Jókerinn fékk aðstoð við að leggja Durant og Booker að velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 09:30 Strákarnir frá Denver mættu klárir í slaginn. AAron Ontiveroz/Getty Images Denver Nuggets nýtti allan þann mannskap sem liðið býr yfir til að leggja Phoenix Suns að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vestursins í NBA deildinni í körfubolta. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit. Bæði lið komust nokkuð örugglega í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar. Denver lenti í tiltölulega litlum vandræðum með slakt lið Minnesota Timberwolves og fór áfram eftir fimm leiki. Suns kláraði Los Angeles Clippers í jafn mörgum leikjum. Þau voru því bæði nokkuð fersk þegar mætt var til leiks í nótt. Segja má að annar leikhluti hafi verið það sem skildi liðin að en þá naut sóknarleikur Denver sín í botn á meðan Sólirnar frá Phoenix komust hvorki lönd né strönd. It s LOUD in Denver https://t.co/pRgaXAZpkv pic.twitter.com/ppnEcW0IKu— NBA (@NBA) April 30, 2023 Þökk sé frábærum endi á fyrri hálfleik var Denver 17 stigum yfir í hálfleik og vann svo leikinn á endanum með 18 stigum, lokatölur 125-107. Staðan því orðin 1-0 í einvíginu en Denver endaði deildarkeppnina sem besta lið vestursins á meðan Sólirnar voru í smá brasi þar sem Kevin Durant missti af þónokkrum leikjum. Stigahæstur í liði Denver var Jamal Murray með 34 stig en hann gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Jamal Murray. Built for this.34 PTS5 REB9 AST6 3PMNuggets take Game 1 pic.twitter.com/Kxep6mcuU2— NBA (@NBA) April 30, 2023 Nikola Jokić skoraði 24 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Aaron Gordon kom þar á eftir með 23 stig en allt byrjunarlið Denver skoraði 10 stig eða meira í kvöld. Þá var Bruce Brown með 14 stig af bekknum. Nikola Jokic and Aaron Gordon showed out in Game 1 Joker: 24 PTS, 19 REB, 5 ASTAG: 23 PTS, 6 REB, 69% FGNuggets claim the 1-0 series lead.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Ex6ttW4ede— NBA (@NBA) April 30, 2023 Hjá Suns var Durant með 29 stig, 14 fráköst og staka stoðsendingu. Devin Booker skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Deandre Ayton setti 14 stig og tók 7 fráköst. Þá skoraði Chris Paul 11 stig og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og ríkjandi meistarar í Golden State Warriors mætast í oddaleik í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 19.30 í kvöld. Körfubolti NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Bæði lið komust nokkuð örugglega í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar. Denver lenti í tiltölulega litlum vandræðum með slakt lið Minnesota Timberwolves og fór áfram eftir fimm leiki. Suns kláraði Los Angeles Clippers í jafn mörgum leikjum. Þau voru því bæði nokkuð fersk þegar mætt var til leiks í nótt. Segja má að annar leikhluti hafi verið það sem skildi liðin að en þá naut sóknarleikur Denver sín í botn á meðan Sólirnar frá Phoenix komust hvorki lönd né strönd. It s LOUD in Denver https://t.co/pRgaXAZpkv pic.twitter.com/ppnEcW0IKu— NBA (@NBA) April 30, 2023 Þökk sé frábærum endi á fyrri hálfleik var Denver 17 stigum yfir í hálfleik og vann svo leikinn á endanum með 18 stigum, lokatölur 125-107. Staðan því orðin 1-0 í einvíginu en Denver endaði deildarkeppnina sem besta lið vestursins á meðan Sólirnar voru í smá brasi þar sem Kevin Durant missti af þónokkrum leikjum. Stigahæstur í liði Denver var Jamal Murray með 34 stig en hann gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Jamal Murray. Built for this.34 PTS5 REB9 AST6 3PMNuggets take Game 1 pic.twitter.com/Kxep6mcuU2— NBA (@NBA) April 30, 2023 Nikola Jokić skoraði 24 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Aaron Gordon kom þar á eftir með 23 stig en allt byrjunarlið Denver skoraði 10 stig eða meira í kvöld. Þá var Bruce Brown með 14 stig af bekknum. Nikola Jokic and Aaron Gordon showed out in Game 1 Joker: 24 PTS, 19 REB, 5 ASTAG: 23 PTS, 6 REB, 69% FGNuggets claim the 1-0 series lead.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Ex6ttW4ede— NBA (@NBA) April 30, 2023 Hjá Suns var Durant með 29 stig, 14 fráköst og staka stoðsendingu. Devin Booker skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Deandre Ayton setti 14 stig og tók 7 fráköst. Þá skoraði Chris Paul 11 stig og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og ríkjandi meistarar í Golden State Warriors mætast í oddaleik í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 19.30 í kvöld.
Körfubolti NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira