Kröfu Björgólfs um vanhæfi Jóns Arnars hafnað Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 13:39 Dómari féllst ekki á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Jóns Arnars. Getty Jón Arnar Baldurs er ekki vanhæfur til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, úrskurðaði um vanhæfið í gær. Hafnaði hann kröfu Björgólfs um að Jón Arnar taki ekki sæti í dóminum sem sérfróður meðdómsmaður í málinu sem lýtur að upplýsingagjöf Björgólfs til hluthafa Landsbankans og yfirtökuskyldu á árunum fyrir bankahrun. Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs, setti kröfuna fram vegna þess að Jón Arnar, sem er endurskoðandi, hafði aðkomu að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Sagði Reimar að Jón Arnar hefði veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða sem varði sakarefni hópmálsóknarinnar. Óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Einnig að Jón Arnar hefði verið yfirmaður eftirlits með beitingu IFRS reikningsskilastaðla hjá ársreikningaskrá. Enga hagsmuni af niðurstöðunni „Í málinu er sem fyrr segir byggt á því af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um óbeina hlutafjáreign sína í Landsbankanum og þannig villt um fyrir bæði stjórnendum og endurskoðendum bankans, með þeim afleiðingum að ársreikningur bankans og árhlutauppgjör hafi verið röng,“ segir í úrskurðinum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Sakarefni málsins lýtur samkvæmt því að meintri saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, en ekki að háttsemi endurskoðenda bankans eða stjórnenda hans og enn síður að framkvæmd ársreikningaskrár. Enginn þessara aðila er enda málsaðili í málinu.“ Þá er einnig bent á að hvorki Jón Arnar né starfsmenn á hans vegum hafi komið að eftirliti með reikningsskilum Landsbankans á umræddum tíma, það er árunum 2005 til 2007. „Hann hefur sömuleiðis enga hagsmuni af niðurstöðu málsins,“ segir í úrskurðinum. Tafði aðalmeðferð Vanhæfismálið var sérmál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á rætur sínar til vitnamála Vilhjálms Bjarnasonar árið 2012. Aðalmeðferð átti að hefjast í þessum mánuði en tefst vegna þess. Kristján Loftsson er í forsvari fyrir tvö af fimm félögunum í málsókninni.Egill Aðalsteinsson Þrjú hundruð hluthafar Landsbankans fallna krefjast viðurkenningar á bótaskyldu Björgólfs. Það er Málsóknarfélög hluthafa Landsbankans númer I, II og III. Þá krefjast tvö félög, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur undir forystu útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, 600 milljóna króna í bætur. Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18 Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, úrskurðaði um vanhæfið í gær. Hafnaði hann kröfu Björgólfs um að Jón Arnar taki ekki sæti í dóminum sem sérfróður meðdómsmaður í málinu sem lýtur að upplýsingagjöf Björgólfs til hluthafa Landsbankans og yfirtökuskyldu á árunum fyrir bankahrun. Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs, setti kröfuna fram vegna þess að Jón Arnar, sem er endurskoðandi, hafði aðkomu að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Sagði Reimar að Jón Arnar hefði veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða sem varði sakarefni hópmálsóknarinnar. Óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Einnig að Jón Arnar hefði verið yfirmaður eftirlits með beitingu IFRS reikningsskilastaðla hjá ársreikningaskrá. Enga hagsmuni af niðurstöðunni „Í málinu er sem fyrr segir byggt á því af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um óbeina hlutafjáreign sína í Landsbankanum og þannig villt um fyrir bæði stjórnendum og endurskoðendum bankans, með þeim afleiðingum að ársreikningur bankans og árhlutauppgjör hafi verið röng,“ segir í úrskurðinum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Sakarefni málsins lýtur samkvæmt því að meintri saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, en ekki að háttsemi endurskoðenda bankans eða stjórnenda hans og enn síður að framkvæmd ársreikningaskrár. Enginn þessara aðila er enda málsaðili í málinu.“ Þá er einnig bent á að hvorki Jón Arnar né starfsmenn á hans vegum hafi komið að eftirliti með reikningsskilum Landsbankans á umræddum tíma, það er árunum 2005 til 2007. „Hann hefur sömuleiðis enga hagsmuni af niðurstöðu málsins,“ segir í úrskurðinum. Tafði aðalmeðferð Vanhæfismálið var sérmál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á rætur sínar til vitnamála Vilhjálms Bjarnasonar árið 2012. Aðalmeðferð átti að hefjast í þessum mánuði en tefst vegna þess. Kristján Loftsson er í forsvari fyrir tvö af fimm félögunum í málsókninni.Egill Aðalsteinsson Þrjú hundruð hluthafar Landsbankans fallna krefjast viðurkenningar á bótaskyldu Björgólfs. Það er Málsóknarfélög hluthafa Landsbankans númer I, II og III. Þá krefjast tvö félög, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur undir forystu útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, 600 milljóna króna í bætur.
Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18 Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18
Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00