Stefán Ingi: Ef þú ert hlutlaus þá var þetta geggjaður leikur Dagur Lárusson skrifar 28. apríl 2023 23:18 Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Blika í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, fór á kostum í leik liðsins gegn Fram í kvöld en hann skoraði þrjú mörk og var maður leiksins. „Ef þú ert hlutlaus þá var þetta geggjaður leikur en ef við lítum á þetta út frá okkur þá verðum við að bæta mikið af hlutum,” byrjaði Stefán Ingi að segja í viðtali eftir leik. „Við erum að fá á okkur alltof mikið af mörkum og þá sérstaklega frekar auðveld mörk sem þeir fá úr skyndisóknum. Við verðum að verjast betur sem lið og stöðva þessar skyndisóknir áður en þær hefjast. Við erum auðvitað að skora mikið af mörkum en við verðum einfaldlega að fækka mörkunum sem við fáum á okkur,” hélt Stefán Ingi áfram. Stefán lýsti fyrsta hálftímanum af leiknum sem nánast fullkomnum hjá Blikum. „Við vorum yfir í öllu í rauninni, algjörlega frábær fyrsti hálftíminn af leiknum. En eftir það fórum við svolítið niður á við og þá sérstaklega síðustu fimm mínúturnar. Við vorum orðnir kærulausir og hleyptum þeim inn í leikinn.” Stefán talaði einnig um það að hann og liðsfélagar vildu svara gagnrýnisröddunum aftir tapið í síðasta leik. „Við vildum mæta í þennan leik af miklum krafti og svara fyrir síðasta leik. Þar sem þetta var í raun okkar heimaleikur þá var það ennþá mikilvægara að vinna. Við mættum því mjög einbeittir til leiks og það sást en síðan eftir það misstum við dampinn og hleyptum þeim inn en við verðum að læra af því,” endaði Stefán Ingi Sigurðarson að segja eftir leik. Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fram 5-4 | Blikar höfðu betur í lygilegum leik Breiðablik vann vægast sagt dramatískan sigur er liðið tók á móti Fram í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld, 5-4. Gestirnir virtust vera að sækja ótrúlegt stig eftir að hafa lent 3-0 undir, en Klæmint Olsen reyndist hetja Blika á ögurstundu. 28. apríl 2023 23:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Sjá meira
„Ef þú ert hlutlaus þá var þetta geggjaður leikur en ef við lítum á þetta út frá okkur þá verðum við að bæta mikið af hlutum,” byrjaði Stefán Ingi að segja í viðtali eftir leik. „Við erum að fá á okkur alltof mikið af mörkum og þá sérstaklega frekar auðveld mörk sem þeir fá úr skyndisóknum. Við verðum að verjast betur sem lið og stöðva þessar skyndisóknir áður en þær hefjast. Við erum auðvitað að skora mikið af mörkum en við verðum einfaldlega að fækka mörkunum sem við fáum á okkur,” hélt Stefán Ingi áfram. Stefán lýsti fyrsta hálftímanum af leiknum sem nánast fullkomnum hjá Blikum. „Við vorum yfir í öllu í rauninni, algjörlega frábær fyrsti hálftíminn af leiknum. En eftir það fórum við svolítið niður á við og þá sérstaklega síðustu fimm mínúturnar. Við vorum orðnir kærulausir og hleyptum þeim inn í leikinn.” Stefán talaði einnig um það að hann og liðsfélagar vildu svara gagnrýnisröddunum aftir tapið í síðasta leik. „Við vildum mæta í þennan leik af miklum krafti og svara fyrir síðasta leik. Þar sem þetta var í raun okkar heimaleikur þá var það ennþá mikilvægara að vinna. Við mættum því mjög einbeittir til leiks og það sást en síðan eftir það misstum við dampinn og hleyptum þeim inn en við verðum að læra af því,” endaði Stefán Ingi Sigurðarson að segja eftir leik.
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fram 5-4 | Blikar höfðu betur í lygilegum leik Breiðablik vann vægast sagt dramatískan sigur er liðið tók á móti Fram í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld, 5-4. Gestirnir virtust vera að sækja ótrúlegt stig eftir að hafa lent 3-0 undir, en Klæmint Olsen reyndist hetja Blika á ögurstundu. 28. apríl 2023 23:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fram 5-4 | Blikar höfðu betur í lygilegum leik Breiðablik vann vægast sagt dramatískan sigur er liðið tók á móti Fram í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld, 5-4. Gestirnir virtust vera að sækja ótrúlegt stig eftir að hafa lent 3-0 undir, en Klæmint Olsen reyndist hetja Blika á ögurstundu. 28. apríl 2023 23:15