Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Lúðvík Júlíusson skrifar 24. apríl 2023 11:00 Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar