Er gott að búa í Túnunum? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 19. apríl 2023 11:30 Vinkona mín skutlaði mér heim um daginn og kvaddi mig með þessum orðum: „Já, býrðu hér? Ég hef alltaf átt erfitt með að ímynda mér þetta hverfi sem íbúðarhverfi, hvað þá fjölskylduhverfi.“ Ég bý í 105 Reykjavík. Ekki í Norðurmýri, Hlíðunum, Hlíðarenda né Holtunum, ekki í Laugardalnum, né við Laugarnesið og ekki við Hlemm. Ég vel að búa í Túnunum, vegna nálægðar við vinnu og fjölskyldu, og þar sem börnin mín ganga í skóla í Sóltúninu. Í Græna Planinu, stefnumörkun borgarinnar fram til ársins 2030, kemur fram um Græna Borg að eitt aðalmarkmið í átt að heilbrigði og bættri lýðheilsu, er að tryggja gott aðgengi að útivistarsvæðum frá heimilum. Þannig hefur það talist óskráð regla að miða helst við 500 m fjarlægð frá heimili að grænu heilnæmu svæði („Græna Borgin“, sjá bls 93). Rétturinn til heilnæms umhverfis (sem Sameinuðu Þjóðirnar hafa viðurkennt sem hluta af mannréttindum) og rétturinn til lífs (sem er grundvöllur annarra mannréttinda) styður við þessa stefnumótun borgarinnar og svarar þeirri þörf almennings að geta gengið að útivist og hreinu lofti, heilnæmu umhverfi og náttúru í nálægð við heimilið, og þá skyldu yfirvalda til að stuðla að slíku. Það nútímasamfélag sem við búum við í dag, og þau áhrif sem slíkir lifnaðarhættir hafa á umhverfið og náttúruna, kalla einnig á ríkari varðveislu og uppbyggingu grænna svæða. Að lokum ber að nefna að þétting byggðar, sem vissulega er þarft markmið með hliðsjón af umhverfisvænni samgöngum, ýtir enn frekar undir mikilvægi þess að tryggja varðveislu og uppbyggingu grænna svæða inn í borginni. Í Túnunum búa í dag hátt í 3000 manns, og fer hratt fjölgandi. Til samanburðar búa um 5000 manns í Hlíðunum. Hér í hverfinu eru fyrirhuguð hver blokkin á fætur annarri, hásýsi, steypa, kranar og pallar, bílastæðahús, bílastæði og malbik. Hvar eru grænu svæðin? Klambratún og Laugarnesið er í ca 1,5 km fjarlægð, Grasagarðurinn í 2 km fjarlægð, en varla er eitt frímerki eftir af grænu grasi eða náttúru í Túnunum sjálfum, innan um alla steypuna. Hinn svokallaði Ármannsreitur í Sóltúninu er í raun eina frímerkið eftir í þessu sístækkandi hverfi. Svæðið er í dag að mestu eitt moldarflag, með nokkrum grastoppum, nýgræðingum sem eru að berjast við að skjóta upp kollinum, frábærri brekku sem er nýtt á veturna fyrir börnin, hrörlegum rólum og leiktækjakastala. Þar er kyrrlátt, við hliðin á leikskóla og skóla, í fjarlægð frá umferð og mengun Borgartúnsins, og er þó afar miðsvæðis í hverfinu. Íbúar, bæði úr nærliggjandi blokkum, af hjúkrunarheimilinu og skólabörn, nota svæðið til útivistar, eftir bestu getu. Þónokkrir íbúar í Túnunum hafa í áranna rás barist fyrir því að varðveita þennan reit með alls konar fyrirspurnum inn á Betri Reykjavík, hugmyndum inn á Hverfið mitt, fundum með skipulagsnefnd og pólitíkinni, tölvupóstum og erindum. Árið 2020 var sett hugmynd inn á Betri Reykjavík um almenningsgarð í Túnunum, sem lenti í efstu sætum í kosningu alls Laugardalsins. Samt var hugmyndinni vikið frá og komst ekki áfram, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Í fyrra (árið 2022) var aftur reynt að setja sömu hugmynd fram, og er hugmyndin í 7. sæti yfir samtals 209 hugmyndir í Laugardalnum. Sjónarmið íbúa og óskir eru greinilega á kristaltæru, en allt kemur fyrir ekki. Hvers vegna og hvað stendur til? Skammsýnt gróðarsjónarmið borgarinnar hefur haft vinninginn. Að selja reitinn undir enn fleiri steypuklumpa vegur greinilega hærra en raddir 3000 íbúa, og skilst okkur íbúunum að ekkert sé hægt að gera. Búið er að ganga frá sölunni. Framkvæmdir fara að hefjast. Við íbúarnir höfum reynt að mæta borginni með lausnir og tillögur, bent á að hægt sé að kaupa aftur reitinn, (sem borgar sig til langs tíma), minnka byggingarmagnið eða færa bygginguna norðar og mjókka hana, svo unnt verði amk að hafa stóran sameiginlegan bakgarð sunnan megin við bygginguna. Höfum við íbúar ekki nægilega sterka rödd? Greinilega ekki þegar fjármálaöflin eru annars vegar. Almenningsgarður í Sóltúni yrði til mikils sóma, ekki bara íbúum Túnanna, heldur einnig allri Reykjavík. Ég skora á Borgaryfirvöld að skoða hér lausnir og tækifæri, og endurskoða málið. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM - samtaka um áhrif umhverfis á heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinkona mín skutlaði mér heim um daginn og kvaddi mig með þessum orðum: „Já, býrðu hér? Ég hef alltaf átt erfitt með að ímynda mér þetta hverfi sem íbúðarhverfi, hvað þá fjölskylduhverfi.“ Ég bý í 105 Reykjavík. Ekki í Norðurmýri, Hlíðunum, Hlíðarenda né Holtunum, ekki í Laugardalnum, né við Laugarnesið og ekki við Hlemm. Ég vel að búa í Túnunum, vegna nálægðar við vinnu og fjölskyldu, og þar sem börnin mín ganga í skóla í Sóltúninu. Í Græna Planinu, stefnumörkun borgarinnar fram til ársins 2030, kemur fram um Græna Borg að eitt aðalmarkmið í átt að heilbrigði og bættri lýðheilsu, er að tryggja gott aðgengi að útivistarsvæðum frá heimilum. Þannig hefur það talist óskráð regla að miða helst við 500 m fjarlægð frá heimili að grænu heilnæmu svæði („Græna Borgin“, sjá bls 93). Rétturinn til heilnæms umhverfis (sem Sameinuðu Þjóðirnar hafa viðurkennt sem hluta af mannréttindum) og rétturinn til lífs (sem er grundvöllur annarra mannréttinda) styður við þessa stefnumótun borgarinnar og svarar þeirri þörf almennings að geta gengið að útivist og hreinu lofti, heilnæmu umhverfi og náttúru í nálægð við heimilið, og þá skyldu yfirvalda til að stuðla að slíku. Það nútímasamfélag sem við búum við í dag, og þau áhrif sem slíkir lifnaðarhættir hafa á umhverfið og náttúruna, kalla einnig á ríkari varðveislu og uppbyggingu grænna svæða. Að lokum ber að nefna að þétting byggðar, sem vissulega er þarft markmið með hliðsjón af umhverfisvænni samgöngum, ýtir enn frekar undir mikilvægi þess að tryggja varðveislu og uppbyggingu grænna svæða inn í borginni. Í Túnunum búa í dag hátt í 3000 manns, og fer hratt fjölgandi. Til samanburðar búa um 5000 manns í Hlíðunum. Hér í hverfinu eru fyrirhuguð hver blokkin á fætur annarri, hásýsi, steypa, kranar og pallar, bílastæðahús, bílastæði og malbik. Hvar eru grænu svæðin? Klambratún og Laugarnesið er í ca 1,5 km fjarlægð, Grasagarðurinn í 2 km fjarlægð, en varla er eitt frímerki eftir af grænu grasi eða náttúru í Túnunum sjálfum, innan um alla steypuna. Hinn svokallaði Ármannsreitur í Sóltúninu er í raun eina frímerkið eftir í þessu sístækkandi hverfi. Svæðið er í dag að mestu eitt moldarflag, með nokkrum grastoppum, nýgræðingum sem eru að berjast við að skjóta upp kollinum, frábærri brekku sem er nýtt á veturna fyrir börnin, hrörlegum rólum og leiktækjakastala. Þar er kyrrlátt, við hliðin á leikskóla og skóla, í fjarlægð frá umferð og mengun Borgartúnsins, og er þó afar miðsvæðis í hverfinu. Íbúar, bæði úr nærliggjandi blokkum, af hjúkrunarheimilinu og skólabörn, nota svæðið til útivistar, eftir bestu getu. Þónokkrir íbúar í Túnunum hafa í áranna rás barist fyrir því að varðveita þennan reit með alls konar fyrirspurnum inn á Betri Reykjavík, hugmyndum inn á Hverfið mitt, fundum með skipulagsnefnd og pólitíkinni, tölvupóstum og erindum. Árið 2020 var sett hugmynd inn á Betri Reykjavík um almenningsgarð í Túnunum, sem lenti í efstu sætum í kosningu alls Laugardalsins. Samt var hugmyndinni vikið frá og komst ekki áfram, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Í fyrra (árið 2022) var aftur reynt að setja sömu hugmynd fram, og er hugmyndin í 7. sæti yfir samtals 209 hugmyndir í Laugardalnum. Sjónarmið íbúa og óskir eru greinilega á kristaltæru, en allt kemur fyrir ekki. Hvers vegna og hvað stendur til? Skammsýnt gróðarsjónarmið borgarinnar hefur haft vinninginn. Að selja reitinn undir enn fleiri steypuklumpa vegur greinilega hærra en raddir 3000 íbúa, og skilst okkur íbúunum að ekkert sé hægt að gera. Búið er að ganga frá sölunni. Framkvæmdir fara að hefjast. Við íbúarnir höfum reynt að mæta borginni með lausnir og tillögur, bent á að hægt sé að kaupa aftur reitinn, (sem borgar sig til langs tíma), minnka byggingarmagnið eða færa bygginguna norðar og mjókka hana, svo unnt verði amk að hafa stóran sameiginlegan bakgarð sunnan megin við bygginguna. Höfum við íbúar ekki nægilega sterka rödd? Greinilega ekki þegar fjármálaöflin eru annars vegar. Almenningsgarður í Sóltúni yrði til mikils sóma, ekki bara íbúum Túnanna, heldur einnig allri Reykjavík. Ég skora á Borgaryfirvöld að skoða hér lausnir og tækifæri, og endurskoða málið. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM - samtaka um áhrif umhverfis á heilsu.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun