Foreldrar – treystum ekki skilyrðislaust Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2023 11:01 Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun