Máli Ingu Sæland gegn Þórunni vísað frá Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 16:14 Þórunn braut ekki siðareglur með að saka Ingu um ódýran popúlisma byggðan á útlendingaandúð. Vilhelm Gunnarsson Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, gegn Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Sakaði Inga Þórunni um ærumeiðandi ummæli í sinn garð. Það er að Inga væri haldin útlendingaandúð. „Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi Ingu Sæland, dags. 18. mars sl., um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn,“ segir í tilkynningu Alþingis. „Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.“ Ummælin umræddu féllu í umræðum um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra þann 15. mars síðastliðinn. Eru þau eftirfarandi: „Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.“ Inga var ekki sátt við ummæli Þórunnar og sendi erindi til forsætisnefndar.Vilhelm Gunnarsson Síðar urðu hvöss orðaskipti á milli Ingu og Helgu Völu Helgadóttur, sem kom samflokkskonu sinni til varnar. Sendi þá Inga þá erindi til forsætisnefndar. Þingmenn njóti ríkrar verndar „Við mat á ummælum þingmannsins, sem féllu á þingfundi 15. mars sl., var horft til þess að siðareglur þingmanna koma til fyllingar þeim skyldum sem þeir hafa samkvæmt stjórnarskrá, þingsköpum og úrskurðum forseta Alþingis um góða reglu,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Í framkvæmd hafi verið miðað við að þingmenn njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu. Einnig að tjáning þingmanna lúti fundarstjórn forseta Alþingis og athafnir við stjórn þingfunda sæti ekki endurskoðun. Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi Ingu Sæland, dags. 18. mars sl., um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn,“ segir í tilkynningu Alþingis. „Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.“ Ummælin umræddu féllu í umræðum um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra þann 15. mars síðastliðinn. Eru þau eftirfarandi: „Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.“ Inga var ekki sátt við ummæli Þórunnar og sendi erindi til forsætisnefndar.Vilhelm Gunnarsson Síðar urðu hvöss orðaskipti á milli Ingu og Helgu Völu Helgadóttur, sem kom samflokkskonu sinni til varnar. Sendi þá Inga þá erindi til forsætisnefndar. Þingmenn njóti ríkrar verndar „Við mat á ummælum þingmannsins, sem féllu á þingfundi 15. mars sl., var horft til þess að siðareglur þingmanna koma til fyllingar þeim skyldum sem þeir hafa samkvæmt stjórnarskrá, þingsköpum og úrskurðum forseta Alþingis um góða reglu,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Í framkvæmd hafi verið miðað við að þingmenn njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu. Einnig að tjáning þingmanna lúti fundarstjórn forseta Alþingis og athafnir við stjórn þingfunda sæti ekki endurskoðun.
Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent