Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2023 20:05 Ásmundur var leystur út með fallegum blómvendi og grænmetiskörfu frá Garðyrkjuskólanum. Hér er hann ásamt Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum á opna húsinu í skólanum á sumardaginn fyrsta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn. Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira