Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. apríl 2023 12:18 Um 300 hluthafar í Landsbankanum fallna, af öllum stærðum, vilja bætur frá Björgólfi. Vilhelm Gunnarsson Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta er allt fremur óheppileg staða,“ sagði Reimar í þinghaldinu í morgun. En aðalmeðferð í málinu var frestað vegna upplýsinga um tengsl Jóns Arnars við málið. Árin 2005 til 2007 var Jón Arnar, sem er endurskoðandi, yfirmaður eftirlits með beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) hjá ársreikningaskrá. Lýtur málið að aðkomu hans að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Reimar segir að ríkar kröfur séu gerðar til sérfróðra meðdómenda og tengslin séu óheppileg. 300 hluthafar af öllum stærðum Vanhæfismálið er í raun sér mál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á í raun rætur allt til ársins 2012 þegar Vilhjálmur Bjarnason hóf vitnamál gegn Björgólfi. Um 300 fyrrverandi hluthafar í Landsbankanum, bæði litlir og stórir, telja að Björgólfur hafi leynt upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar honum tengdar. Einnig að Björgólfur hafi brotið yfirtökuskyldu þegar eignarhaldsfélag hans, Samson, hafi náð fullum yfirráðum í bankanum um mitt ár 2006. Alls eru fimm félög í málaferlum við Björgólf. Málsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands númer I, II og III sem krefjast viðurkenningar á bótaábyrgð Björgólfs. Einnig Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur, bæði undir forsvari útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, sem krefja Björgólf um bætur að höfuðstóli 600 milljóna króna. Málið hefur þvælst fram og aftur í réttarkerfinu í allan þennan tíma. Margir dómarar hafa komið að því og fyrirtökurnar eru orðnar mýmargar. Gert var ráð fyrir að aðalmeðferð hæfist loksins í þessari viku en hún á að taka tvær vikur. Ein vika í vitnaleiðslur og ein í málflutning. Það varð ekki því að upplýsingar bárust um mögulegt vanhæfi Jóns Arnars og tefst málið því enn frekar. Jón Arnar Baldurs endurskoðandi segist ekki hafa komið að reikningsskilum Landsbankans á umræddu tímabili.Háskóli Íslands Vitni lét vita Í fyrirtökunni í morgun sagði Reimar að kröfur um sérfróða meðdómendur væru ríkar og að í dómaframkvæmd hefði þeim verið vikið frá við minnstu snertingu við mál. Sagði hann að Jón Arnar hafi veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða er varði sakarefni hópmálsóknarinnar og óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Fyrrverandi slitarstjórnarmenn yrðu leiddir fyrir til vitnis og ábyrgð PwC væri „samslungin sakarefninu.“ Hafi það verið vitni í málinu sem fóra að efast um hæfi Jóns Arnars og lét vita. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður hluthafanna, gerði ekki kröfu í vanhæfismálinu. Hann sagði hins vegar að sakarefnið snerist ekki um ábyrgð PwC heldur Björgólfs, sem hafi „veitt rangar upplýsingar og blekkt endurskoðendurna.“ Jóhannes Bjarni segir Björgólf hafa blekkt endurskoðendurna.Landslög Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, lét bóka að Jón Arnar hafi að eigin sögn ekki komið að reikningsskilum Landsbankans á þeim tíma sem um er fjallað. Né neinir starfsmenn sem undir hann heyrðu. Landsbankinn Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Björgólfur Thor sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
„Þetta er allt fremur óheppileg staða,“ sagði Reimar í þinghaldinu í morgun. En aðalmeðferð í málinu var frestað vegna upplýsinga um tengsl Jóns Arnars við málið. Árin 2005 til 2007 var Jón Arnar, sem er endurskoðandi, yfirmaður eftirlits með beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) hjá ársreikningaskrá. Lýtur málið að aðkomu hans að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Reimar segir að ríkar kröfur séu gerðar til sérfróðra meðdómenda og tengslin séu óheppileg. 300 hluthafar af öllum stærðum Vanhæfismálið er í raun sér mál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á í raun rætur allt til ársins 2012 þegar Vilhjálmur Bjarnason hóf vitnamál gegn Björgólfi. Um 300 fyrrverandi hluthafar í Landsbankanum, bæði litlir og stórir, telja að Björgólfur hafi leynt upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar honum tengdar. Einnig að Björgólfur hafi brotið yfirtökuskyldu þegar eignarhaldsfélag hans, Samson, hafi náð fullum yfirráðum í bankanum um mitt ár 2006. Alls eru fimm félög í málaferlum við Björgólf. Málsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands númer I, II og III sem krefjast viðurkenningar á bótaábyrgð Björgólfs. Einnig Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur, bæði undir forsvari útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, sem krefja Björgólf um bætur að höfuðstóli 600 milljóna króna. Málið hefur þvælst fram og aftur í réttarkerfinu í allan þennan tíma. Margir dómarar hafa komið að því og fyrirtökurnar eru orðnar mýmargar. Gert var ráð fyrir að aðalmeðferð hæfist loksins í þessari viku en hún á að taka tvær vikur. Ein vika í vitnaleiðslur og ein í málflutning. Það varð ekki því að upplýsingar bárust um mögulegt vanhæfi Jóns Arnars og tefst málið því enn frekar. Jón Arnar Baldurs endurskoðandi segist ekki hafa komið að reikningsskilum Landsbankans á umræddu tímabili.Háskóli Íslands Vitni lét vita Í fyrirtökunni í morgun sagði Reimar að kröfur um sérfróða meðdómendur væru ríkar og að í dómaframkvæmd hefði þeim verið vikið frá við minnstu snertingu við mál. Sagði hann að Jón Arnar hafi veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða er varði sakarefni hópmálsóknarinnar og óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Fyrrverandi slitarstjórnarmenn yrðu leiddir fyrir til vitnis og ábyrgð PwC væri „samslungin sakarefninu.“ Hafi það verið vitni í málinu sem fóra að efast um hæfi Jóns Arnars og lét vita. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður hluthafanna, gerði ekki kröfu í vanhæfismálinu. Hann sagði hins vegar að sakarefnið snerist ekki um ábyrgð PwC heldur Björgólfs, sem hafi „veitt rangar upplýsingar og blekkt endurskoðendurna.“ Jóhannes Bjarni segir Björgólf hafa blekkt endurskoðendurna.Landslög Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, lét bóka að Jón Arnar hafi að eigin sögn ekki komið að reikningsskilum Landsbankans á þeim tíma sem um er fjallað. Né neinir starfsmenn sem undir hann heyrðu.
Landsbankinn Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Björgólfur Thor sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00
Björgólfur Thor sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. 18. apríl 2018 06:00