Ætla að dæla félagslegu húsnæði út á markaðinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. apríl 2023 16:01 Pedro Sanchéz, forsætisráðherra Spánar (t.v.) og Alberto Nuñez Feijoo, formaður Partido Popular, stærsta stjórnarandstöðuflokks Spánar. Ríkisstjórn Spánar hefur samþykkt ný húsnæðislög sem eiga að koma hinum efnaminnstu til góða, en stjórnarandstaðan sakar hann um lýðskrum í aðdraganda sveitarstjórnarkosnins þ. 28. maí. Alberto Ortega/Getty Images Spænsk stjórnvöld hafa samþykkt áætlun sem miðar að því að að koma 50.000 félagslegum íbúðum út á leigumarkaðinn á næstu árum. Veglegt loforð stjórnvalda er kynnt almenningi mánuði fyrir sveitarstjórnar- og sjálfsstjórnarhéraðskosningar í landinu. Húsnæði síðan í fjármálakreppunni Íbúðirnar sem Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins, ætlar að dæla út á leigumarkaðinn, eru í eigu ríkisbankans SAREB, sem var stofnaður í miðri fjármála- og fasteignakreppunni árið 2012. Bankinn sópaði upp eigum þrotabúa og hefur það hlutverk að halda utan um lán og eignir gjaldþrota fyrirtækja og koma þeim í verð og út á markaðinn. Þar á meðal eru tugþúsundir fasteigna. Ný húsnæðislög voru samþykkt í fyrradag Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var samþykkt sem lög frá spænska þinginu á fimmtudag, setur þriggja prósenta þak á hækkun leiguverðs á næsta ári og gerir ráð fyrir að svipað þak verði á hækkunum leigu á næstu árum. Búin verður til ný vísitala til að ákvarða leiguverð og hækkun þess, og verðbólguaukningu þannig kippt úr sambandi. Á síðasta ári var sett tveggja prósenta þak á leyfilega hækkun húsaleigu til að reyna að stemma stigu við hratt vaxandi verðbólgu í landinu, en hún er nú aftur á niðurleið. Húsnæðismál eru eitt stærsta vandamál Spánar Hátt leigu- og fasteignaverð og mikið atvinnuleysi er eitt helsta vandamál ungs fólks og tekjulágra á Spáni. Ungt fólk neyðist oft til að búa hjá foreldrum sínum langt fram eftir fullorðinsárunum. Sakaður um lýðskrum í aðdraganda kosninga Rétt er að hafa í huga að sveitarstjórnarkosningar og héraðskosningar sjálfsstjórnarhéraðanna fara fram á Spáni í næsta mánuði og þingkosningar síðar á árinu. Húsnæðismál eru á forræði sjálfsstjórnarhéraðanna og því með öllu óvíst hversu vel Sanchez og sósíalistum tekst að uppfylla loforð þessa frumvarps. Hægri flokkurinn, Partido Popular, heldur víða um stjórnvölinn á Spáni og hann hefur lýst mikilli andstöðu við þessar hugmyndir vinstri manna. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld lofa einhverju í aðdraganda kosninga sem þeim reynist ekki unnt að standa við. Spánn Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Húsnæði síðan í fjármálakreppunni Íbúðirnar sem Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins, ætlar að dæla út á leigumarkaðinn, eru í eigu ríkisbankans SAREB, sem var stofnaður í miðri fjármála- og fasteignakreppunni árið 2012. Bankinn sópaði upp eigum þrotabúa og hefur það hlutverk að halda utan um lán og eignir gjaldþrota fyrirtækja og koma þeim í verð og út á markaðinn. Þar á meðal eru tugþúsundir fasteigna. Ný húsnæðislög voru samþykkt í fyrradag Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var samþykkt sem lög frá spænska þinginu á fimmtudag, setur þriggja prósenta þak á hækkun leiguverðs á næsta ári og gerir ráð fyrir að svipað þak verði á hækkunum leigu á næstu árum. Búin verður til ný vísitala til að ákvarða leiguverð og hækkun þess, og verðbólguaukningu þannig kippt úr sambandi. Á síðasta ári var sett tveggja prósenta þak á leyfilega hækkun húsaleigu til að reyna að stemma stigu við hratt vaxandi verðbólgu í landinu, en hún er nú aftur á niðurleið. Húsnæðismál eru eitt stærsta vandamál Spánar Hátt leigu- og fasteignaverð og mikið atvinnuleysi er eitt helsta vandamál ungs fólks og tekjulágra á Spáni. Ungt fólk neyðist oft til að búa hjá foreldrum sínum langt fram eftir fullorðinsárunum. Sakaður um lýðskrum í aðdraganda kosninga Rétt er að hafa í huga að sveitarstjórnarkosningar og héraðskosningar sjálfsstjórnarhéraðanna fara fram á Spáni í næsta mánuði og þingkosningar síðar á árinu. Húsnæðismál eru á forræði sjálfsstjórnarhéraðanna og því með öllu óvíst hversu vel Sanchez og sósíalistum tekst að uppfylla loforð þessa frumvarps. Hægri flokkurinn, Partido Popular, heldur víða um stjórnvölinn á Spáni og hann hefur lýst mikilli andstöðu við þessar hugmyndir vinstri manna. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld lofa einhverju í aðdraganda kosninga sem þeim reynist ekki unnt að standa við.
Spánn Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira