhneigð árið 2018. Umrætt mál var höfðað af aðgerðasinnum sem krefjast jafnréttis á við gagnkynhneigt fólk. Þeir vilja að samkynja pör og trans fólk fái að ganga í hjónband, ættleiða og njóta annarra réttinda á við gagnkynhneigða. Hinsegin fólk hefur á síðustu árum orðið sýnilegra í inversku samfélagi, sem er það næst fjölmennasta í heimi. Það er hins vegar enn langt í land, bæði þegar kemur að löggjöf en ekki síður að viðhorfum. Þannig skilaði ríkisstjórn Narendra Modi inn áliti til hæstaréttar vegna málsins, þar sem lýst er yfir andstöðu og þess farið á leit að málinu verði vísað frá. „Gilt hjónaband getur aðeins verið á milli líffræðilegs karlmanns og líffræðilegrar konu,“ segir meðal annars í umsögn ríkisstjórnarinnar, sem segir jafnrétti til handa hinsegin fólki ganga gegn trúarlegum gildum og grafa alvarlega undan hagsmunum allra borgara landsins. Um sé að ræða ákvörðun sem ætti að vera á forræði þingsins en ekki dómstóla. Ríkisstjórnin, sem hefur lýst hjónabandi samkynja para sem „forréttinda-fyrirbæri“, setti sig einnig nýverið upp á móti því að samkynhneigður lögmaður fengi sæti í hæstarétti. Þá hefur opinber stofnun sem fjallar um velferð barna sagt að það að heimila ættleiðingar samkynja para jafngilti því að stofna öryggi barna í hættu. Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra bindur, þrátt fyrir þetta, nokkrar vonir við dómsmálið vegna fyrri úrskurða hæstaréttar en auk þess að fella lög um bann gegn samkynhneigð úr gildi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu árið 2014 viðurkenna bæri trans fólk sem „þriðja kynið.“ Umfjöllun Guardian. Indland Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Umrætt mál var höfðað af aðgerðasinnum sem krefjast jafnréttis á við gagnkynhneigt fólk. Þeir vilja að samkynja pör og trans fólk fái að ganga í hjónband, ættleiða og njóta annarra réttinda á við gagnkynhneigða. Hinsegin fólk hefur á síðustu árum orðið sýnilegra í inversku samfélagi, sem er það næst fjölmennasta í heimi. Það er hins vegar enn langt í land, bæði þegar kemur að löggjöf en ekki síður að viðhorfum. Þannig skilaði ríkisstjórn Narendra Modi inn áliti til hæstaréttar vegna málsins, þar sem lýst er yfir andstöðu og þess farið á leit að málinu verði vísað frá. „Gilt hjónaband getur aðeins verið á milli líffræðilegs karlmanns og líffræðilegrar konu,“ segir meðal annars í umsögn ríkisstjórnarinnar, sem segir jafnrétti til handa hinsegin fólki ganga gegn trúarlegum gildum og grafa alvarlega undan hagsmunum allra borgara landsins. Um sé að ræða ákvörðun sem ætti að vera á forræði þingsins en ekki dómstóla. Ríkisstjórnin, sem hefur lýst hjónabandi samkynja para sem „forréttinda-fyrirbæri“, setti sig einnig nýverið upp á móti því að samkynhneigður lögmaður fengi sæti í hæstarétti. Þá hefur opinber stofnun sem fjallar um velferð barna sagt að það að heimila ættleiðingar samkynja para jafngilti því að stofna öryggi barna í hættu. Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra bindur, þrátt fyrir þetta, nokkrar vonir við dómsmálið vegna fyrri úrskurða hæstaréttar en auk þess að fella lög um bann gegn samkynhneigð úr gildi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu árið 2014 viðurkenna bæri trans fólk sem „þriðja kynið.“ Umfjöllun Guardian.
Indland Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira