Opið bréf til ráðherra og alþingismanna Karen Jónsdóttir, Eygló Björk Ólafsdóttir, Oddný Anna Björnsdóttir og Ólafur Stephensen skrifa 25. apríl 2023 15:31 Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Öllum má það vera ljóst þegar fyrirtæki er stofnað að því fylgi ákveðin áhætta og felst áhættan aðallega í því að ekki sé hægt að innheimta skuld sem búið er að stofna og verður því töpuð krafa. Þegar stofnað er til viðskipta ávinnst traust í gegnum árin og þetta traust myndar góð viðskiptatengsl sem yfirleitt eru gagnkvæm. Traustið felst meðal annars í því að fyrirtæki í viðskiptum aðstoða hvert annað í hremmingum en það er ætíð beggja hagur. Greiðslufrestir, sem veittir eru til að greiða fyrir viðskiptum, byggjast sömuleiðis á slíku trausti. Undirrituð hvetja dómsmálaráðherra og Alþingi til að beita sér fyrir breytingum á 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 en ákvæðið í núgildandi mynd auðveldar fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Samkvæmt ákvæðinu verður söluveð ekki stofnað í hlutum sem ætlaðir eru til endursölu þótt kaupverðið hafi ekki verið greitt. Ákvæðið kemur í veg fyrir að innflytjendur og heildsalar geti gert eignarréttarfyrirvara vegna vara sem ætlaðar eru til endursölu. Þetta grefur undan því viðskiptatrausti sem flestir vilja varðveita og auðveldar rekstraraðilum að setja fyrirtæki í þrot og byrja upp á nýtt á nýrri kennitölu. Greinin getur virkað á þann hátt að allar vörur sem eru til staðar í fyrirtækinu þegar það fer í þrot verða sjálfkrafa eign þrotabúsins hvort sem greitt hefur verið fyrir þær eður ei, þ.e vörur sem eru í raun eign birgja renna sjálfkrafa til þrotabúsins þar sem lánastofnun hefur allsherjarveð í þeim. Þessar vörur eru síðan seldar og tekjurnar nýttar til að greiða forgangskröfur. Birgjar eru síðastir í forgangsröðinni og fá sjaldnast nokkuð upp í sitt tjón. Birgjar eru stórar heildsölur, litlar heildsölur, smáframleiðendur og einyrkjar. Við skorum á Alþingi að breyta þessari reglu á þann hátt að birgjar geti sett eignarréttarfyrirvara varðandi vörur sem ekki hafa verið greiddar og þannig gengið að þeim í þrotabúum. Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic Eygló Björk Ólafsdóttir formaður VOR (Verndun og ræktun) - Félags um lífræna ræktun og framleiðslu Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldþrot Ólafur Stephensen Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Öllum má það vera ljóst þegar fyrirtæki er stofnað að því fylgi ákveðin áhætta og felst áhættan aðallega í því að ekki sé hægt að innheimta skuld sem búið er að stofna og verður því töpuð krafa. Þegar stofnað er til viðskipta ávinnst traust í gegnum árin og þetta traust myndar góð viðskiptatengsl sem yfirleitt eru gagnkvæm. Traustið felst meðal annars í því að fyrirtæki í viðskiptum aðstoða hvert annað í hremmingum en það er ætíð beggja hagur. Greiðslufrestir, sem veittir eru til að greiða fyrir viðskiptum, byggjast sömuleiðis á slíku trausti. Undirrituð hvetja dómsmálaráðherra og Alþingi til að beita sér fyrir breytingum á 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 en ákvæðið í núgildandi mynd auðveldar fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Samkvæmt ákvæðinu verður söluveð ekki stofnað í hlutum sem ætlaðir eru til endursölu þótt kaupverðið hafi ekki verið greitt. Ákvæðið kemur í veg fyrir að innflytjendur og heildsalar geti gert eignarréttarfyrirvara vegna vara sem ætlaðar eru til endursölu. Þetta grefur undan því viðskiptatrausti sem flestir vilja varðveita og auðveldar rekstraraðilum að setja fyrirtæki í þrot og byrja upp á nýtt á nýrri kennitölu. Greinin getur virkað á þann hátt að allar vörur sem eru til staðar í fyrirtækinu þegar það fer í þrot verða sjálfkrafa eign þrotabúsins hvort sem greitt hefur verið fyrir þær eður ei, þ.e vörur sem eru í raun eign birgja renna sjálfkrafa til þrotabúsins þar sem lánastofnun hefur allsherjarveð í þeim. Þessar vörur eru síðan seldar og tekjurnar nýttar til að greiða forgangskröfur. Birgjar eru síðastir í forgangsröðinni og fá sjaldnast nokkuð upp í sitt tjón. Birgjar eru stórar heildsölur, litlar heildsölur, smáframleiðendur og einyrkjar. Við skorum á Alþingi að breyta þessari reglu á þann hátt að birgjar geti sett eignarréttarfyrirvara varðandi vörur sem ekki hafa verið greiddar og þannig gengið að þeim í þrotabúum. Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic Eygló Björk Ólafsdóttir formaður VOR (Verndun og ræktun) - Félags um lífræna ræktun og framleiðslu Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun